Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 23.–28. apríl 2014 50% afsláttur af nammibarnum alla föstudaga og laugardaga Ódýrasti ísinn í hverfinu! Söluturn Ísbúð Vídeóleiga Réttarholtsvegi 1 • 108 Reykjavík • Sími 553 5424 Kúlan KÚLAN KLIKKAR EKKI CIA seilist til áhrifa á Íslandi Creative Associates hefur komið að áróðursstarfsemi á Kúbu, Pakistan og í Afganistan B andaríska leyniþjónustan CIA hefur reynt að seilast til áhrifa á Íslandi á þessu ári í gegnum íslenska aðila. Þetta segir Íslendingur sem DV ræddi við sem búsettur er hér á landi. Fyrirtækið sem hafði samband við manninn heitir Creative Associates. Maðurinn fékk fyrir skömmu tölvupóst frá Creative Associ- ates, sem meðal annars hefur ver- ið bendlað við öryggisþjónustufyrir- tækið Blackwater, og var beðinn um að gerast tengiliður þess á Íslandi. Fyrirtækið kvaðst hafa hug á því að hefja starfsemi á Íslandi, nánar til- tekið að halda námskeið hér á landi fyrir Mið-Austurlandabúa sem ætl- uðu sér að flytja til Bandaríkjanna. Að sögn samtakanna, eftir því sem maðurinn segir, er auðveldara að fá leyfi fyrir þetta fólk til að dvelja hér á landi en að fá sambærilegt leyfi í Bandaríkjunum. Runnu á hann tvær grímur Að sögn mannsins þá virtust pen- ingar ekki vera vandamál þegar hon- um var boðin vinnan fyrir Creative Associates. Hann lýsti því yfir að hann þyrfti að fá greidd laun fyrir vinnu sína og var honum sendur samningur í kjölfarið. Samningurinn var mjög ítarlegur og kvað á um ríkan trúnað við vinnuveitandann. Tvær grímur byrjuðu hins vegar að renna á manninn, sérstaklega eft- ir að hann kynnti sér starfsemi Cr- eative Associates en fyrirtækið hefur margoft verið bendlað við starfsemi sem erlendar leyniþjónustur, og sam- starfsaðilar þeirra, vinna gjarnan. Í erlendum fréttamiðlum hef- ur til dæmis komið fram að Creati- ve Associates hafi verið með starf- semi í Afganistan og Pakistan og er nafn þess oft tengt við Blackwater, fyrirtæki sem Dick Cheney, fyrrver- andi varaforseti Bandaríkjanna, stýr- ir. Í einni fréttinni segir til dæmis um Creative Associates að það sé „nokk- uð augljóslega tengt CIA“. Áróðursstarfsemi á Kúbu Í byrjun þessa mánaðar voru svo sagðar fréttir af því að Creative Associates hefði staðið fyrir stofn- un kúbverskrar útgáfu af samskipta- miðlinum Twitter á Kúbu. Þessi samskiptamiðill hét ZunZuneo. Samkvæmt erlendum fréttum frá því í byrjun mánaðarins var markmiðið að opna samskiptamiðilinn og með tímanum að reyna að grafa undan yf- irvöldum í Havana með ýmiss konar upplýsingum og reyna að stuðla að aukinni lýðræðisvakningu á meðal íbúa eyjarinnar. Þegar mest lét not- uðu um 40 þúsund Kúbverjar síðuna. Í gögnum um stofnun þessa sam- skiptamiðils sem vísað var til í er- lendum fjölmiðlum sagði meðal annars: „Ekki mun verða minnst með nokkrum hætti á aðkomu banda- rískra yfirvalda.“ Í erlendum fréttum var sagt að aðkoma Creative Associ- ates að stofnun þessa samskiptamið- ils á Kúbu minnti óþyrmilega á kalda stríðið. Fyrirtækið er jafnframt gjarn- an kennt við „soft power“ en með því er vísað til þess að það notar upp- lýsingar og ýmiss konar áróður til að ganga erinda bandarískra stjórn- valda erlendis. Maðurinn sem DV ræddi við um tilraun Creative Associates til að ráða hann í vinnu segist ekki vita af hverju fyrirtækið hafi viljað ráða hann til starfa eða af hverju fyrirtækið hafi áhuga á Íslandi. n Tengslin við Blackwater og CIA Creative Associates hefur oft verið bendlað við Blackwater, öryggisfyrirtæki sem Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stýrir. Ekki er vitað af hverju fyrirtækið vildi seilast til áhrifa á Íslandi. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ekki mun verða minnst með nokkrum hætti á aðkomu bandarískra yfirvalda. É g fékk því aðstoð við að setja traktor og jeppa í veg fyrir rör- in í þeim tilgangi að tefja fyrir,“ segir í tölvupósti frá Kristjáni Þórðarsyni, frænda Ingibjargar Krist- jánsdóttur, þar sem hann ræðir um deilurnar sem komnar eru upp vegna framkvæmda í landi Ingibjargar og Ólafs Ólafssonar fjárfestis í Miðhrauni á Snæfellsnesi. Nágrannar Ingibjargar og Ólafs, Sigurður Hreinsson og Bryndís Guð- mundsdóttir, hafa hafið lagnafram- kvæmdir á jörð þeirra og gengur deilan út á hvort þau hafi aflað tilskil- inna leyfa eða ekki. Sigurður og Bryn- dís telja sig í fullum rétti en ekki Ólafur og Ingibjörg. Tölvupóstur um deiluna hefur gengið á milli íbúa í hreppnum þar sem rætt er um málið og hefur lög- reglan verið kölluð til oftar en einu sinni, meðal annars á þriðjudaginn. DV.is hefur fjallað um deiluna síðustu daga. Í tölvupósti Kristjáns segir orð- rétt: „Á fimmtudagsmorgun var búið að draga jeppann burtu með jarð- ýtu og virtist hann hafa orðið fyrir tjóni. Ég fór því að mynda aðstæð- ur og skoða mögulegar skemmdir. Sú aðgerð virtist fara fyrir brjóstið á Sig- urði og mönnum hans. Þar sem ég stóð við vegkantinn kom hann keyr- andi á jeppanum sínum í átt að mér - mjög ógnandi. Ég hélt á símanum og var með myndbandsupptöku í gangi þegar hann keyrði bílinn það nálægt mér að hann rakst utan í mig. Auðvit- að varð ég skelkaður en benti Sigurði strax á að ég hefði náð þessu á mynd- band og myndi kæra hann fyrir atvik- ið. Það næsta sem ég vissi var að það veittst aftan að mér og einhver reyndi að hrinda mér.“ Umrædd deila virðist því hvergi nærri vera leyst og er hún farin að líkj- ast fæðardeilum í Íslendingasögunum þar sem komið hefur til skemmdar- verka og handalögmála. n ingi@dv.s „Einhver reyndi að hrinda mér“ Deilurnar í Miðhrauni á Snæfellsnesi Kennir munaðar- lausum í Afríku „Malaika-stúlkurnar mættar til okkar til að fara á ströndina og brasa með okkur í dag. Þær eru svo spenntar fyrir sólgleraugum enda sjá þær okkur alltaf með slíkt á nef- inu,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, baráttukona og skólafrömuður, en hún er stödd í Tansaníu þar sem hún og unnusta hennar, Lilja Sig- urðardóttir, reka heimili fyrir mun- aðarlausar stúlkur ásamt fleirum. Ár er síðan Margrét Pála stofnaði heimilið sem er í Dar es Saleem. Þar býr mágkona hennar, Þorgerður Sigurðardóttir, og svili sem eru með henni í verkefninu auk nokkurra Hjallastefnuskóla. Yfir verkefninu vakir verndar- engillinn Mariam Twahir, móðir svila Margrétar Pálu. Í viðtali við DV lýsti Margrét Pála yfir hugsjón sinni. „Það er rík hugsun að baki því að stofna stúlknaheimili. Við ákváðum að taka stúlknaheimili, það er eins og sagt hefur verið, ef þú menntar dreng þá menntar þú karlmann. Ef þú menntar stúlku, þá menntar þú heila fjölskyldu. Ef kona er menntuð, þá mun hún mennta börnin sín og hún mun byggja upp samfélag. Svo er hitt, að stúlkur þurfa meiri stuðning.“ Í þetta sinn njóta þrettán stúlkur á aldrinum 5–14 ára stuðnings Mar- grétar Pálu og til stendur að kenna þeim á tölvur. Margrét Pála hefur hingað til farið í skemmri ferðir til Afríku en hefur lýst yfir draum sínum að flytja þangað alfarið. „Ef ég fengi elskuna mína hana Lilju og dóttur mína með tengda- soninn og öll börnin með mér þá væri ég til í að flytja til Tansaníu á morgun. Á meðan það er ekki, þá læt ég mér duga að fara í styttri heimsóknir. Ég mun án efa búa þarna í einhverja mánuði í fram- tíðinni. Þessar stelpur eru allar komnar inn í hjartað mitt. Þaðan fer ekkert barn sem ég hef annast. Þau eru öll þar.“ Ekki bara Al-Thani Ólafur Ólafsson stendur ekki bara í ströngu fyrir dómstólum heldur líka í Miðhrauni á Snæfellsnesi þar sem nágrannaerjur hafa leitt til afskipta lögreglu. Mynd SIgTRygguR ARI Útgáfa DV Vegna sumardagsins fyrsta á fimmtudag kemur í dag út veglegt helgarblað DV. Blaðið kemur næst út þriðjudaginn 29. apríl. DV óskar lesendum gleðilegs sumars og þakkar ánægjulega samfylgd í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.