Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 23.–28. apríl 201452 Menning Með náðargáfu? R annsóknir á erfðum hafa löngum haft að markmiði að einblína á sjúkdóma. Það vakti því athygli þegar DeCode tilkynnti um rann- sókn á listhneigð og listsköpun. Til- gangur rannsóknarinnar er að afla gagna sem munu gera rannsak- endum kleift að skilgreina erfða- breytileika sem eru ekki sjúkdóms- valdandi eða hamlandi í daglegu lífi heldur varpa mögulegu ljósi á hina miklu breidd áhugasviða og hæfileika sem fyrirfinnst meðal einstaklinga. Ein af birtingarmynd- um þessa er listhneigð og listsköp- un á mismunandi sviðum sem talin er liggja í ættum. Fjölmargir listamenn hafa fengið boð um þátttöku í rannsókninni og sýnist sitt hverjum. Mikilvægi hennar er hins vegar margslungið eins og hér verður rakið. Listhneigð og líffræði Kári Stefánsson segist ekki geta rætt ítarlega um rannsóknina að svo stöddu og því verða lesendur DV að sætta sig við styttri og einfaldari útgáfuna: „Og er það ekki vegna minnar eðlislægu geðvonsku,“ segir hann og hlær. „Við getum ekki tjáð okkur mikið um rannsóknina áður en niðurstöð- urnar eru birtar í vísindatímariti.“ Hann segir þó í lausum dráttum frá þeirri hugsun sem liggur að baki. „Skapandi einstaklingar eru skap- andi vegna þess að þeir hugsa öðru- vísi og eru með annars konar tilf- inningar en fólk almennt. Það sama má segja um fólk sem er með geð- sjúkdóma, það hugsar einnig öðru- vísi og hefur öðruvísi tilfinningar en aðrir,“ segir hann og segir frá því að oftsinnis áður hafi menn vilj- að leggja þessa eiginleika að jöfnu, sköpunarkraftinn og geðveikina. Krafturinn sem fleytir samfélaginu áfram Hann nefnir að ýmsir eiginleikar mannsins eigi sér bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Það sé ekki síður gildi í því að rannsaka þær jákvæðu. „Það er staðreynd að til þess að vera skapandi þarftu að geta hugsað á annan máta en aðrir. Þú þarft að geta hugsað út fyrir boxið. Við get- um tekið svo til orða að ef þú yfir- gefur boxið um morgun, þá er ekki víst að þú eigir afturkvæmt í það um kvöldið. Það er því mjög áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hin- ir ýmsu eiginleikar mannsins geta bæði verið jákvæðir og neikvæðir. Geta verið gagnlegir fyrir samfélag- ið en hættulegir fyrir einstaklinginn. Vegna þess að sköpunargáfan er forsenda þess að samfélagi okkar fleyti áfram. Hins vegar er ekki ólíklegt að til þess að þessi sköpunarmáttur haldi áfram að vera til í okkar sam- félagi, þá gjaldi einstaklingar fyrir það. Og þá á ég við þá einstaklinga sem erfðu þetta frávik frá venjulegri hugsun sem leiddi til þess að þeir þróuðu með sér geðsjúkdóma. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig á því stendur að þetta erfist saman í fjölskyldum. Og höf- um verið að leita að stökkbreyting- um eða breytanleika í erfðamenginu sem hafa annars vegar áhrif á hætt- una á geðsjúkdómum og hins vegar aukið líkurnar á sköpunarmætti.“ Með öðruvísi heila Nú þegar hafa verið birtar niður- stöður áfanga rannsóknarinnar í vísindatímaritinu Nature er viðvík- ur þessum frávikum. „Við birtum stóra grein í tímaritinu Nature fyrir nokkrum vikum þar sem við sýnd- um fram á stökkbreytingar sem að tífalda líkurnar á geðklofa. Ný- gengni eða tíðni á geðklofa í okk- ar samfélagi eru um eitt prósent, þannig að þeir sem eru með þessa stökkbreytingu eru með tíu sinnum meiri líkur á að fá geðklofa en annað fólk. En hins vegar eru um 90 pró- sent þeirra með stökkbreytinguna sem fá ekki geðklofa. Við spurðum spurningarinnar, hugsar þetta fólk öðruvísi en annað fólk? Við sýnd- um fram á að já, þetta fólk hugs- ar öðruvísi. Við gerðum mjög ná- kvæmar rannsóknir á því hvernig þetta fólk hugsar. Gerðum alls kon- ar greindarpróf á þessu fólki og það hugsar öðruvísi en fólk almennt í samfélaginu, og það sem meira er, við sýndum fram á með því að taka segulómun af heila þessa fólks að margt af því er með heila sem er öðruvísi í laginu.“ Listamenn og líkur á breytanleika gena Kári lýsir í örfáum orðum þeim áfanga sem nú fer í hönd án þess að fara í saumana á honum. „Nú erum við að leggja lokahönd á rann- sókn þar sem við sýnum fram á að meðlimir í hinum ýmsu samtökum listamanna eru líklegri til að hafa breytanleika sem fylgja geðklofa og geðhvörfum almennt. Þannig að við erum að sýna fram á að þetta geng- ur ekki bara saman í fjölskyldum heldur á rætur í sams konar líffræði. Það er að segja, geðhvörfin og geð- klofinn annars vegar og sköpunar- mátturinn hins vegar.“ Hænuskref í átt að skilningi Þetta er mjög merkilegt. Þó að margt af því fólki sem við rekumst á í til- verunni sé heldur ómerkilegt þá er þessi dýrategund svo merkileg,“ seg- ir hann gráglettinn. „Það sem er merkilegast við þetta allt saman er að heilinn er það líffæri sem við skiljum hvað minnst en er á sama tíma það líffæri sem skilgreinir okkur sem dýrategund og einstakling innan dýrategundar- innar. Heilinn er líffæri meðvitund- ar. Meðvitundin er með tvo þætti, annars vegar samspil svefns og vöku og hins vegar innihald með- vitundar sem er hugsun og tilfinn- ingar. Við höfum ekki hugmynd um það hvernig heilinn býr til hugsun og við höfum ekki hugmynd um það hvernig heilinn býr til tilfinningar. Við getum ekki einu sinni skilgreint hugsanir og tilfinningar. Hvernig eigum við þá í ósköpunum að skilja sjúkdóma sem fyrst og fremst hafa áhrif á gang hugsana og tilfinn- inga? Mér finnst þess vegna svo spennandi að vera búinn að taka hænuskref í áttina að því að finna út hvernig heilinn hugsar.“ En hvað er skapandi hugsun? Flestir sammælast um að sköp- unarkraftur sé gáfa, kraftur sem ger- ir okkur kleift að setja fram hug- myndir og sýn á lífið með því að nýta okkur tækni eða listform. Hug- Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Spennandi tímar Kári Stefánsson leiðir spennandi rannsókn á listhneigð og tengsl- um við geðsjúkdóma. Mynd SiGtryGGur Ari „Skapandi einstaklingar eru skapandi vegna þess að þeir hugsa öðruvísi og eru með annars konar tilfinn- ingar en fólk almennt. n „Meðlimir í hinum ýmsu samtökum listamanna eru líklegri til að hafa breytanleika sem fylgja geðklofa og geðhvörfum,“ segir Kári Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.