Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 47
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Lífsstíll 47 María Birta athafnakona „Gullfalleg og óhrædd við að eltast við drauma sína. Lætur ekkert stoppa sig.“ Lára Hanna Einarsdóttir „Magnaður þjóðfélagsrýnir sem stingur á ýmsum kýlum.“ Gunnar Nelson íþróttamaður „Heilbrigður, staðfastur og duglegur.“ Jón Gnarr borgarstjóri „Fylginn sjálfum sér, heiðarlegur og fyndinn.“ Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona „Kraftmikil og drífandi kona sem lætur fötlun sína ekki stoppa sig heldur tekst á við hverja áskorunina á fætur annarri með glæsibrag og fær aðra í lið með sér.“ Ágústa Johnson athafnakona „Ímynd hreysti og heilsu um langt skeið, óþreytandi við að breiða út heilsuboðskapinn og drífa landann með sér.“ Katrín Jakobsdóttir stjórnmálamaður „Draumastjórnmálamaður. Heiðarleg, sanngjörn og réttsýn, róleg og yfirveguð. Til í að ræða málin en lætur samt ekki vaða yfir sig.“ Saga Garðarsdóttir leikkona „Fyndin en sjaldan þannig að einhvern svíði undan – sem er besta fyndnin. Besta dæmið um að stelpur geta allt – og gera það í stórum skömmtum!“ Dorrit Moussaieff forsetafrú „Notar hvert tækifæri til þess að kynna land og þjóð.“ Bassi Ólafsson, trommuleikari og „kærastinn“ „Hann er til fyrirmyndar fyrir að hafa aldrei drukkið né reykt. Stráir við hvert fótmál sem hann getur góðmennsku og gleði.“ Guðjón Valur Sigurðsson handboltamaður „Mikill íþróttamaður sem heldur alltaf haus, innan vallar sem utan.“ Laddi leikari „Býr yfir meiri hæfileikum en allir keppendur Ísland Got Talent til samans! Það er eitthvað „magic“ sem hann hefur. Alveg ótrúlegur.“ Edda Heiðrún Backman listakona „Stórkostleg manneskja og listamaður, gædd ótrúlegum hæfileikum á öllum sviðum. Sterk, hugrökk, æðrulaus. Gleður hjörtu, fegrar tilveruna og færir svo mörgum von.“ Ragnhildur Steinunn sjónvarpskona „Falleg og dugleg. Ég veit ekki hvað það er en hún er bara fullkomin.“ Ingibjörg Þorbergs tónlistarkona „Brautryðjandi kvenna í tónlist á Íslandi og hefur áratugum saman vermt hjörtu þjóðarinnar með fal- legum lögum sínum og yndislegum söng. Í hinum mikla karlaheimi sem tónlistin getur verið kom hún mjög snemma fram og sýndi að konur eru á engan hátt eftirbátar karla í sköpun og flutningi tónlistar.“ Selma Björk Hermannsdóttir „Flott stelpa sem lenti í alvarlegu einelti, steig fram og sagði frá. Selma er farin að halda fyrirlestra í skólum víða um land og nýtir þannig erfiða reynslu sína til að láta gott af sér leiða. Það þarf mikinn kjark til að deila reynslu sinni opinberlega, sérstaklega þegar maður er unglingur. Hún er frábær fyrirmynd fyrir bæði unga sem aldna.“ Jóhanna Sigurðardóttir stjórnmálamaður „Búin að endast í stjórnmálum í þetta mörg ár án þess að einkalíf hennar kæfi störf hennar. Frábær fyrirmynd fyrir dætur okkar, já og syni.“ Tómas Guðbjartsson læknir „Hjartaskurðlæknir sem bjargar mannslífum. Vann algjört afrek með björgun á lífi Skúla Eggertz.“ Svandís Svavarsdóttir stjórnmálamaður „Jákvæð og góð manneskja með hjartað á réttum stað. Tekur málefna- lega á hlutunum og berst fyrir því sem skiptir máli. Fjölskyldumanneskja og veit að það er alltaf til lausn á öllum málum. Óbilandi í ötulli baráttu sinni fyrir fallega landinu okkar.“ Þórunn Björnsdóttir kórstjóri „Þórunn hefur í fjörutíu ár verið eins konar þriðja foreldrið í uppeldi barna í Kópavogi og kynnt þau fyrir undrum tónlistarinnar. Þau hlaupa á þúsundum manneskjurnar sem hugsa hlýlega til Þór- unnar og eiga henni mikið að þakka fyrir að verða jákvæðar og uppbyggilegar manneskjur.“ Íslenska þjóðin „Þjóðin á skilið mikið hrós fyrir að standa saman og hjálpa sér sjálf á erfiðum tímum.“ Of monsters and men „Hópur af framúrskarandi einstaklingum. Frábær fyrirmynd og stoltir fánaberar íslenskrar menningu út um allan heim.“ Vesturport „Meðlimir Vesturports eru mikil hvatning fyrir aðra leikara. Heimurinn er minni en við höldum stundum.“ Hjónin Þórður Guðlaugsson yfirvélstjóri og Ólöf Hafliðadóttir hjúkrunarfræðingur „Komin yfir áttrætt en aldrei hlotið þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Hann var ungur yfirvélstjóri á togaranum Þorkeli mána RE 205 er skipið var við að farast á Nýfundnalandsmiðum í febrúar 1959. Hann bjargaði skipi og áhöfn, tókst að létta skipið svo mjög að það komst úr hættu. Þrátt fyrir þetta mikla björgunarafrek héldu hann og Ólöf kona hans, yngsta manneskjan sem tók þátt í björgunarafrekinu við Látrabjarg 1947, áfram að lifa lífi sínu af hógværð og virðingu fyrir fólki og lífinu.“ Þau voru líka nefnd ... 4.–7. Gylfi Sigurðssonknattspyrnumaður n „Fyrirmynd innan sem utan vallar.“ n „Gríðarlega metnaðarfullur ungur mað- ur sem hefur náð langt á skömmum tíma. Fór út ungur og er eini Íslendingurinn í sögunni sem kemst í aðalliðið hjá ensku liði í gegnum unglingastarfið. Gríðarlega jarðbundinn og kemur vel fram. Hefur heldur aldrei bragðað áfengi né reykt á ævinni.“ Vigdís er besta fyrirmyndin Álitsgjafar Anna Kristjánsdóttir vélfræðingur Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona Erna Margrét Ottósdóttir ritari Einar Mikael töframaður Guðný Jóhannesdóttir nemi Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður Guðríður Haraldsdóttir aðstoðarritstjóri Harpa Hjarðar markaðskona Hrund Þórsdóttir fréttakona Íris Kristinsdóttir söngkona Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður Ólafur Valur Ólafsson þjónustustjóri Ragnheiður Elín Clausen Sigga Lund fjölmiðlakona Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður Tómas Þór Þórðarson blaðamaður 4.–7. Baltasar Kormákurkvikmyndagerðarmaður n „Sköpunargleði og eldmóður. Hann fær mann til að trúa að allt sé hægt. Ástríðufullur listamaður sem trúir á sjálfan sig og verkin sín.“ n „Hugsar svo vel um landið sitt, er stoltur Íslendingur og vill að Ísland og Íslendingar njóti með sér velgengn- innar. Það er óeigingjarnt, hann er í heimsklassa, í öllu.“ 4.–7. Jón Jónssontónlistarmaður og hagfræðingur n „Hreinn og beinn, íþróttamaður sem kennir ungling- um að fara með peninga. Reykir ekki og drekkur ekki og talar af virðingu til unglinganna.“ n „Góð fyrirmynd. Alltaf tilbúinn að spjalla við börnin í kringum sig.“ 4.–7. Vilborg Arna Gissurardóttirpólfari n „Ákveðin, þróttmikil kona sem uppfyllir drauma sína.“ n „Með ótrúlegri seiglu hefur þessari ungu konu tekist að sigra hina ótrúlegustu erfiðleika og sýnir vel hvers ungt fólk er megn- ugt ef það virkilega tekur sig á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.