Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 25
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Fréttir Erlent 25
Greiða fúlgur fyrir
falskar niðurstöður
E
inkalæknastofur í Afríkurík-
inu Úganda selja skjól-
stæðingum sínum fölsuð
heilbrigðisvottorð und-
ir borðið sem sýna að þeir
séu ekki smitaðir af HIV. Þetta gera
HIV-smitaðir einstaklingar til að
eiga meiri möguleika á að fá vinnu.
Hefði ekki fengið vinnu
Catherine Byaruhanga, fréttamað-
ur BBC í Afríku, fjallaði ítarlega um
málið á dögunum. Hún og kollegar
hennar hjá BBC vörðu nokkrum
vikum í Afríkuríkinu til að rannsaka
málið. Á ferð sinni um landið hitti
Catherine meðal annars unga HIV-
smitaða konu, sem er ein þeirra
fjölmörgu sem hafa keypt sér falskt
heilbrigðisvottorð. „Ég varð að sýna
fram á að ég væri ekki smituð. Ef ég
hefði látið verðandi vinnuveitand-
ann hafa rétt heilbrigðisvottorð
hefði ég aldrei fengið vinnu,“ seg-
ir unga konan sem kölluð er Sarah.
Sarah er einstæð móðir og þarf
á vinnu að halda til að geta dregið
björg í bú. „Ég þarf á peningunum
að halda. Ég þarf þetta starf fyrir
barnið mitt,“ segir konan sem kem-
ur ekki fram undir réttu nafni af
ótta við að missa vinnuna.
12 af 15 gáfu falskt vottorð
Í Úganda eru HIV-smitaðir litn-
ir hornauga. Fréttamenn BBC fóru
í leynilegan leiðangur á einka-
læknastofur höfuðborgarinn-
ar, Kampala, þóttust vera HIV-
smitaðir og beindu því til lækna
að þeir þyrftu á fölsku vottorði
að halda til að sýna í atvinnuleit
sinni. Í Kampala eru hundruð
lítilla einkarekinna læknastofa.
Það er skemmst frá því að segja
að af fimmtán læknastofum sem
heimsóttar voru reyndust tólf vera
reiðubúnar að láta af hendi falskar
niðurstöður. Á einni læknastofunni
var meinatæknir tregur til að láta
falskar niðurstöður af hendi. Út-
skýrði hann að hann ætti á hættu
að fara í fangelsi ef upp um hann
kæmist. Að lokum féllst hann þó
á að láta niðurstöðurnar af hendi
gegn greiðslu sem samsvarar 2.300
krónur. Meðalmánaðarlaun í Úg-
anda eru um 40 þúsund krónur.
Í frétt BBC kemur fram að vott-
orðin séu eins raunveruleg og þau
gerast; með stimpli frá læknastof-
unni og undirskrift meinatæknis-
ins eða hjúkrunarfræðingsins sem
framkvæmdi skoðunina.
Góður árangur Úganda
Úganda hefur hingað til verið þekkt
sem það ríki í Afríku sem náð hefur
einna bestum árangri í baráttunni
gegn HIV. Fyrir tuttugu árum var
einn af hverjum fimm smitaður af
HIV í Úganda. Árið 2005 var hlutfall
smitaðra aðeins 6,3 prósent en árið
2012 hafði það aukist aftur, eða upp
í 7,2 prósent. Þessi aukning hefur
orðið til þess að opna augu stjórn-
valda fyrir því að baráttunni gegn
HIV er hvergi nærri lokið þótt góð-
ur árangur hafi náðst. Fólk er hvatt
til að láta prófa sig og jafnvel forseti
landsins, Yoweri Museveni, og eig-
inkona hans, hafa tekið HIV-próf
fyrir opnum tjöldum. Hugmyndin
er sú að ef, og þegar, fólk kemst að
því að það sé HIV-smitað fái það
viðeigandi meðferð og fræðslu til
að koma í veg fyrir að dreifa sjúk-
dómnum. En fordómarnir fyrir
sjúkdómnum gera það að verkum
að margir eru hræddir við að láta
prófa sig.
60 prósent upplifa útskúfun
Í könnun sem gerð var af samtökum
Úgandamanna með HIV kom fram
að um 60 prósent HIV-smitaðra hafa
upplifað útskúfun af einhverju tagi
vegna sjúkdóms síns. Í umfjöllun
BBC kemur fram að af samtölum við
HIV-smitaða að dæma vilji vinnu-
veitendur ekki ráða HIV-smitaða
í vinnu vegna ótta við vinnufram-
lag sjúklinga. Vinnuveitendur spyrji
sig: Af hverju að ráða HIV-smitað-
an einstakling þegar þú getur feng-
ið fullkomlega heilbrigðan einstak-
ling í vinnu?
Kemur ekki á óvart
Að lokum kemur fram í umfjöllun
BBC að fréttaliðið hafi farið á fund
með Ruhakana Rugunda, heilbrigð-
isráðherra Úganda, og hann hafi
fengið að sjá umfjöllunina. Hann
viðurkennir að yfirvöld gætu gert
meira til að stöðva útgáfu falskra
heilbrigðisvottorða. „Þetta kemur
mér ekki á óvart. Engu að síður er
þetta áskorun fyrir yfirvöld að horf-
ast í augu við vandamálið,“ sagði
hann við BBC. Hann sagði enn
fremur að lögreglan hafi fengist við
einhver mál, en slík mál væru ekki
fyrir lögregluna að eiga við. Beindi
hann þeim tilmælum til vinnuveit-
enda að koma jafnt fram við alla,
HIV-smitaða eða ekki. Engin lög eru
þó í landinu sem banna útskúfun
HIV-smitaðra. Mannréttindasam-
tök og samtök HIV-smitaðra óttast
þó að aðgerðir yfirvalda í baráttunni
gegn HIV gætu aukið á útskúfun og
neikvæða umræðu um HIV-smit-
aða. Fyrir liggur frumvarp um að
refsa þeim sem dreifa sjúkdómnum.
220 milljarðar á áratug
Bandaríkin fjármagna að stærstum
hluta baráttuna gegn HIV í Úganda,
en á undanförnum áratug hefur um
tveimur milljörðum Bandaríkja-
dala, 220 milljörðum á núverandi
gengi, verið varið í hana. Sendi-
herra Bandaríkjanna, Scott DeLisi,
segir að Úgandamenn hafi sjálfir
eftir lit með því að fjármununum sé
rétt varið. Hann segist þó ekki geta
tryggt það að hluti þeirra hafi runnið
til læknastofa, þeirra sömu og gefa
út fölsk heilbrigðisvottorð. n
„Ef ég hefði látið
verðandi vinnu-
veitandann hafa rétt
heilbrigðisvottorð hefði
ég aldrei fengið vinnu.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Læknastofa Tólf af fimmtán
læknastofum sem BBC heim-
sótti voru reiðubúnar að láta
fölsk vottorð af hendi.
Kemur ekki á óvart Ruhakana Rugunda heilbrigðisráðherra segir að það komi sér í raun
ekki á óvart að hægt sé að nálgast fölsuð læknisvottorð.
Tekur yfir samfélagsmiðla
Safnar brjósta-
höldurum
Kínverskur karlmaður, sem hef-
ur það einkennilega áhugamál
að safna brjóstahöldurum, ætlar
að opna safn þar sem haldararn-
ir verða til sýnis. Maðurinn sem
um ræðir heitir Chen Qingzu og
er 45 ára heilbrigðisstarfsmaður.
Er hans hlutverk meðal annars
að fræða konur um hættur
brjóstakrabbameins.
Safnið hans er nú um fimm
þúsund brjóstahaldarar í öllum
regnbogans litum. Þrátt fyrir að
eiga stórt og mikið safn er Qingzu
hvergi nærri hættur að safna en
hann hefur sett markið á tíu þús-
und stykki. „Sumum vina minna
finnst áhugamál mitt held-
ur undarlegt en það finnst mér
ekki,“ segir hann.
Yfirvöld í þorpinu þar sem
Qingzu býr íhugar að láta hann
hafa húsnæði undir safnið – án
endurgjalds.
Fimm dæmdir
til að deyja
Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur
dæmt fimm manns til dauða fyr-
ir aðild þeirra að þremur sjálfs-
morðssprengjuárásunum í höf-
uðborginni Riyadh í maí 2003.
Þrjátíu og sjö aðrir voru dæmd-
ir í þriggja til þrjátíu og fimm
ára fangelsi. Alls 39 manns létu
lífið í árásunum en markmið
árásarmannanna, sem tengdust
al-Qaeda, var að koma á óstöðug-
leika í landinu.
Engar ferðir
upp Everest í ár
Nepalskir sherpa-leiðsögumenn
hafa aflýst öllum ferðum upp
Everest það sem eftir er ári eftir
mannskæðasta snjóflóð í sögu
fjallsins.
„Við áttum langan fund í dag
og við ákváðum að hætta öllum
fjallgöngum út árið til heiðurs
fallinna félaga okkar. Allir sherp-
ar eru sameinaðir í þessu,“ seg-
ir Tulsi Gurung leiðsögumað-
ur í samtali við fréttaveitu AFP í
grunnbúðum Everest.
Þriggja sherpa er enn saknað
eftir snjóflóðið.
Ingólfur Axelsson og Vilborg
Arna Gissurardóttir eru um þess-
ar mundir í grunnbúðum Ever-
est. Til stóð að þau myndu halda
á tindinn en snjóflóðið setti strik í
reikninginn. Vilborg var að íhuga
stöðu sína en Ingólfur var stað-
ráðinn í að fara á tindinn. Nú
hafa allir sherpar hins vegar aflýst
ferðum sínum.
n HIV-smitaðir í Úganda útskúfaðir n Fá ekki vinnu og útvega falskt vottorð