Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 53
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Menning 53 myndirnar þurfa ekki að vera nýjar, hæfileikinn liggur helst í því að búa stöðugt til eitthvað nýtt úr því sem er liðið, gamalt. Lífsorka sem bein- ist að því að nota þær upplýsingar sem okkur berast, til þess að skapa úr þeim eitthvað nýtt. Lífseig spurning vísindanna er svo hvort sköpunarkrafturinn er meðfæddur eða lærður, það er sú spurning sem Kári og vísinda- menn DeCode fást við um þess- ar mundir og vísindamenn víða um heim helga sig því að leita svara við þessari spurningu á öðr- um sviðum. Það gerði taugalíf- fræðingurinn Kenneth Heilman og teymi vísindamanna í Corn- ell-háskóla fyrir örfáum árum. Kenneth vildi skoða virkni heila skapandi einstaklinga og komst eins og vísindamenn DeCode að því að hvað varðar taugar heil- ans eru heilarnir frábrugðnir heila annarra. Minni tengsl – meiri sérhæfing Í heilanum á okkur eru tveir helm- ingar sem kallast vinstra og hægra heilahvel. Hvort hvel um sig stjórn- ar andstæðum hluta líkamans. Hægra heilahvelið sendir til dæm- is hreyfiboð til vinstri hluta lík- amans. Boð frá skynfærum berast einnig fyrst til andstæðs heilahvels. Sjónboð frá vinstra sjónsviði berast fyrst til hægra heilahvels. Heilahvelin vinna þó ekki hvort í sínu lagi heldur senda þau skila- boð sín á milli. Skilaboðin fara um hvelatengslin. Tengslin eru gerð úr svonefndri heilahvítu sem er mynduð úr mýldum taugaþráð- um. Í rannsókn Kenneth kom fram að rithöfundar, listamenn og tónlistarmenn voru með minni hvelatengsl en aðrir hópar sem teymi Kenneth rannsakaði. Dró teymið þá ályktun að vegna minni tengsla þróaði hvert heilahvel með sér sterkari sérhæfingu og hæfileikann til hugarflæðis. Hugarflæði nýtist vel í skap- andi hugsun, þar sem margar hug- myndir kvikna með því að rann- saka marga misjafna möguleika. Heili Alberts Einstein Albert Einstein trúði því einnig að það væri nytsamlegt að skilja hlutverk heilans þegar kemur að sköpunarmættinum og skildi að til þess þyrfti að rannsaka sér- staklega heila skapandi fólks. Hann vissi reyndar að hann sjálfur myndi reynast verðugt rannsókn- arefni og gaf því heilann á sér til rannsókna áður en hann lést. Heili Alberts var krufinn en því mið- ur týndist meirihluti sýnanna og voru því aldrei greind. Sá litli hluti sýna sem varðveittist var rannsak- aður af Marian C. Diamond og vísindateymi hennar sem greindi frá því að sýnið úr heila Einsteins innihéldi minna af taugafrum- um en aðrir heilar og lægju þéttar saman. Þá voru í heila hans meira af fylgifrumum, sem geta endur- nýjað sig (sem taugafrumur geta ekki). Niðurstöðurnar voru birt- ar í Lancet-læknatímaritinu árið 1999. Sænskir læknar rannsaka tengsl geðsjúkdóma og listhneigðar Þá hafa sænskir læknar á Karol- inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi rannsakað tengsl sköpunarmátt- ar og geðsjúkdóma. Niðurstöð- ur þeirra styðja vel við erfðarann- sóknir DeCode því einstaklingar með geðhvarfasýki sóttust frekar eftir því að starfa við skapandi listir en aðra atvinnu. Uppgötv- unin kemur alls ekki á óvart og er í fullu samræmi við ævisög- ur frægra skapandi einstaklinga á borð við Churchill, Virginiu Woolf, Beethoven og Hemingway sem öll sýndu merki um geðhvarfasýki. Það sem kemur á óvart í rann- sókn Karolinska sjúkrahússins er að ættingjar þeirra sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma á borð við geðhvarfasýki og geðklofa eru meira skapandi en meðaleinstak- lingurinn. Jafnvel þótt þeir veikist aldrei. Genin virðast því liggja sem leyndur hlekkur þar á milli. n Með náðargáfu? Sá allra mest skapandi Heilinn í Albert Einstein reyndist frábrugðinn öðrum heilum í samanburði. S jaldan hafa jafn margir haft það jafn gott í einu þjóðfé- lagi og í Svíþjóð 7. áratugar- ins og Monica Z. er ekki síst áhugaverð vegna umgjarðar- innar. Stundum minnir hún á mann- eskjulegri Mad Men, þar sem krakk- ar ganga um með sígarettubakka í veislum, passað er upp á að láta alla keyra vinstra megin, en Ísland og Sví- þjóð voru síðustu lönd Evrópu (utan Bretlands og Írlands) til að taka upp hægri umferð. Monica Z. var ein skærasta stjarna þessara gullnu ára, tónlistin er hin skemmtilegasta og Cornel- is Vreeswijk, Ingmar Bergman og grínistarnir Hasse og Tage koma fyrir. Undir þessu glæsta yfirborði er Monica sjálf þó heldur ósympat- ísk persóna og er það höfundum til tekna að draga ekkert undan, hún er drifin áfram af metnaði en skeytir lítið um fólkið í kringum sig. Persón- an er borin uppi af Eddu Magnason, sem stafar þvílík útgeislun af að mað- ur skilur vel að allir falli fyrir henni. Mótleikari hennar er Sverrir Guðna- son, sem fyrst sást í áramótaskaup- inu árið 1989. Gallinn er að samband Monicu við föður sinn er sett í forgrunn, sem er heldur mikil einföldun. Monica vill stöðugt hefna sín á pabba fyrir að leyfa henni ekki að klifra í trján- um sem barn, en í raun stórslasaði hún sig einmitt við það og var kvalin alla ævi. Þessu er sleppt en í staðinn er áhersla lögð á hve erfitt var fyrir hana að fá núll stig í Eurovision. Þó tókst henni, eins og Daníel Ágústi síðar, að komast yfir það áfall. Hvað sem því líður fer Monicu Z. létt með að sjarmera áhorfendur. n Sjarmerandi Manneskjulegri Mad Men Öðruvísi heili Rannsókn Kenneth í Cornell leiddi í ljós að heilar þeirra sem eru skapandi eru öðruvísi en þeirra sem eru minna skapandi. Ákveðið svæði heilans er minna að umfangi og öðruvísi samsett. n „Meðlimir í hinum ýmsu samtökum listamanna eru líklegri til að hafa breytanleika sem fylgja geðklofa og geðhvörfum,“ segir Kári Stefánsson Monica Z Persónan er borin uppi af Eddu Magnason, sem stafar þvílík útgeisl- un af að maður skilur vel að allir falli fyrir henni. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmynd Monica Z IMDb 7,1 Leikstjórn: Per Fly Aðalhlutverk: Edda Magnason, Kjell Bergqvist og Sverrir Guðnason Handrit: Peter Birro Sýnd í Bíó Paradís og Laugarásbíó 111 mínútur K ristnir menn fögnuðu fyr- ir nokkrum dögum upp- risu Jesú Krists, sem fyr- ir tæpum 2000 árum reis upp frá dauðum eftir þrjá daga í gröfinni. Í ágúst verða 37 ár liðin frá því Elvis Presley lést á postulínshásæti sínu á baðherbergi Graceland. Minna bólar á endur- komu hans, þótt báðir eigi enn að- dáendur sem geta varla beðið. Sumum finnst sem dýrkun- in á Elvis fari stundum ansi nálægt trúarbrögðum, og bæði Kristur og Elvis voru kallaðir kóngar þó af al- múgafólki væru. En í stað þess að drekka blóð hans og éta líkama á táknrænan hátt fara fylgjendur hans í gervi konungs síns. Fæstir dauðlegir menn geta litið úr eins og Elvis gerði á velmektarárum sínum á 6. áratugnum, en blessunarlega varð hann æ mannlegri þegar á leið. Myndarleg hamborgaravömb spillir ekki fyrir, það eina sem þarf er að setja á sig hárkollu (því fáir hafa hið þykka, svartlitaða hár kóngs- ins), sólgleraugu og klæðast hvítum samfestingi. Allir vita samstundis hver er ákallaður, og þannig verða til svartir Elvisar og hvítir, stórir og litlir, karlkyns og kvenkyns. Elvis-eftirhermurnar eiga sér sína eigin sögu. Ein sú fyrsta var Andy Kaufman, sem brá sér í gervið áður en kóngurinn sjálfur lést. En er aðdáunin á Elvis raun- veruleg trúarbrögð? Mark Gottdi- ener, prófessor við New York-há- skóla, hefur fjallað um fyrirbærið og kallar Elvis „The Other Jesus“. Elvis er hin holdlega útgáfa hins guð- lega Krists. Ef Kristur höfðar til and- ans, þá höfðar Elvis til líkamans. Dr. Raymond Moody, sálfræðingur í Georgíu, telur hins vegar að ekki sé um trúarbrögð að ræða. Hins vegar hafi fylgjendur Elvisar geng- ið í gegnum hefðbundið sorgarferli þar sem fyrst tekur við sjokk, þá þráhyggja fyrir hinum látna og loks afneitun. Hverfandi líkur eru á að Elvis muni birtast okkur aftur og stíga á svið, að minnsta kosti í þessu lífi. En í millitíðinni má sjá ásjónu hans í Eldborgarsal Hörpu næstu tvö kvöld, þar sem kónginum verður varpað á skjá með aðstoð nýj ustu tækni og hljómsveit hans frá Las Vegas-árunum hinum síðari daga heilögu spilar undir. n Er Elvis guð? Eftirherman má allt Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Raunveruleg trúarbrögð Ef Kristur höfðar til andans, þá höfðar Elvis til líkamans. MynD LouISE HAywooD-ScHIEfER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.