Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 23.–28. apríl 201420 Fréttir í bát og þá eiga þeir það til að sökkva. Ég var samt mjög hræddur og í raun búinn að undirbúa mig fyrir það að þetta gæti farið á versta veg. Ég hélt ég myndi drukkna í sjónum. Ég man að við fengum teppi og vorum beðin um að tala ekki við aðra farþega. Þetta var í september þannig að það var ekki svo kalt. Þarna var einn frá Eritreu og annar frá Nígeríu að mig minnir en ferðin tók tvo daga.“ Á Ítalíu beið trukkur eftir þeim. Jamous borgaði 700 evrur fyrir ferðina til Noregs. Hann sat ásamt fimm öðrum á flótta á palli flutn- ingabílsins. „Ég vissi ekkert um Evrópu. Ég skildi ekki tungumálið sem bílstjórarnir töluðu. Þeir komu samt vel fram við okkur og færðu okkur mat og svona. Þetta var samt hryllilegur tími, óvissan svo mikil, og stundum þegar ég hugsa til baka þá verð ég andvaka heilu næturnar.“ Jamous stóð síðar aleinn í ókunnu þorpi í Noregi. Hann fann leiðina til Oslóar og sótti þar um hæli árið 2006. Hann fékk síðar vinnu hjá hreingerningafyrirtæki og safnaði sér pening en árið 2011 fékk hann þau skilaboð að hann yrði sendur aftur til Súdan. „Þeir sögðu nei. Þar sem ég hefði verið að læra á Khartoum gæti ég vel falið mig ein- hvers staðar þar.“ Í kjölfarið ákvað hann að flýja til Kanada en var stöðvaður á flugvellinum í Keflavík. Í háskólanámi Eftir vistina í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og á gistiheimilinu Fit fór Jamous að fylgjast með at- vinnutilboðunum í blöðunum. „Ég hef alltaf verið þessi týpa sem fer á bókasöfnin og les blöðin. Einn daginn sá ég auglýsingu frá hrein- gerningafyrirtækinu sem ég vann fyrir í Noregi og ég spurði íslensk- an vin hvað þetta væri. Hann sagði mér að þeir væru að auglýsa eftir manni í vinnu og daginn eftir fór ég til þeirra. Ég sagði þeim að ég væri með reynslu, sýndi þeim pappíra frá Noregi, og þeir réðu mig í vinnu.“ Síðar skráði hann sig í nám við Háskóla Íslands en þar hefur hann nú numið ensku í eitt ár. Hann fer í skólann á morgnana en vinnur frá fjögur og fram eftir kvöldi. „Ég bið ekki um neitt. Ég sé um mig sjálf- ur og þigg ekkert frá ríkinu. Ég bið bara um að ég geti verið öruggur.“ Jamous segist hafa kynnst frábæru fólki hér á landi og að margir þeirra hafi reynst honum afar vel. „Fólkið hér er frábært og það skiptir engu hvert ég fer, mér finnst allir taka mér eins og ég tilheyri hópnum. Þetta gerir mig hamingjusaman.“ Hann hefur aðra sögu að segja af þeim stofnunum sem fara með hælis- umsókn hans. „Mér líður eins og ég hafi látið líf mitt í hendurnar á ein- hverjum og ég veit ekki hvað hann hyggst gera við mig.“ Það sé eins og lögreglan, Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið kjósi að horfa fram hjá þeirri stöðu sem hann sé sannarlega í. „Gat ekki borðað ...“ „Þau skilja ekki hvernig er kom- ið fyrir mér og þau afgreiða bara pappírinn fyrir framan sig. Eins og til dæmis þegar ég fór á fundinn þar sem mér var sagt frá því að ég yrði sendur úr landi. Maðurinn þar sagði strax við mig að hann ætlaði ekki að rökræða ákvörðunina við mig, bara kynna mér hana. Og hvað gat ég sagt? Ef þetta er það sem þið viljið gera þá er það allt í lagi. En ég þarf á því að halda að einhver þarna sýni mér að honum sé ekki sama. Að hann segi jafnvel: Mér þykir það leitt ... Bara að maður finni að það sé mennska á bak við ákvörðunina en ekki einhver vél. Ef ég sé einhvern sem þarf á hjálp að halda þá hjálpa ég honum. Við erum manneskjur. Við erum með heila. Við erum ekki dýr. Við höfum gildi. Ég bið um það eitt að komið sé fram við mig eins og manneskju.“ Hann segir erfitt að hugsa til þess að hann hafi verið á flótta í sjö ár og að nú eigi að senda hann aft- ur til baka. „Stundum hugsa ég að það væri kannski best ef ég fengi dauðadóm um leið og ég kæmi aftur til Súdan. Það væri gott fyrir mig að losna við þetta þjáningarlíf. Að vera alltaf í viðtölum hjá lögreglunni eða Útlendingastofnun upp á von og óvon. Þetta er samt flókið og stund- um hugsar maður til fjölskyldunn- ar heima en ...“ Jamous byrjar að tala á tungumáli sem blaðamaður skilur ekki, eins og í einhvers konar örvæntingu og ráðaleysi yfir stöðu sinni, áður en hann heldur áfram: „Eins mikið og mig langar til þess að lýsa því fyrir þér hvernig mér líð- ur raunverulega þá get ég það ekki, það er svo erfitt, skilurðu, stundum, eins og í gær, þegar ég var að borða, ég fór sérstaklega úr skólanum til þess að fá mér morgunmat, þá hr- ingdi lögfræðingurinn í mig og hún sagði að næsta þriðjudag myndum við fara á lögreglustöðina til þess að fá að heyra ákvörðunina, og ég gat ekki borðað, ég henti matnum mínum, samt var ég mjög svangur, skilurðu, hún hringdi bara til þess að láta mig vita að það væri von á ákvörðuninni en ég gat ekki borð- að ...“ n „Stundum hugsa ég að það væri kannski best ef ég fengi dauðadóm um leið og ég kæmi aftur til Súdan „Þegar ég heyrði fréttirnar brast hjarta mitt og ég grét bara vegna þess að öll þessi ár sem ég hef ver- ið á flótta komu aftur til mín Dæmdur fyrir samsæri S. Shawkan er 32 ára gamall maður frá Írak. Hann starfaði sem grafískur hönnuður í heimalandinu og tók þátt í pólitísku andófi gagnvart þarlendum stjórnvöld- um og bandaríska hernámsliðinu. Síðar var hann dæmdur fyrir samsæri gegn stjórnvöldum. /barnshafandi ( í Hjartarverndarhúsinu ) Gleðilegt sumar! Mesta úrval af meðgöngu - og brjóstagjafafatnaði Nýjar vörur vikulega! Frí heimsending opið virka daga 11-18 laugardaga 12-17 www.tvolif.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.