Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 27
Umræða 27Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Þetta verður erfitt Bæjarfulltrúinn Oddur Helgi Halldórsson hjólaði um Evrópu um páskana. - DV Í landi einu bjó þjóð sem hafði miskunnarleysi sem sitt aðals- merki, þar var umburðarlyndi nær óþekkt og þar var kærleik- ur af svo skornum skammti að það tók því ekki að slást um hann. Þessi þjóð skreytti skip sín með spjótum. Í þessu landi vann flest fólkið við að tálga spjót. En margir karlar unnu við að herða stál sem notað var í sverð og í odda á spjótin. Svo var þar einnig fólk sem hafði sér- hæft sig í þeirri ágætu iðn að smíða skildi. Þetta samfélag þekkti einung- is sögu stríðsins, fólk ræddi ein- vörðungu um vopn og hvernig þeim mætti beita í þágu þeirra sem þurftu að vernda eigur sínar. Þar þótti sælla að þiggja en gefa. Enda var þar fullkomlega óþekktur siður að fólk væri að gefa eitthvað sem það gat sjálft geymt í sínu yndis- lega eignasafni. Og á meðan allt fólkið tálgaði spjót og tók ógnandi á móti þeim sem sóttu að, má segja að eigurnar hafi eiginlega verndað sig sjálfar. Eignin sjálf var þannig sverð og skjöldur þeirrar þjóðar. Einn bjartan vordag þegar flest- ir landsmenn sátu við að tálga spjót, kom til landsins ungur mað- ur. Hann ógnaði engum og reyndi ekki að eignast neitt. Hann gekk um, heilsaði fólki og ef brauð- mylsna varð á vegi hans þá þótti það hin mesta búbót. Hann lifði á því sem aðrir vildu ekki. Og þegar fólk hafði nánast vanist nærveru hans, áttaði það sig á því að hann gerði akkúrat ekkert. Hann tálgaði ekki spjót og hann átti ekki einu sinni skjöld. Einhverju sinni reyndi eitt stór- mennið að fá unga manninn til að halda á regnhlíf. En hann var svo laus við að óttast regnið, að hann leyfði regnhlífinni að fjúka. Og upp frá þessu var hann sagður vera sá sem gerði akkúrat ekkert. Hann ferðaðist um. Að hausti hnaut hann um þúfu og fann berjalaut, að vetri lifði hann á því sem annað fólk vildi ekki éta, að vori nærðist hann nánast einvörðungu á fegurð heimsins og að sumri færði náttúr- an honum allt sem hann þurfti. Mikið var rætt um þann akkúrat ekki neitt. Brandarar og langar sögur voru sagðar af þessum mátt- lausa og veila bjána sem var svo sinnulaus að honum gæti ekki einu sinni tekist að bera hönd fyrir höfuð sér. Hann var bara til og það þótti einfaldlega ekki nóg í þessu landi. Hann var svo auðveld bráð að það tók því ekki að murka úr honum tóruna. Svo hvarf hann einn góðan veð- urdag. Eftir hann lá ekkert; akkúrat ekkert. Hann hafði engu komið í verk og hvorki skapað né eyðilagt. Hann hafði ekki einu sinni tálgað sér spjót. En þegar hann hvarf þá vaknaði söknuður sem sofið hafði lengi. Fólk bókstaflega saknaði hans sem gerði akkúrat ekkert. n Ekkert er skuggi af skugga, skugga sem aldrei deyr, skugga á gegnsæjan glugga, glugga sem gerir ei meir en að gangast við nafninu gluggi, gluggi sem sýnir þér eitt; skugga sem er ekki skuggi, skugga sem er ekki neitt. Sá sem gerði akkúrat ekkert Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Vonleysið var algjört Hreint helvíti Hilmar Brynjólfsson var inni í göngunum þegar sprengt var. - DV Mikil vonbrigði Form. Geysisfélagsins um niðurstöðu héraðsdóms. - DVGuðrún Jónsdóttir segir starfið hjá barnavernd erfiðasta starfið. - DV 1 Sumarveður næstu daga Sumarveður verður á landinu í dag, miðvikudag, ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Er þar um að ræða fyrstu veðurfarslegu sumardagana í ár – þriðjudaginn 22. apríl og miðviku- daginn 23. apríl. Í dag, miðvikudag, má búast við hita upp í 14 gráður í Reykjavík og 10 til 15 gráður víða annars staðar á landinu. 9.108 hafa lesið 2 Sorgin yfirbugar ferðafé-laga Vilborgar Á miðvikudag var óvissa með framhald Everestferða- langa eftir að fyrirtækið Adventure Consultants tilkynnti að það færi ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Það er fyrirtækið sem Vilborg Arna Gissurar- dóttir, Everestfari, var í slagtogi með. „Þessir þrír kæru vinir okkar voru lykil- menn í starfsemi okkar og við þekktum flesta hina þrettán sem týndu lífi. Eftir miklar umræður og umhugsun höfum við komist að þeirri erfiðu niðurstöðu að hætta við allar ferðir á árinu 2014,“ sögðu aðstandendur fyrirtækisins. 5.600 hafa lesið 3 Manchester United búið að reka Moyes Englandsmeistarar Manchester United staðfestu á miðvikudag að David Moyes, knattspyrnustjóri félagsins, hefði verið rekinn. Hann lét af störfum aðeins tæpu ári eftir að tilkynnt var að hann yrði eftirmaður Sir Alex Ferguson. Moyes stýrði liðinu aðeins í rúmlega níu mánuði þrátt fyrir að hafa skrifað undir sex ára samning, en afar slakt gengi liðsins á tímabilinu hefur vakið gríðarlega athygli og reiði meðal stuðningsmanna þess. 4.065 hafa lesið 4 Magnús Scheving: Við erum ekki bara álver“ Magnús Scheving sagði frá því í viðtali í páskablaði DV að kvikmynda- og sjónvarpsgerð í landinu eigi undir högg að sækja. Ríkisstjórn sjái ekki tækifærin sem kvikmyndagerðarfólk hefur lagt þrotlausa vinnu í að hlúa að svo þau skili margföldum arði til landsins. „Mér finnst stjórnvöld oft vera of skammsýn,“ segir Magnús sem sagði að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði lagt Magnúsi til pen- inga í upphafi Latabæjarævintýrisins. 4.026 hafa lesið Mest lesið á DV.is Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari Á nýafstöðnu þingi Evrópu- ráðsins kom internetið mjög til umræðu. Í ályktunar- tillögu, sem lá fyrir þinginu, var lagt til að samþykkja að líta bæri á aðgang að internetinu sem grunnþjónustu sem allir ættu rétt á. Undir það tók ég í umræðu um málið og benti á að samskipti á netinu og upplýsingaöflun þar, væri orðin mikilvægur hluti daglegs lífs. Rifjaði ég upp könnun sem gerð var í Danmörku undir aldarlok þar sem atvinnurekendur voru inntir eft- ir því hvað þyrfti að vera til staðar á tilteknu svæði áður en þeir treystu sér til þess að taka ákvörðun um að reisa þar starfsstöð. Nú yrði internetinu bætt við Þeir hafi svarað því til að á svæð- inu þyrftu að vera góð barnaheim- ili og skólar, heilsugæsla, traustvekj- andi löggæsla og samgöngur góðar. ”Annars fáum við ekki fólk til starfa,“ hafi þátttakendur í könnuninni sagt nær einróma. Nú myndu þeir bæta internetinu við. Á því léki enginn vafi í mínum huga. Í fyrrnefndu umræðuplaggi þings Evrópuráðsins, sem sam- þykkt var nær einróma áður en yfir lauk, sagði á þá leið, að internetið væri ekki aðeins orðið veigamikill þáttur í stoðkerfi samfélagsins held- ur í reynd einnig hluti af almanna- rýminu. Hluti af almannarýminu Því væri fráleitt annað en gera sömu kröfur um það sem fram færi á internetinu og annars staðar í al- mannrýminu. Reyndar kom þetta sjónarmið einnig fram í fyrrnefndu umræðuplaggi. Þetta þýðir með- al annars að við leggjum að jöfnu ritskoðun frétta á internetinu og í hefðbundnum fjölmiðlum og sama gildir um takmarkanir á almennum samskiptum fólks í millum. Í um- ræðunni fagnaði ég því sérstaklega að forseti þingsins, Anne Brasse- ur, hefði fyrir hönd Evrópuráðsins gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld fyrir að loka fyrir tilteknar rásir á netinu í aðdraganda nýafstaðinna kosn- inga. Benti hún á í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér, að ritskoðun gengi þvert á samþykktir Evrópuráðsins og dóma Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Snowden á fundi Evrópuráðið leggur ríka áherslu á gagnsæi og opna umræðu og í sam- ræmi við þær áherslur var efnt til opins fundar með Edward Snowden um gervihnött frá Moskvu. Nokkrum sinnum hef ég tekið mál Snowdens upp á þingi Evrópu- ráðsins og gerði nú enn í umræðu á þinginu til að þakka fyrir framlag hans til mannréttinda. Snowden sýndi sem kunnugt er fram á hvern- ig bandaríska leyniþjónustan hef- ur misnotað tæknina, þar á meðal internetið, til gríðarlega viðamikilla persónunjósna. Persónuvernd Þar er komið að hinni hliðinni á hinu opna netsamfélagi – og það er mikilvægi mótvægisins: persónu- verndin; að vernda okkur gagnvart þeim sem vilja hnýsast í persónu- leg mál sem flestir eru sammála um að aðrir hafi ekki rétt á að hnýs- ast í. Á þinginu var rætt um mikil- vægi alþjóðasamstarfs í þessu efni og má minna á að fram hefur kom- ið tillaga á Alþingi Íslendinga um að Íslendingar skuli stuðla að slíku alþjóðlegu samstarfi. Pétur H. Blön- dal er fyrsti flutningsmaður þessa þingmáls en aðrir nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru meðflutningsmenn. Vettvangur glæpamanna Glæpamenn láta ekki möguleika internetsins fram hjá sér fara. Persónunjósnir eru að sönnu glæp- ur þótt þær séu ekki alls staðar skil- greindar sem slíkar. Sama gildir um ofbeldisklám sem er margmilljarða peningavél, sem malar gullið fyrir óprúttna sölumenn. Nýuppgötvað- ur hópur viðskiptavina framtíðar- innar eru börn sem í vaxandi mæli eru markhópur þessara aðila og hafa þeir fundið leiðir til að þröngva sér inn í heim barnsins. Þá hefur og komið fram að bein misnotkun á börnum fer fram um netið. Ekkert lagafrumvarp! Sem innanríkisráðherra fól ég sér- fræðingum að kanna erlenda lög- gjöf, einkum í Noregi, og leggja fyrir mig tillögur um hvernig mætti skil- greina klám betur en gert er í ís- lenskum lögum. Þá setti ég á lagg- irnar starfshóp til að gera skýrslu um mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir að óprúttnir sölumenn gætu ruðst inn í heim lítilla barna með söluvöru sína. Engar tillögur höfðu mér borist þegar ég hvarf úr embætti. Þess vegna er það mikill misskilningur, sem staglast er á sínkt og heilagt, að ég hafi haft á prjónun- um lög um þetta atriði. Málið komst einfaldlega aldrei á það stig að ræða tilteknar tillögur og þá hvort yfirleitt ætti að ráðast í lagabreytingar! Umræða er nauðsynleg Það sem eflaust olli þessum misskilningi er sú staðreynd að ég tók afdráttarlausa afstöðu í umræðu um klám og ofbeldisiðnað. Það var nokkur nýlunda að menn voguðu sér að ræða slíkt þegar internetið var annars vegar. Ýmsir ruku upp til handa og fóta og þær raddir heyrð- ust að bara umræðan ein um ein- hver afskipti af internetinu gæti skaðað viðskiptahagsmuni íslenskra netfyrirtækja. Utan úr heimi bárust einnig mikil viðbrögð, annars vegar frá málsvörum klámiðnaðarins sem yfirleitt báru fyrir sig ást á skoðana- frelsi en einnig barst stuðningur frá einstaklingum sem láta sig mann- réttindi varða. Hvað neikvæðu við- brögðin varðar þóttu mér upphróp- anirnar minna á að internetið er enn, jafnvel heitustu aðdáendum þess, svo fjarlægt að þeir líta á það sem guðspjöll að hrófla við því, jafn- vel að ræða málið er bannað! Internetið er komið til að vera og á að þjóna okkur sem einstaklingum og samfélagi okkar. Sé það misnot- að af ofbeldismönnum þarf að ræða með hvaða hætti þeim verði settur stóllinn fyrir dyrnar. n Internetið, lýðræðið og ofbeldið „Það sem ef- laust olli þessum misskilningi er sú stað- reynd að ég tók afdráttar- lausa afstöðu í umræðu um klám og ofbeldsiðnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.