Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 51
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Sport 51 Þess vegna var Moyes rekinn n David Moyes rekinn frá United n Árangurinn í tölum n Eftirminnileg ummæli H ið óumflýjanlega gerðist loksins á þriðjudag þegar David Moyes, knattspyrn- ustjóri Manchester United, var látinn taka pokann sinn eftir lélegt gengi liðsins í vet- ur. Ryan Giggs mun taka við starf- inu út tímabilið, eða þar til nýr stjóri verður fundinn. Manchester United situr í 7. sæti ensku úrvalsdeildar- innar og eftir 2-0 tap gegn Everton á páskadag varð endanlega ljóst að liðið mun ekki leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Möguleikar liðsins á sæti í Evrópudeildinni eru einnig svo gott sem úr sögunni. Meistaradeild – í versta falli Margir bjuggust við því að erfitt yrði fyrir David Moyes að taka við starfi knattspyrnustjóra af Sir Alex Fergu- son sem lét af störfum eftir síðustu leiktíð. Svartsýnustu stuðnings- menn United reiknuðu með því að liðið yrði í versta falli í baráttu um 3. til 4. sætið sem þó gæfi þátttöku- rétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. United vann deildina heima fyrir sannfærandi á síðustu leik- tíð og því engin ástæða til að ætla annað en að liðið yrði í toppbar- áttu. Fljótlega varð þó ljóst að margt þyrfti að breytast til að liðið næði því markmiði. United byrjaði tímabil- ið ágætlega með 4-1 útisigri gegn Swansea. Í kjölfarið fylgdu leik- ir gegn Chelsea, Liverpool, Crystal Palace og Manchester City og var uppskeran úr þeim leikjum aðeins 4 stig. United var því með 7 stig eftir fyrstu fimm leikina. Viðvörunarbjöllur hringdu snemma Hinn 28. september tapaði liðið sínum fyrsta heimaleik á tímabil- inu þegar WBA kom í heimsókn og í næsta heimaleik þar á eftir gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Sout- hampton. Viðvörunarbjöllur voru farnar að hringja á Old Trafford. United lék sinn besta leik á tímabilinu hinn 27. nóvember þegar liðið valtaði yfir Bayer Leverkusen, 5-0, á útivelli í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. Eftir þann leik fylgdu þó þrír leikir í deildinni þar sem United tókst ekki að vinna; jafntefli úti gegn Tottenham og töp Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Arftakinn n Nokkrir knattspyrnustjórar hafa verið orðaðir við United eftir að liðið tilkynnti að Moyes væri hættur. Louis van Gaal virðist vera efstur á blaði en greint hefur verið frá því að forráðamenn United hafi þegar hitt hann og rætt málin. Hér eru þeir fimm sem helst hafa verið nefndir en að auki má nefna að Sir Alex Ferguson er hreint ekki ólíklegur arftaki samkvæmt veðbönkum. Louis van Gaal Starf: Landsliðsþjálfari Hollands Aldur: 62 ára Helstu afrek: 7 deildartitlar í Hollandi, Þýskalandi og á Spáni, Meistaradeildin með Ajax 1995. Jürgen Klopp Starf: Stjóri Borussia Dortmund Aldur: 46 ára Helstu afrek: Þýskalandsmeistari 2011 og 2012 Diego Simeone Starf: Stjóri Atletico Madrid Aldur: 43 ára Helstu afrek: Bikarmeistari á Spáni 2013, sigur í Evrópudeild 2012 Carlo Ancelotti Starf: Stjóri Real Madrid Aldur: 54 ára Helstu afrek: Sex deildartitlar á Englandi, Ítalíu og í Frakklandi Antonio Conte Starf: Stjóri Juventus Aldur: 44 ára Helstu afrek: Ítalskur meistari 2012 og 2013 heima gegn Everton og Newcastle í byrjun desember. Á þeim tíma- punkti var ljóst að eitthvað mikið var að í herbúðum United. Árangur liðsins batnaði ekki mikið eftir ára- mót. Liðið vann sigra gegn liðum sem voru neðar í deildinni en átti í erfiðleikum gegn sterkari liðum eins og Liverpool, Chelsea, Manche- ster City og Everton, en leikurinn gegn þeim síðastnefndu á páskadag reyndist vera banabiti Moyes. Liðið féll auk þess snemma úr leik í bik- arkeppnunum; tapaði heima gegn Swansea í 3. umferð bikarkeppn- innar og í vítaspyrnukeppni gegn lágt skrifuðu Sunderland-liði í und- anúrslitum deildabikarsins. Meistaradeildin ljós punktur Eini ljósi punktur United á tímabil- inu er árangurinn í Meistara- deildinni sem var á heildina litið ágætur. Liðið vann sinn riðil og komst í 16 liða úrslit þar sem Olympiacos var lagt af velli, naum- lega þó. Í 8 liða úrslitum mætti United einfaldlega betra liði, Bayern München, sem hafði samanlagð- an 4-2 sigur af hólmi. Hvort bjartari tímar taki við hjá United með nýjum knattspyrnustjóra skal ósagt látið, en ljóst er að nýs knattspyrnustjóra bíður krefjandi verkefni. n David Moyes í orðum David Moyes lét nokkur undarleg ummæli falla í starfi sínu hjá United – ummæli sem fóru illa í marga stuðningsmenn sem töldu að með þeim væri Moyes ekki starfi sínu vaxinn. Hér eru nokkur þeirra.„Ég held að þetta sé erfiðasta byrj- un Manchester United í tuttugu ár. Ég vona að það sé ekki vegna þess að Manchester United vann deildina sann- færandi síðasta tímabil að leikirnir í byrj- un séu erfiðari.“ → Moyes áður en tímabilið hófst um erf- iða leikjaniðurröðun í byrjun móts. United mætti Manchester City, Chelsea og Liver- pool í fyrstu fimm leikjunum.„Ég veit ekki hvað við þurfum að gera til að vinna. Við spiluðum vel í dag.“ → Moyes eftir 2-1 tap gegn Stoke í febrúar sem var áttunda tap liðsins í deildinni.„Staða þeirra í deildinni gefur til kynna að þeir séu betri en við og mögulega koma þeir hingað sem líklegra liðið. Liverpool er að spila vel og við þurf- um að gera allt sem við mögulega getum til að vinna þá.“ → Moyes fyrir heimaleikinn gegn Liverpool í mars. United steinlá, 3-0.„Við spiluðum gegn góðu liði sem er á þeim stað sem við þurfum að reyna að komast á.“ → Moyes eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Manchester City.„Ég held að ef Sir Alex hefði stýrt liðinu á þessu tímabili hefði tímabilið einnig orðið erfitt fyrir hann. Hópurinn er eldri en hann var í fyrra og ég held að þetta hefði orðið erfitt tímabil fyrir hvern sem er.“ → Moyes fyrir heimaleikinn gegn Aston Villa í lok mars. Undir stjórn Moyes ... ... tapaði United bæði heima og úti gegn Everton, gamla liði David Moyes, í fyrsta skipti frá tímabilinu 1969/70. ... tapaði United bæði heima- og útileikjum gegn Everton og Liverpool sem hafði aldrei áður gerst í sögu úrvalsdeildarinnar. ... tapaði United bæði heimaleiknum gegn Manchester City og Liverpool sem hafði aldrei áður gerst í sögu úrvalsdeildarinnar. ... tapaði United heimaleik gegn Swansea sem hafði aldrei gerst áður. ... tapaði United þremur leikjum í röð sem hafði ekki gerst síðan 2001. ... tapaði United heima fyrir Newcastle sem hafði ekki gerst síðan árið 1972. ... tapaði United deildarleik gegn Stoke sem hafði ekki gerst síðan 1984. ... tapaði United heima gegn WBA sem hafði ekki gerst síðan 1978. ... féll United úr keppni strax í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar sem gerðist aðeins einu sinni á 26 árum undir stjórn Sir Alex Ferguson. ... mistókst United að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti frá árinu 1995. ... fékk United fæst stig í sögu félagsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar (jafnvel þótt tímabilinu sé ekki enn lokið). „Á þeim tíma- punkti var ljóst að eitthvað mikið var að í herbúðum United Árangur Moyes Leikir: 51 Sigrar: 27 Jafntefli: 9 Töp: 15 Sigurhlutfall: 52,94% Búið spil David Moyes er ekki lengur knattspyrnustjóri Manchester United.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.