Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Side 31
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Fólk Viðtal 31 sé karlremba. Ég er af þessari kyn­ slóð þar sem karlinn fékk heitan mat eftir vinnu en konan var heima með börnin. Mín kynslóð er svolítið þannig en það hefur ekkert með virðingarleysi að gera. Með árun­ um hef ég þroskast og í dag vaska ég upp og elda – þótt ég sé af gamla skólanum þannig séð.“ Giftur æskuástinni Oddur hefur rekið fyrirtæki sitt í tæp 30 ár. Hann er giftur Margréti Hörpu Þorsteinsdóttur og börnin eru þrjú, Helga Mjöll, Halldór og Júlía Þóra. Margrét Harpa er æsku­ ástin hans og eina konan í hans lífi. „Hún tók við af mömmu. Ég var bara 16 ára þegar við byrjuðum saman. Ég hitti hana í Hlíðarbæ 27. september 1975. Við höfum verið saman síðan. Hún var 17 ára og hef­ ur húsbóndaárið fram yfir mig. Brúðkaupsdagurinn okkar er 14. september en 27. er alltaf okkar dagur. Þá geri ég eitthvað skemmti­ legt fyrir hana og okkur. Hún er besti vinur minn og hefur alla tíð verið.“ Spurður um leyndarmál svo farsæls hjónabands nefnir hann virðingu. „Við berum virðingu fyr­ ir hvort öðru og svo erum við hæfi­ lega ólík. Hún er barnbesta kona sem ég hef nokkru sinni hitt, svo ægi­ lega hlý og góð við börn. Við töl­ um stundum um það, að öll þessi ár hef ég aldrei orðið leiður á henni né hún á mér. Ég fer aldrei út úr húsi án þess að kyssa hana bless. Þá hoppa ég í kringum hana og kyssi og kjassa. Við erum eins og smákrakkar og öll okkar rifrildi eru um það hver byrjaði. Svo förum við aldrei ósátt að sofa og kyssumst alltaf góða nótt. Það er ekkert sniðugt að vera svona; að mega aldrei af hvort öðru sjá,“ segir hann, brosir og bætir svo við: „Ég fer alltaf heim í hádeginu, tek mér einn og hálfan tíma í mat, svona eins og gömlu karlarnir. Hún vinnur til eitt og þá hittumst við. Ef við hittumst ekki þá erum við pott­ þétt búin að hringja í hvort annað fyrir tvö. Ég er svo heppinn. Það eru lífs­ gæði að eiga svona góðan maka. Hún skapar mig og börnin okkar. Ég er bara svo ánægður að hafa fundið hana áður en hún komst í bæinn og sá alla hina strákana og mér finnst ég ekki hafa misst af neinu þótt ég hafi alltaf verið með sömu konunni. Það eru frekar hinir sem hafa misst af einhverju. Ég skil ekki hvað við vorum heppin að guð lét okkur hitt­ ast.“ Hann segir að þrátt fyrir alla hamingjuna rífist þau. „Við þrös­ um mikið. Stundum hefur okkur dottið í hug að krakkarnir muni eft­ ir þessu þrasi en vonandi höfum við verið góð fyrirmynd. Við erum stolt af krökkunum okkar og finnum að okkur hefur tekist vel með þau. Þótt við rífumst hefur ekkert rifrildi staðið lengur en í klukku­ stund. Við förum aldrei í nokkurra daga fýlu og hvorugt okkar hefur nokkurn tímann farið út af heimil­ inu og skellt á eftir sér. Mér finnst hún bara æðisleg.“ Hættur að gráta og hlæja Þegar þetta er skrifað eru Oddur og Margrét í reiðhjólaferð um Evrópu. Hjónin hjóla meðfram Dóná, frá Passau í Þýskalandi til Vínarborgar. „Ferðalög eru okkar sameiginlega áhugamál. Við fórum til Slóveníu í fyrra þar sem við leigðum okkur hjól og urðum ástfangin af hjólreiðum. Þegar við komum heim keyptum við okkur reiðhjól og höfum not­ ið þess að hjóla innanbæjar síðan,“ segir Oddur sem var mikill íþrótta­ maður á yngri árum enda liðtæk­ ur handboltamaður sem spilaði með ekki minni stjörnum en Alfreð Gíslasyni og Sigurði Sveinssyni. „Ég hætti í boltanum út af flughræðslu. Frá 1982 til 2005 flaug ég ekkert. Flughræðslan var undirrót allra erf­ iðleika í mínu lífi,“ segir Oddur sem þjáðist einnig af ofsakvíða í mörg ár. „Ég er ekkert feiminn við að tala um þetta enda myndi ég ekki fela það ef ég væri fótbrotinn. Ég var brot­ inn innan í mér. Ég hef alltaf verið duglegur að leita mér hjálpar enda sýnir lífshlaup mitt að það er ekki til neitt í mínum orðaforða sem heitir uppgjöf. Frá árinu 1994–2002 var ég á geðlyfjum. Geðlyf eru góð fyrir þá sem þurfa en ég var ekki sáttur. Mér fannst ég svo flatur. Mér fannst ég ekki elska konuna nógu heitt og mér fannst ég ekki elska börnin mín nógu mikið. Ég var hættur að hlæja og hættur að gráta.“ Hann segir kvíðann líklegast hafa kviknað þegar hann var barn. „Ég hef alltaf verið með kæfisvefn en eftir 1994 fór ég að fitna og þá fór ég að hrjóta meira og sofa minna. Þannig held ég að þessi kvíði hafi byrjað. Ég var hættur að hvílast og ég held að ég hafi fengið tauga­ áfall af þreytu,“ segir hann og bætir við að honum hafi tekist að ná tök­ um á kvíðanum. „Ég hef alltaf ver­ ið huglaus og er það enn þá. Ég fer til dæmis aldrei í óvissuferð án þess að fá að vita hvert ég er að fara. En þetta er ekki vandamál lengur – og var aldrei vandamál þannig lagað. Kvíðinn hafði aldrei áhrif á vinnuna eða pólitíkina. En þetta var mjög erfitt. Líka fyrir fólkið mitt og sér­ staklega konuna. Stundum var allt svart – mér leið svo illa og var alveg orkulaus. Mér leið eins og ef mað­ ur ímyndar sér að vera staddur í ókunnugu húsi í kolniðamyrkri að reyna að þreifa sig áfram og einhver hrekkir mann; viðbragðsstöðvarnar voru alltaf í botni. Ég var svo orku­ laus og ég gat ekki gengið út í búð og til baka. Orkan var engin. Ég var eins og gamalt batterí – ég reyndi að hlaða mig en hlóðst aldrei.“ Eini með reynslu Þrátt fyrir stórsigur í síðustu kosn­ ingum segist hann ekki í eina mín­ útu hafa horft hýru auga á bæjar­ stjórastólinn. „Ég hef tvö prinsipp í pólitík. Annars vegar að vera ekki tengdur flokkunum fyrir sunnan og hins vegar að ráða bæjarstjóra. Bæj­ arstjórinn á að vera bæjarstjóri allra Akureyringa, ekki bara L­listans. Ég er lýðræðislega sinnaður og það er bara ekki rétt hjá þeim sem halda að ég ráði öllu.“ Athygli vakti að Oddur var sá eini í hreina meirihlutanum sem hafði reynslu í bæjarpólitík og hann viðurkennir að það hafi verið krefj­ andi. „Ég var með meiri reynslu en allir til samans og þetta var heljar­ innar vinna. Starfsmenn bæjarins hjálpuðu okkur og Eiríkur bæjar­ stjóri hjálpaði líka. Maður þurfti að koma öllu þessu nýja fólki inn í öll mál. Þetta er bara eins og að byrja á hverjum öðrum nýjum vinnustað. Við unnum vel saman í fjögur ár og nú kann þetta fólk þetta. Þetta er búið að vera eins og að kenna barni að hjóla með hjálpardekk, það end­ ar á því að þú sleppir. Þau eru orðin hæf án mín.“ Spólandi stjórnarandstaða Hann tekur fyrir að hann sé að færa sig yfir í landspólitíkina. „Ef ég hefði áhuga á því væri ég búinn að því. Ég hef fengið næg tækifæri því allir flokkar hafa haft samband við mig á einhverjum tímapunkti. Ég hef ekkert sérstaklega mikið álit á Alþingi Íslendinga. Að mínu mati ættu alþingismenn, sama í hvaða hópi þeir standa, að læra leikreglur lýðræðisins. Það sem þarf að laga er minnihlutinn, stjórn­ arandstaðan, sama hvaða. Hún stendur öllu fyrir þrifum á Íslandi. Í stað þess að viðurkenna leikreglur lýðræðisins spólar stjórnarandstað­ an í einhverju sem skiptir ekki máli. Ég starfa ekki svona. Þegar ég var í minnihluta og meirihlutinn gerði eitthvað sem mér fannst gott greiddi ég með því atkvæði. Það vantar á Alþingi að menn vinni með þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar á lýð­ ræðislegan hátt. Svo er Alþingi ekki á Akureyri. Ég myndi kannski hugsa mig um ef menn væru til í að færa þingið hingað norður svo ég gæti búið hér áfram.“ Ósammála en ekki hálfvitar Aðspurður segist hann meðal annars hreyknastur af Vaðlaheiðar­ göngum og fríum almenningssam­ göngum. „Ég er mest stoltur af því að hafa skrifað pólitíska sögu Akur­ eyrar. Þegar L­listinn bauð fram fyrst var það fyrsta sérframboðið sem náði manni inn í bæjarstjórn. Við lifðum af kjörtímabilið en það hefur fæstum sérframboðum á Akur eyri tekist. Svo fengum við hreinan meirihluta. Ég er líka stoltur af því að hafa verið í fararbroddi nýrra vinnu­ bragða og hafa tekist að draga frá­ bært og hæfileikaríkt fólk að stjórn­ málunum – að færa bæjarmálin aðeins nær fólkinu. Þetta eru ekki bara gamlir karlar í reykfylltum her­ bergjum – þótt ég hafi oft saknað þess að geta reykt inni. Mín hugsjón er sú að þótt ein­ hver sé ekki sammála mér þarf hann ekki endilega að vera hálfviti, að menn beri virðingu fyrir hver öðr­ um og séu óhræddir við að taka upp góða hugmynd þótt hún sé kom­ in frá andstæðingunum. Um þetta mun ég eyða heilum kafla í þegar ég skrifa ævisögu mína.“ Þykir vænt um bæinn Hann viðurkennir að eiga eftir að sakna pólitíkurinnar. „Þetta nei­ kvæða kemur bara í fjölmiðlum. Ég hef eignast gífurlega mikið af góð­ um vinum og starfað með frábæru fólki. Bæjarfulltrúarnir eru mínir félagar. Mér fellur vel við þá alla og mér hefur fundist það há mér hvað mér fellur of vel við þá því þá beiti ég mér ekki alveg í botn. Ég vil ekki að vinum mínum líði illa. Það er undir sjálfum mér kom­ ið hvort fjarvera úr bæjarstjórninni eigi eftir að skapa tómarúm í mínu lífi. Sem ungur maður taldi ég mig latan en í dag held ég frekar að ég sé vinnusjúkur. Samt sem áður get ég hangið heilu dagana án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Mér leiðist aldrei. Kannski fer ég bara að sofa betur eða bara ligg með tærnar upp í loft. Svo er ég heppinn með konu, börn, vini og fyrirtæki og starfsfólk. Ég geri líka ráð fyrir að þótt ég sé hættur þá verði ég eitthvað viðloð­ andi pólitíkina. Mig langar til þess að halda áfram að fylgjast með bæj­ armálunum. Mér þykir enn þá vænt um bæinn minn. Framtíðin verður æðisleg. En samt kvíði ég henni líka af því að ég veit ekki hvað hún ber í skauti sér. Við förum að verða tvö eftir í kotinu og ég ætla bara að njóta þess að vera til. Ég lít sáttur til baka, það er ekk­ ert sem ég er ekki sáttur við. Auðvit­ að bölva ég stundum yfir því hvað ég er pínulítið yfir kjörþyngd en gagn­ vart mínum pólitíska ferli get ég í einlægni sagt að ég eigi engan óvin. Ég finn meira fyrir þakklæti. Ég geng sáttur í burtu.“ n Ung og ástfangin Oddur var 16 ára þegar hann féll fyrir 17 ára fegurðardís. Mynd Úr EinkaSafni nýgift Oddur Helgi segist aldrei fara út úr húsi nema kyssa eiginkonuna bless. Mynd Úr EinkaSafni Hjón Oddur Helgi er kvæntur Margréti Hörpu Þorsteinsdóttur. Mynd Bjarni EiríkSSon Handboltakappi Oddur Helgi var á fullu í handbolta en varð að hætta þar sem hann þorði ekki að fljúga. Mynd Úr EinkaSafni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.