Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 23.–28. apríl 201460 Fólk S íðasti þáttur Game of Thrones, Breaker of Chains, hefur vak- ið hneykslan og reiði. Þótt að í þáttunum sé rauður þráður of- beldis og afbrigðileika úr höfði höf- undar sjálfs, George R.R Martin, þótti mörgum nóg um þegar leikstjóri þátt- anna breytti kynlífssenu í nauðgunar- senu. Væntanlega til að keyra upp spennu og áhorf. Aðdáendur brugðust harkalega við og lýstu því yfir á fjölmörgum vef- miðlum að þeim fyndist bæði verið að spila með sig og glamúrvæða kyn- ferðisofbeldi að óþörfu. Í senunni er einni kvenhetjunni, Cersei, nauðgað af bróður sínum og elskhuga Jaime, við hlið líks sonar þeirra, Joffrey. Jaime er á þessum tíma- punkti afar reiður Cersei vegna þess að hún hafði beðið hann um að drepa Tyrion Lannister, bróður þeirra, sem hún kennir um morð sonarins. Í bók- inni er engin nauðgunarsena í þessum kafla sögunnar. Leikstjórinn, Alex Gra- ves, sagði: „Nú jæja, það verður sam- þykki á milli þeirra í lokin, vegna þess að allt kveikir í þeim, sér í lagi valdaá- tök.“ Svo bætir hann stoltur við: „Þetta er ein af mínum uppáhaldssenum.“ Ummæli Alex þykja jafnvel alvar- legri en myndefni senunnar enda gefa þau til kynna að hann skilji ekki kyn- ferðisofbeldi og afleiðingar þess eða merkingu samþykkis til kynlífs, svo vitnað sé í íslenskt slagorð gegn nauð- gunum: Nei þýðir nei. n Óþarfa nauðgunarsena í Game of Thrones Nei þýðir ekki nei í huga leikstjórans Alex Graves Aftur saman Catherine Zeta-Jones og Mich- ael Douglas sjást nú æ oftar saman opinberlega eftir að þau tóku saman aftur. Hjónin skildu til skamms tíma en sögðu fjöl- miðlum að þau væru að vinna í að halda hjónabandinu saman. Það virðist hafa tekist en hjón- in mættu saman á fjórtándu Monte Cristo-verðlaunahátíðina til að styðja vinkonu sína, Meryl Streep. Hjónin voru geislandi og virkuðu ástfangin þegar þau stilltu sér upp í myndatöku með Meryl á hátíðinni. Lætur lítið fyrir sér fara Myndir náðust af Kelly Clarkson sem ber nú sitt fyrsta barn und- ir belti. Kelly tilkynnti um ólétt- una í nóvember og sagði það vera bestu fyrirfram jólagjöf sem hún gæti fengið. Í kjölfarið kom hún fram í spjallþáttum og talaði um hversu erfið meðgangan hefði reynst sér, hún hefði verið mik- ið veik og lítið geta notið þess að vera ólétt. Kelly hefur verið í hálfgerðum felum undanfarna mánuði og látið lítið fyrir sér fara. Hún hefur ekki komið opinber- lega fram í fjóra mánuði en þessi mynd náðist af henni yfir pásk- ana þar sem hún naut frísins með fjölskyldu sinni. Lindsay missti fóstur Leikkonan Lindsay Lohan sagði frá því í lokaþætti þáttaraðar sem fjallar um líf hennar að hún hefði misst fóstur. Lindsay var beðin að segja frá þeim tíma þegar þáttaröðin, sem fjallar um líf hennar í bata frá vímu- efnafíkn, var tekin upp. Hún sagði að það hefði verið erfitt að horfa á þættina, meðal annars vegna þess að henni hefði liðið mjög illa. Í tvær vikur neitaði Lohan að leyfa myndavélunum að fylgjast með lífi sínu og sagði hún það stafa af því að hún hefði misst fóstur. Að horfa á þættina aftur hefði minnt hana á sársaukann. Alex Graves Leikstjórinn segir senuna eina af sínum uppáhalds, í huga hans er óljóst að nei þýðir nei, þegar kemur að kynlífi. Cersei nauðgað Í bókinni njóta þau ásta en í þáttunum nauðgar Jaime Cersei. David Archuleta Söngvarinn David Archuleta úr American Idol setti ferilinn til hliðar eftir raunveruleikaþáttinn til að finna sig að nýju í trúnni. Söngvarinn, sem er mormóni, fór í tveggja ára ferðalag til að uppfylla trúarlegar skyldur sínar. n Stjörnur sem eru strangtrúaðar Mark Wahlberg Kaþólski leikarinn Mark Wahlberg tekur trú sína mjög alvarlega. Árið 2007 hleypti hann Premiere-tímaritinu inn í svefnherberbergi sitt, sem hann notar sem einkakapellu. Inni í herberginu er meðal annars að finna flösku með heilögu vatni og endurgerð af listaverki úr Vatíkaninu. Leik- arinn, sem á fjögur börn með eiginkonu sinni, Rhea Durham, fer í kirkju á hverjum degi. Angus T. Jones Fyrrum leikarinn úr Two And A Half Men, Angus T. Jones, er nánast óþekkjanlegur eftir að hafa yfirgefið þættina. Í dag ferðast Jones um og predikar í kirkjum víðs vegar um Bandaríkin. Hann komst í fréttirnar árið 2012 þegar hann kallaði sjónvarpsþættina sem gerðu hann frægan og ríkan viðbjóð og hvatti fólk til að sniðganga þá. Jones hefur látið hafa eftir sér að hann gæti vel hugsað sér að halda áfram að leika en aðeins fyrir sjónvarpsstöðvar sem framleiddu kristilegt sjónvarpsefni. Stephen Baldwin Leikarinn Stephen Baldwin heldur því fram að hafa endur- fæðst í kristni. Hann viðurkennir að slík fullyrðing geti valdið einhverjum hugarangri og segist hafa róast í trúboði sínu. Hann segir trúna hafa haft neikvæð áhrif á leiklistarferilinn. Mel Gibson Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson byggði kirkju í Malibu sem hann skírði Kirkju Heilögu fjölskyldunnar. Messað er á hverjum morgni í kirkju Mels en kvenfólk sem ætlar sér að mæta verður að hylja höf- uð sitt. Gibson er sannfærður um að aðeins þeir trúuðu munu lifa af hinn síðasta dag. Prince Söngvarinn Prince var alinn upp í Kirkju sjöunda dags aðventista en gekk í söfnuð Votta Jehóva árið 2001. Hann hefur viðurkennt að hafa gengið á milli húsa í von um að breiða út boðskapinn. Sagan segir að tónlistarmaðurinn þurfi á mjaðmaaðgerð að halda en þar sem trú hans leyfi ekki blóðgjöf hefur hann ekki lagst undir hnífinn. Sumir segja að hann hafi farið í aðgerðina í felum. Patricia Heaton Leikkonan Patricia Heaton úr Everybody Loves Raymond var alin upp í kaþólskri trú. Leikkonan segir margar stjörnur í Hollywood trúaðar en að fæstar tali um það opinberlega. Í viðtali þar sem trú hennar bar á góma vitnaði hún í Markúsarguðspjall og grínaðist með guð og Jesú á léttum nótum. Madonna Madonna var alin upp í kaþólskri trú en árið 1996 gerðist hún ákafur fylgismaður Kabbalah. Samkvæmt Daily Mail blandar söngkonan ávaxtasafa barna sinna með sérstöku blessuðu kabbalah- vatni og gengur í hvítum fötum af því að slík föt dragi að sér orku. Denzel Washington Denzel Washington er prestssonur og hefur verið meðlimur West Angeles Church of God in Christ í yfir 30 ár. Leikarinn les Biblíuna á hverjum degi og er staðfastur í trú sinni eins og fram kom í Christianity Today árið 2010: „Ég trúi að Jesús sé sonur Guðs. Ég hef fundið fyrir heilögum anda. Ég er viss um það. Ég var á staðnum. Ég grét eins og barn og var svo hræddur. Ef ég á að segja satt þá ýtti þessi reynsla mér í burtu. Ég fór í aðrar áttir. Ég vissi ekki hvað var að gerast. Þetta var svo sterk orka. Það hefur tekið mig mörg ár að koma til baka.“ Tina Turner Söngkonan Tina Turner hefur verið búddisti frá 1970. Turner leitaði í trúna eftir að hafa komist út úr ofbeldisfullu sam- bandi við tónlistarmanninn Ike Turner. Tom Cruise Allir vita að Tom Cruise er staðfastur fylgjandi Vísindakirkjunnar. Árið 2005 gekk hann fram af mörgum þegar hann gagnrýndi fyrrverandi meðleikkonu sína, Brooke Shields, fyrir að nota geðlyf í baráttu sinni við fæðingarþunglyndi. Samkvæmt Cruise og Vísindakirkjunni eru geðlækningar platvísindi sem drepa. Hallelúja í Hollywood T rúarlíf stjarnanna í Hollywood er fjölbreytt eins og okkar hinna. Sumar kjósa að halda trúnni fyr- ir sig en aðrar vilja breiða út boðskapinn. Hér eru nokkrar stórstjörnur sem hafa kosið að lifa eftir guðsorði. n indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.