Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 23.–28. apríl 201454 Menning Glimrandi míní Hamlet n Leikhúsið bókstaflega blómstrar í öllu sínu litlasviðsveldi É g segi það nú og hef sagt það áður, en þó ekki opinberlega (eða ég held ekki) að Berg­ ur Þór Ingólfsson er tvímæla­ laust einn af frumlegri og skemmtilegri leikhúsmönnum á Ís­ landi. Hann tekur sig ekki of alvar­ lega, en er þó alvarlegur í list sinni, hefur ríka og frjóa kímnigáfu sem nærist á fleiru en hreinu skemmti­ gildi brandarans eða aulafyndni trúðsins. Hann notar tungumál leik­ hússins á djarfan og hugmyndaríkan hátt eins og núna síðast í Hamlet litla sem er leikhúsþykkni með miklu og góðu bragði fyrir börn, unglinga og fullorðna. Óþarfi að þynna út Sagan er einföld, Hamlet litli er brjál­ aður út í mömmu sína fyrir að gift­ ast föðurbróður hans skömmu eft­ ir andlát pabba hans. Og það sem verra er, Hamlet litli er sannfærð­ ur um að föðurbróðirinn hafi myrt pabba hans og þar með er fjandinn laus. Hamlet litli ætlar sér nefnilega að sanna kenninguna með leiksýn­ ingu í leiksýningunni. Og við tekur al­ kunn atburðarás úr verki Shakespe­ ares en sögð með nýjum orðum og nýjum hugmyndum sem Bergur Þór er höfundur að og ferst einkar vel úr hendi. Hamlet Shakespears skrepp­ ur saman í nokkurs konar Hamlets­ þykkni, sem engin þörf er á að þynna út með óþarfa langhundum eða út­ úrdúrum. Hins vegar tekur höfund­ ur sér skáldaleyfi og lætur eitt og ann­ að flakka úr munni persónanna sem á miklu betur heima nú en á dög­ um Shakespeares, hvað þá Hamlets, ef hann var þá einhvern tímann til. Og allt er þetta gert af þvílíku hug­ ans fjöri, leikgleði og undirliggjandi alvöru sem beinist að ungum áhorf­ endum. Þeir eru aðalatriðið og fá al­ deilis að njóta þess að til eru lista­ menn sem vilja miðla hlutverki og sönnu inntaki listarinnar til þeirra sem yngri eru og óreyndari bæði í lífs­ ins ólgusjó og í menningarneyslunni. Þegar allir ganga í takt Hamlet litli er allsherjarleik­ hús á mörgum plönum, þar sem sprúðlandi leikur og fjör eru í fyrir­ rúmi ásamt tónlist, dansi og brúð­ um. Á einni klukkustund tekst Bergi Þór og áhöfn hans að segja okkur söguna af Hamleti Danaprins og ná utan um öll helstu atriði og persónur mest leikna leikrits í heimi en jafn­ framt bæta nýjum atriðum við, sem dýpka skilning og tilfinningu fyrir einstökum persónum. Þar er atriðið um Ófelíu mikilvægast. Bergur Þór gefur henni nefnilega pláss, leyfir henni að útskýra sjálfa sig og sína líðan í eina eintali leiksins. Þannig gefur hann henni nýtt andlit, lit­ ar fleiri fleti í persónuleika henn­ ar, sýnir okkur sorg stúlkunnar sem hefur misst báða foreldra sína. Þetta er sannarlega vel gert hjá Bergi Þór og eitthvert áreynsluleysi í skrifun­ um sem fara aldrei út af sporinu, þrátt fyrir galsafenginn orðaleik og fíflagang. En það má hér, það geng­ ur upp, vegna þess að allir sem koma að sýningunni ganga í takt. Eru sér meðvitaðir um aðferð leikstjórans (sem er líka Bergur Þór) fylgja hon­ um eftir af nær sjálfsprottinni orku og gleði. Það má vart gera upp á milli þeirra þriggja leikara og söngvara sem hér leika listir sínar. Leikarar í gæðaflokki Kristín Þóra Haraldsdóttir er aftur mætt til leiks og ég fullyrði, hún er undragóð og frábær hvort heldur sem Ófelía eða bróðirinn Laertes, öguð í leik, með tímasetningar á hreinu og skiptir auðveldlega úr gerðarlegri og sjálfsöruggri Ófel­ íu í upphafi yfir í sorgmæddu ung­ lingsstúlkuna og lætur sig ekki muna um að leika síðan slánalegan bróð­ ur sinn Laertes þegar sá mætir úr skylmingaskólanum í París. Sigurður Þór Óskarsson átti sömuleiðis frá­ bæran leik, uppfullur af geðstirðum unglingshroka, hentist og fleygðist um sviðið eins og flugdreki, spýtti út úr sér orðunum og uppskar hlát­ ursgusur enda óborganlegur. Og ekki var Kristjana Stefánsdóttir síðri sem Geirþrúður drottning, stórkost­ leg í alla staði, með raddbeitingu sem varla er hægt að lýsa bæði í söng og leik, enda léði hún rödd sína Kládíusi sem var reyndar fjórði leik­ arinn á sviðinu í líki brúðu. Heiður­ inn af henni á Sigríður Sunna Reyn­ isdóttir og brúðan sú er ekkert slor. Leikhúsið blómstar Og af því ég nefni hér orðið slor, þá er ekki frá því að myndin af þessum Kládíusi minnti á annan kóng úr heimi tónlistarinnar sem sungið hef­ ur um slor. En látum það liggja á milli hluta, því hér er svo ótal margt sem vísar í kunnuglega heima úr sam­ tímanum, ekki síst heima leikja og afþreyingar. Allt útlit sýningarinnar, leikmynd, búningar og brúður eru verk áðurnefndrar Sigríðar Sunnu og snjallar sviðslausnir drjúpa af hverju strái. Leiksýningin í leiksýningunni varð að fyndnu brúðuleikhúsi sem þau Hamlet litli og Ófelía stjórna með þvílíkum uppákomum að þessi gagn­ rýnandi hélst varla í sætinu af hlátri. Það er mikil tónlist í Hamlet litla sem verður að skemmtilegum söng­ númerum í uppfærslunni. Höfund­ ur hennar er Kristjana Stefánsdóttir en bæði hún og hinir leikararnir tveir flytja hana af öryggi og þrótti. Hér gengur allt upp, leikhús­ ið bókstaflega blómstrar í öllu sínu litlasviðsveldi þar sem hugmynda­ flugið og ástin á leikhúsinu er alltaf við völd. En er þá ekkert að? Nei, það er ekkert að. Jú, það er eitt sem er að. Ég hefði alveg viljað sjá pínulítið meira af þessu frábæra liði og líka sá sem fór með mér, strákur á tólfta ári. En Bergur Þór kann sig og gætir þess að bragðið af Hamletþykkninu hald­ ist á tungunni. n Hamlet litli Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson, hópurinn Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir Búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir Lýsing: Garðar Borgþórsson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir Leikbrúðugerð: Sigríður Sunna Reynisdóttir Leikarar: Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir Sýnt í Borgarleikhúsinu Hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur Bergur Ingólfsson Einn af frumlegri og skemmtilegri leikhúsmönnum á Íslandi. Allsherjarleikhús Hamlet litli er allsherjarleikhús á mörgum plönum, þar sem sprúðlandi leikur og fjör eru í fyrirrúmi ásamt tónlist, dansi og brúðum. Mynd GríMur BjArnAson „Hug- mynda- flugið og ástin á leikhúsinu er alltaf við völd Vegabréf Sigmundar Naktar ömmur með hettu Það fer nokkuð nærri lagi að sinn er siður í hverju landi. Og gildir þar einu um hvaða venjur er að ræða; mannfólkið ber sig ein­ faldlega margvíslega að lífinu frá einum stað til annars. Ætli það megi ekki segja sem svo að Íslendingar séu fremur frjálslyndir í orði og æði – og gott ef ekki umburðarlyndir þegar sá er gállinn á þeim. Og einhvern veginn má líka halda því til haga að frónskir eru engar sérstakar tildurrófur þegar bönguleg dag­ vinnan víkur fyrir dálítilli stemn­ ingu. En kalvínsku löndin slá okkur við. Með á að giska rothöggi. Það er sannað bæði og mælt. Mig rámar í fyrstu ferðina sem ég fór á blaðamennskuferli mínum til Þýskalands. Kannski var ég 23 ára, eða einmitt í þann mund sem heimurinn virðist vera fluga fangin hnefa manns. Held ég hafi verið að fylgja ís­ lenskum menningarfrömuðum eftir um germanska grundu – og af því íslensk list er ávallt höfð í hávegum hjá þessum langáum norrænna þjóða, var sendisveitin svo að segja borin í gullvagni um borgir og bæi. Og það með réttu öllsömul; lesist líka ég. Við bjuggum því á notaleg­ um hótelum alla ferðina á enda. Og það var einmitt á einu þeirra sem horaði strákurinn að norðan gekk á einn sinna fyrstu veggja í leitinni að heiminum öllum. Og veggurinn var nekt; striplandi, sprellandi, spruðlandi nekt. Ég var sumsé á leiðinni í evrópskt spa í fyrsta sinn; hafði raunar aldrei heyrt eða lesið álíka orð, sem í fyrstu virkaði á mig eins og harla gisið rímorð fyrir ha eða ja, ellegar tja. Merk­ ingin var vitaskuld önnur, eins og ég hefði getað sagt mér sjálf­ um; unaðsheimar hita og raka, afslöppun í eirð og ró. Í afgreiðslunni var mér til nokkurrar furðu sagt að búnings­ klefarnir væru sameiginlegir fyrir karla og konur. Of af því ég hváði og japlaði og stundi – og taldi að um augljósa þýðingarvillu væri að ræða, þurfti að stafa sann­ indin ofan í mig með hæfilegu þjósti; já, klefar fyrir bæði, kon­ ur líka. Þarna þvoði ég miðbikið í fyrsta sinni innum kviknakt­ ar konur, harla undarlegur til augnanna. Og fannst sem svo að allan tímann væri ég að svindla svolítið á meiningu lífsins. Svo laumaði ég mér í köflóttu sund­ brókina að norðan og vafði sauð­ gráu handklæði um háls minn og bringu. Og bjóst til inngöngu í spaið sjálft. En mér var meinuð för; ég yrði að vera ber á allan kroppinn, en klæðast sundhettu. Og þó mér þætti það skrýtið, giska skömmustulegt, gekk ég þannig á endanum inn í þýska saunað í Dusseldorf sem var stútfullt af berbrjósta gömlum konum á pjullunni einni saman í almannasjá, sem þó voru með brúna hettu á höfðinu, eins og það skipti máli í heila menginu. Þarna sat ég í einhverju innra fáti hugans; varla fullorðinn maðurinn, vanur því að norð­ an að lífið er stemmning … en kannski ekki alveg þessarar nátt­ úru innum naktar ömmur með hettu. Æ síðan og sem áratugum skiptir, hef ég opnar dyrnar að saunu með varúð og virðingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.