Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 23.–28. apríl 201442 Lífsstíll Unaðsreitur á jörð F á lönd eru eins ljúf heim að sækja og Taíland. Landið er bæði fjarlægt og framandi, menningin allt önnur en við eigum að venjast á norður- hjaranum. Þar fer saman einstök gestrisni fólks og einstakt loftslag og úr verður unaðsreitur á jörð. Það er sama hvað þig langar til að gera, þú finnur það í Taílandi. Fjöldi Íslendinga hefur nýtt sér þessa paradís á jörðu og dvelja margir langdvölum þarna í Austur- Indíum á meðan aðrir skutlast bara í fáar vikur. Útlendingar ánetjast SS-pylsum Það verður flestum mikil upplifun að koma til Asíu í fyrsta skipti og ekki laust við að allir ættu að stefna á að koma þar við að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Ís- lendingarnir eru dreifðir um allt land upp til sveita og í bæjum og þorpum um allt. Langflestir eru þó á Pattaya eða þar í grennd, segja má að þessi ferðamannaborg sé miðstöð alls Íslendingasamfélags í landinu. Sveitamennirnir koma þang- að reglulega til að eiga spjall við vini og kunningja sem hægt er að ganga að vísum á nokkrum stöð- um í borginni. Til dæmis er haldið úti pylsubar þar sem seldar eru ís- lenskar SS-pylsur, með SS-sinnepi og öllu því sem Íslendingar eru vanir. Þeir félagar Friðrik Þorbergs- son og Sigurður Ingi Lúðvíks- son bjóða upp á margt annað að borða og flest að drekka á barn- um sínum. Fróðlegt er að sjá hvað útlendingarnir sífellt ánetjast SS- pylsunum þannig að það eru ekki bara Danir sem verða háðir þeim. Hjálpar fólki í vandræðum Á daginn hittist landinn gjarnan á ströndinni eða við langborðið á Nirun Condo hvar fjöldi Íslendinga býr og tveir Íslendingar leigja út íbúðir og mótorhjól. Þetta íbúða- hótel státar af 2.400 íbúðum og er því þorp út af fyrir sig. Þar er hægt að leigja herbergi allt frá 25.000 ís- lenskum krónum á mánuði. Sig- urður Pálsson, kallaður Siggi body, á þar hátt á annan tug íbúða sem hann leigir út auk þess að hjálpa fólki af öllu þjóðerni með vega- bréfsáritanir og annað slíkt sem krefst þekkingar á taílenskum lög- um en þó ekki síst góðra tenginga við stjórnkerfið. Sumir segja að hann sé eins konar bæjarstjóri í Nirun og svo mikið er víst að mikið er til hans leitað af fólki sem komið er í vandræði með einhverja hluti. Úða í sig skordýrum Eitt sem einkennir landið og kem- ur flestum ánægjulega á óvart er fjölbreytt framboð á mat enda mat- sölustaðir á hverju horni og vagn- ar á götum úti þar sem fólk selur manni eitthvað í svanginn. Matar- menning Taílendinga er hrein dásemd. Sjávarfangið er hreint lostæti líkt og annað sem boðið er upp á. Nánast er gerður matur úr öllu sem náttúran gefur af sér. Sumt er ekki aðlaðandi fyrir augað en er fullkomlega í lukku þegar bragðað er á því. Einhverra hluta vegna lét ég skordýrin alveg eiga sig en vinir mínir úðuðu þessu snakki í sig sem ekkert væri. Vinsælastar voru djúp- steiktar engisprettur og svo sem margt fleira sem við eigum ekki að venjast hér í landi hrútspunga og sviðahausa. Fallegustu konur heims? En Taíland er meira en bara Patt- aya, höfuðborgin Bangkok er þess virði að taka sér nokkra daga til að skoða sig um. Hægt er að fara í síkjasiglingar sem eru engu líkar, gamli fljótamarkaðurinn er merki- legt verslunartorg á bátum. Þar er allt falt og ferðamenn geta látið róa með sig um svæðið og gert góð kaup í alls konar. Ég brá mér í sigl- ingu og naut leiðsagnar miðaldra leiðsögumanns og eitt af því sem hann taldi Taílandi til tekna var að þar væru fallegustu konur heims. Enskur ferðamaður sem sat hjá mér hallaði sér að mér og sagði þetta einkenna vanþróuð lönd, að þau þættust öll eiga fallegustu konurn- ar. Mér varð hugsað heim. Rómantík og framandi umhverfi Næturmarkaðurinn í PatPong er einn af skemmtilegustu mörkuð- um landsins og gaman að ráfa þar um, stutt í næturlífið sem er ein- hver mesti suðupottur heimsins og hefur allt að bjóða sem nokkrum getur látið sér detta í hug að finna í einni borg. Einn vinsælasti staður ferða- manna er að skoða brúna yfir Kwai-fljótið sem búið er að skrifa um bækur og búa til um bíó- myndir. Þetta er talinn einn róm- antískasti staður landsins og því að vonum að hann sé vinsæll hjá fólki sem vill njóta rómantíkur og framandi umhverfis. Boðið er upp á lestarferð yfir brúna og um nágrennið með hundgamalli lest sem hefur gengið þarna um í áratugi. Margt er með sömu um- merkjum og var þegar myndin Brúin yfir Kwai-fljótið var tekin, til dæmis stendur GMC-trukkurinn þarna enn þá. Boðið er upp á gistingu í frum- stæðum bambuskofum á fljótinu og notalegt að láta fljótið rugga sér í svefn í hinni fullkomnu kyrrð sem þar ræður ríkjum, allt þar til að birtunnar er von og búdda- munkar hefja daginn með því að kyrja. Það er dásamlegt að vakna og fara inn í nýjan dag hlaðinn orku munkanna. Borg tamdra kvenna Norður í landi eru borgir á við Chang Mai sem eru eftirsóttar af ferðafólki sem leitar rólegheita, enda ljúft að dvelja þarna í kaffiræktarhéruðun- um. Á þessu svæði er varla sá strá- kofi að ekki sé selt þar kaffi sem mað- ur heldur í hverjum skúr að hljóti að vera besta kaffi í heimi. Þar er líklega besti og skemmtilegasti næturmark- aður landsins. Þar er landslag með því fallegasta sem gerist og margt að sjá úr fjöllum sem mæld eru í þús- undum metra. Tamdir fílar sýna list- ir á einum stað og tamdar konur með hálshringi á öðrum. Reyndar er mælt með að láta vera að borga inn í þorpið með tömdu konunum sem fluttar eru frá Búrma til að vera til sýnis í litlu þorpi sem búið var til sem leiksvið utan um þær. Meira að segja Sam- einuðu þjóðirnar hafa reynt að fá þessum „mennska dýragarði“ lokað en taílensk yfirvöld hafa verið treg til vegna teknanna sem eru af þessum sýningargripum. Land hinna þúsund brosa Mikið er af eyjum með fram strönd- um Taílands. Á eyjum þessum er lífið rólegra en á ferðamannastöð- unum uppi á landi. Þær eru um- flotnar svo tærum og hreinum sjó að kristall sýnist helst sem kámað gler í samanburði. Mjög eftirsótt er að læra köfun á þessum eyjum og sækir fólk frá öllum löndum í nám í þessum tæra sjó sem sólin lýsir upp þannig að útsýni í kafi er lengra og meira en fólk hefur áður séð. Þeir sem tök hafa á ættu ekki að láta fram hjá sér fara að heim- sækja sveitir landsins, þar kemst maður í kynni við hið raunveru- lega Taíland, land hinna þúsund brosa. Allir taka gestum fagnandi og binda gjarnan hamingjubönd um úlnlið þeirra til að ferðin megi heppnast sem best og fólk njóti velvilja Búdda. Í sveitinni strit- ar fólk á ökrum fyrir ótrúlega lág laun og því ekki að furða að fólk þar reyni að finna sér maka frá öðr- um löndum í von um betra líf fyr- ir sig og sína. Það er ekki lítill kjark- ur sem konur sýna þegar þær taka sig upp úr afskekktu sveitinni sinni og fara jafnvel á hrollkalda eyju norður undir heimskautsbaug til að finna sér nýtt líf. Sápurnar í sjónvarpinu hafa sýnt þeim að líf- ið hjá hvíta fólkinu er bara leikur frá morgni til kvölds. Sem betur fer verða sumar hamingjusamar í nýja landinu, aðlagast og ná að hjálpa fátæku fjölskyldunni sinni sem enn berst við akrana sem gjarnan eiga til að vera óvissir vegna flóða eða þurrka. Þarna á landbúnaðurinn ekki neina sjóði, hvað þá flottustu hótel landsins. Margir tengja Taíland við vændi Allt of margt fólk tengir Taíland við vændi eitt og sér. Auðvitað er heil- mikið um vændi þar eins og svo víða í öðrum löndum. Vændið í Taílandi er frábrugðið því sem er í Evrópu, þar með talið Íslandi, að því leyti að vændiskonurnar eru að leita sér að framtíð, þær bíða eftir að detta í lukkupottinn, bíða eftir að lukkan færi þeim mann sem tekur þær með sér í dýrð fjarlægðarinnar en margar verða fyrir sárum og djúpum von- brigðum þegar þangað er komið. Mýta með miðaldra karla Það er líka þekkt mýta að einungis miðaldra og gamlir karlar ferðist til Taílands. Þangað fer fólk á öllum aldri, konur og karlar, hjón og pör og flest kemur þetta fólk aftur því það er með Taíland eins og brenni- vínið að það sleppir ekki þeim sem það hefur einu sinni náð tökum á. Asía er heimur sem allir ættu að kíkja á og Taíland er örugglega það land sem léttast er að heimsækja af Asíulöndum. Það er mikil villa sem sumar íslenskar konur segja að það sé eitthvað „krípí“ við að fara í þessa paradís sem allir ættu að heimsækja. n ritstjorn@dv.is n Skordýrasnakk, fegurð, tamdir fílar og konur, vændi og draumar um betra líf Guðmundur Sigurðsson hefur ferðast mikið um Taíland. Hér segir hann okkur frá sinni reynslu af landinu. Í ferðum sínum hefur hann kynnst ótrúlegri fegurð landsins og góðmennsku íbúa. En Taíland á sér líka skuggahliðar sem fela í sér vændi, tamda fíla og borg hinna tömdu kvenna. „Þeir sem tök hafa á ættu ekki að láta fram hjá sér fara að heimsækja sveitir lands- ins, þar kemst maður í kynni við hið raunveru- lega Taíland, land hinna þúsund brosa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.