Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Fréttir 15
n Gerðu heimildarmynd um meðferðarúrræði n Hefur fylgst með baráttu litlu systur
hún væri búin að gefast upp og
væri tilbúin til þess að taka því
ef hann myndi deyja. Ég var ekki
tilbúin til þess að sleppa tökum
á honum og sat ein uppi með
ábyrgðina.
Svo þegar hann fór loks í með
ferð þá fékk hann ekki að fara
þangað sem hann vildi fara held
ur var hann sendur aftur í úrræði
sem hann vildi ekki fara í og taldi
ekki henta sér. Þannig að hann fór
aftur út eftir nokkra daga og aftur
í neyslu.“
Finna fyrir fordómum
Þær segja mikilvægt að fylgja
þessum börnum mun betur eft
ir en nú er gert. Börnin þurfi líka
að fá tækifæri til þess að snúa við
blaðinu. „Við berum ábyrgð gagn
vart þessu unga fólki. Það hjálp
ar ekki að tala niður til þeirra eða
gera lítið úr þeim. Unga fólkið
sem við töluðum við sagðist hafa
mætt fordómum sem gerðu því
erfitt fyrir að koma undir sig fót
unum,“ segir Sædís.
Laufey bendir á að það vilji
enginn enda í þessari stöðu. „Það
fæðist enginn með það markmið í
lífinu að verða dópisti sextán ára.
Það er litið á vímuefnaneyt
endur sömu augum og glæpa
menn. Ein stelpan sem við töluð
um við sagði að hún hefði komið
úr meðferð með betra sjálfstraust
en áður. Það reyndist henni hins
vegar erfitt að fá vinnu því það
höfðu birst fréttir af afglöpum
hennar í neyslu. Með tímanum
missti hún vonina og fór aftur í
sama gamla farið. Fólk var búið að
ákveða að hún væri bara dópisti
og aumingi vegna fortíðarinnar, í
stað þess að gefa henni tækifæri
og hjálpa henni að koma undir sig
fótunum.
Það er mikilvægt að við förum
að viðurkenna þessi vandamál
sem vandamál. Að þetta sé ekki
afgreitt sem einhver óþægindi
eða leiðindi.“ n
Eyða meira en Íslendingar í útlöndum
n Jákvæð þróun í kortaviðskiptum n Ferðamenn strauja kortin sem aldrei fyrr
K
ortavelta útlendinga hér á
landi í mars síðastliðnum
nam 6.744 milljónum króna,
sem er 29 prósent hærri fjár
hæð í krónum talið en þeir eyddu í
mars í fyrra. Þetta kemur fram í töl
um sem Seðlabanki Íslands birti í
síðustu viku og Greining Íslands
banka vitnar til á vef sínum.
Á sama tíma nam kortavelta Ís
lendinga í útlöndum 6.221 milljón
króna og var kortaveltujöfnuður,
sem er kortavelta útlendinga hér á
landi að frádreginni kortaveltu Ís
lendinga í útlöndum, þar með já
kvæður um 523 milljónir króna. Í
frétt Greiningar Íslandsbanka kem
ur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem
útlendingar eyða meiru hér á landi
en Íslendingar í útlöndum í mars
mánuði. Til samanburðar má nefna
að í mars í fyrra var kortaveltujöfn
uður neikvæður um 617 milljónir
króna og árið þar á undan neikvæð
ur um 1.879 milljónir króna. „Ofan
greind þróun er framhald af þeirri
þróun sem átti sér stað á fyrstu
tveimur mánuðum ársins, og hafa
erlendir ferðamenn náð að strauja
kortin sín fyrir rúma 18,4 milljarða
króna nú á fyrsta fjórðungi ársins. Á
sama tímabili nemur kortavelta Ís
lendinga í útlöndum 17,7 milljörð
um króna og er kortaveltujöfnuður
jákvæður um sem nemur 708 millj
ónum króna.“
Greining Íslandsbanka segir að
vart þurfi að benda á að hér sé um
afar jákvæða þróun að ræða, ekki
síst í ljósi þess að netviðskipti Ís
lendinga telji orðið ansi drjúgt
í kortanotkun þeirra á erlendri
grundu. „Ekki þarf að fjölyrða um
hversu mikilvæg þessi þróun er fyrir
gjaldeyrisflæði til og frá landinu, sér
í lagi þar sem verðþróun á útflutn
ingsvörum Íslands var óhagstæð á
síðasta ári.“ n einar@dv.is
Ferðamenn Erlendir ferðamenn eyddu meira í marsmánuði hér á landi en Íslendingar í
útlöndum. Það hefur ekki gerst áður í marsmánuði.
Morðingi Hinriks
loksins fyrir dómi
n Jermaine segist hafa skotið í sjálfsvörn n Ættingjar segja biðina erfiða
Þ
etta hefur verið ómann
eskjuleg bið,“ segir aðstand
andi Kristjáns Hinriks Þórs
sonar, sem lést í skotárás
í Tulsa í Bandaríkjunum
laugardaginn 8. september 2012.
Réttarhöld yfir morðingja Hinriks,
eins og hann var alltaf kallaður,
hófust á mánudag þegar valdir voru
kviðdómendur en sjálf réttarhöldin
og vitnaleiðslur hefjast í dag,
miðvikudag.
„Þetta hefur hvílt mjög þungt á
okkur. Hann kemur auðvitað aldrei
aftur en þetta eru síðustu kaflarnir
í þessu máli,“ segir fjölskyldumeð
limurinn í samtali við DV. Hann seg
ist kvíða réttarhöldunum og býst við
því að þetta verði erfitt ferli.
Skaut tíu sinnum
Hinrik lést, sem áður sagði, í skotárás
sem gerð var á bifreið þar sem hann
var farþegi. Bílstjóri bifreiðarinnar,
John White, lést einnig í skotárásinni.
Hinrik var aðeins átján ára gamall
og átti að útskrifast úr bandarískum
menntaskóla vorið 2013.
Jermaine Jackson, sem er 19 ára
gamall, hefur játað að hafa orðið
Hinrik og John að bana. Fyrst ját
aði hann en kvaðst ósakhæfur vegna
geðrænna erfiðleika. Hann hefur nú
breytt vörn sinni og segist hafa skot
ið á bílinn í sjálfsvörn, en alls skaut
hann tíu skotum. „Þetta var þannig
að þeir mættu honum þegar þeir
voru að keyra frá heimili Hinriks út
á bensínstöð,“ segir aðstandandinn.
„Jermaine fannst þeir keyra eitthvað
nálægt sér, of nálægt. Jermaine elti
þá þess vegna hlaupandi og þegar
þeir voru komnir nærri bensínstöð
inni hleypti hann af tíu sinnum.“
Hann segist eiga erfitt með að
skilja hvernig hægt sé að bera við
sjálfsvörn við þessar aðstæður. „Það
er fimm mínútna hlaup hið minnsta
að bensínstöðinni. Ég skil ekki þessa
vörn,“ segir hann.
Miklar tafir
Málið hefur tafist nú í langan tíma.
Jermaine var handtekinn hinn 12.
september 2012 en hann hafði þá
reynt að flýja yfir til Arkansas, sem er
næsta ríki við Oklahoma. Hann mun
hafa fengið peninga frá móður sinni,
hafa rakað sig og fór huldu höfði um
tíma. Móður Jermaine snerist hins
vegar hugur og lét son sinn vita að
hún myndi sjálf vísa lögreglunni á
hann ef hann gæfi sig ekki fram.
Hann var handtekinn og ákærð
ur fyrir morðið. Málið hefur dregist
töluvert og hefur fjölskyldan beðið
lengi eftir því að aðalmeðferð þess
hefjist. „Hann hefur fengið alla þá
fresti sem hann fær,“ segir aðstand
andinn.
Hann segist kvíða því að sitja í
réttarsalnum. „Ég hef aldrei setið
dómsmál. Þarna verður maður líka
að halda ró sinni, má ekki gráta eða
láta í sér heyra sama hvað geng
ur á því það getur haft áhrif á kvið
dóminn. Þetta verður ekki auðvelt
en okkur finnst mikilvægt að vera
þarna,“ segir hann.
Hinrik átti talvert stóra fjölskyldu
í Bandaríkjunum sem ætlar að fylgj
ast með og mun móðir hans með
al annars bera vitni. Aðstandandi
Hinriks segir saksóknara hafa ver
ið duglegan að veita fjölskyldunni
upplýsingar en líkur eru á því að
saksóknarinn muni krefjast þess að
Jermaine Jackson sitji af sér tvo lífs
tíðardóma án skilorðs. Fái hann slík
an dóm verður hann í fangelsi það
sem eftir er. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Kristján Hinrik
Hinrik var farþegi í bifreið
sem Jermaine Jackson
hóf skotárás á.
Jermaine Jackson
Aðstandendur Hinriks
segja biðina hafa ver-
ið erfiða, Jackson hafi
fengið alla þá fresti
sem mögulegt var að
veita honum.
„Þetta hefur
hvílt mjög
þungt á okkur