Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 23.–28. apríl 201418 Fréttir Sögurnar Sem ráðuneytið vildi ekki heyra n Þrír menn verða sendir úr landi í vikunni n Óttast pyndingar eða dauða Þ remur mönnum sem sóttu um hæli á Íslandi verður vísað úr landi í vikunni. All- ir óttast þeir að verða pynt- aðir eða drepnir í heima- landinu. Þrátt fyrir að mennirnir hafi verið hér á landi í um tvö ár eða lengur að bíða svara vegna hælisumsókna sinna tóku hvorki Útlendingastofnun né innanríkis- ráðuneytið mál þeirra til efnislegr- ar umfjöllunar. Þannig hafa sögur þeirra ekki verið teknar til skoðunar allan þann tíma sem þeir hafa beðið hér á landi. Þá var ekki tekin af- staða til þess hvort mennirnir væru í raunverulegri hættu í heimalandinu né heldur hvort þeir ættu mögulega rétt á vernd. Þeim verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar- innar sem kveður á um heim- ild eins Schengen-ríkis til þess að senda hælisleitanda aftur til þess Schengen-ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli. Tveir þeirra verða sendir til Noregs og einn til Svíþjóð- ar en þar hefur hælisumsóknum þeirra nú þegar verið hafnað. Þetta þýðir að þeir verða sendir aftur til heimalanda sinna, Íraks, Súdans og Nígeríu, en þar hafa þeir þegar feng- ið að sæta pyndingum og ómann- úðlegri meðferð. Vel gæti farið svo að ákvörðun íslenska ríkisins leiði til dauða einhverra þessara manna. Þeir lýsa aðstæðum sínum á svipað- an hátt. Þeir eiga erfitt með svefn, glíma við mikinn ótta og skilja ekki hvers vegna mál þeirra voru ekki tekin til skoðunar allan þann tíma sem þeir biðu. Innanríkisráðuneytið hefur stað- fest ákvörðun Útlendingastofnun- ar um að vísa beri mönnunum úr landi. Tveir þeirra hafa kært þessa ákvörðun ráðuneytisins en útlit er fyrir að búið verði að senda þá úr landi áður en málin klárast fyr- ir dómstólum. Óljóst er hvort slíkt standist 6. grein mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að allir eigi rétt á viður- kenningu að lögum. Blaðamaður DV hitti mennina þrjá og fékk að heyra sögur þeirra. Sögurnar sem Útlendingastofnun og innanríkis- ráðuneytið vildu ekki heyra. „Ég bið um það eitt að umsókn mín verði tekin til efnislegrar skoðunar. Ann- að er ómanneskjulegt. Þetta er eins konar áfrýjun til ykkar, almennings á Íslandi,“ segir Eze Okafor, þrjátíu ára gamall hælisleitandi sem flúði heimaland sitt, Nígeríu, árið 2011, í samtali við DV. Tárin streyma niður kinnar hans. Hann er nýbúinn að fá fregnirnar. Kristið skotmark „Það var hringt í mig í gær og ég var beðinn um að mæta á fund á lögreglustöðinni. Þar var mér sagt að ég yrði sendur aftur til Svíþjóð- ar. Ég bjóst við einhverju öðru eft- ir að hafa eytt öllum þessum tíma á Íslandi. Hélt að minnsta kosti að mér yrði gefið færi á að málið mitt yrði opnað á nýjan leik hér á landi. Ég hef verið á Íslandi í tvö ár. Ég hef aldrei átt í neinum vandræðum. Ég hef aldrei framið neinn glæp. Það minnsta sem þeir gætu gert væri að taka umsókn mína til skoðunar en þeir tala bara um Dyflinnarreglu- gerðina. Þegar ég heyrði fréttirn- ar brast hjarta mitt og ég grét bara vegna þess að öll þessi ár sem ég hef verið á flótta komu aftur til mín,“ segir Eze titrandi röddu. Eze flúði heimaland sitt árið 2011 eftir að liðsmenn Boko Haram höfðu ráðist á hann og drepið bróður hans í borginni Maiduguri í norð-austur- hluta Nígeríu. Boko Haram-sam- tökin samanstanda af strangtrúuð- um íslamistum sem vilja koma á fót íslömsku ríki. Talið er að liðsmenn samtakanna hafi myrt um tíu þús- und manns á árunum 2002–2013. Samtökin eru meðal annars þekkt fyrir að ráðast á kristna íbúa Níger- íu, sprengja kirkjur, skóla og lög- reglustöðvar. Eze er einmitt kristinn en mennirnir sem voru á eftir hon- um hafi viljað að hann gerðist eins konar uppljóstrari og segði frá felu- stöðum annarra kristinna manna. „Ég neitaði að verða einn af þeim vegna þess að ég er kristinn og að- ferðir þeirra stangast á við orð guðs í biblíunni. Þannig að þeir réðust á okkur og drápu bróður minn.“ Þarf læknisaðstoð Hann sýnir blaðamanni kúlu og skurð framarlega á höfuðkúpunni sem hann fékk eftir að liðsmenn Boko Haram stungu hann. Eze lýs- ir því hvernig höfuðverkirnir koma á þriggja til fjögurra mánaða fresti, svo sterkir að hann er rúmliggj- andi í marga daga. Læknar á Íslandi komust síðar að því að hann væri með æxli í höfðinu þar sem hann fékk aldrei þá aðhlynningu sem hann þurfti í kjölfar árásarinnar. Eze hefur fengið vilyrði fyrir því að hann fái meðferð við kvillum sínum hér á landi. Hann segir lækna hafa sent sérstaka skýrslu á Útlendingastofn- un þar sem þetta hafi verið útskýrt en allt kom fyrir ekki. Það eigi að senda hann úr landi áður en með- ferðin geti hafist. Eins og fyrr segir á að senda Eze til Svíþjóðar en þar hefur umsókn hans um hæli þegar verið hafn- að. Hann kom hingað til lands með Norrænu árið 2012 og hefur síð- an þá kynnst mörgu góðu fólki sem hefur veitt honum mikinn stuðn- ing og hjálpað honum að gleyma fortíðinni. Hann skilur ekki hvers vegna yfirvöld þurftu að taka sér svo langan tíma til þess eins að senda hann aftur til baka. „Hvað hafa þeir eiginlega verið að gera allan þenn- an tíma?“ spyr Eze sem bætir því við að hann sé farinn að líta á suma vini sína sem eins konar fjölskyldu enda hafi þeir hjálpað honum að gleyma því sem gekk á í Nígeríu. „Á meðan ég hef beðið hef ég verið að hitta sálfræðing. Hann hef- ur hvatt mig til þess að gleyma for- tíðinni. Hann hefur minnt mig á að enginn á Íslandi vilji mér neitt illt. En nú á að senda mig til Svíþjóðar þaðan sem ég verð aftur sendur til Nígeríu þar sem líf mitt er í hættu. Ég þekki þessa menn og ég veit að þeir eru enn þá á eftir mér. Ég bið um það eitt að ég fái tækifæri til þess að segja sögu mína. Að mér sé tek- ið sem manneskju en ekki sem töl- um á blaði.“ „Bækur lyganna“ Toshiki Toma er prestur inn- flytjenda á Íslandi. Hann þekkir Eze og hefur verið honum til halds og trausts síðustu ár. „Hann er mér eins og andlegur faðir. Hann hef- ur hjálpað mér og veitt mér mikinn stuðning, beðið með mér, og gefið mér styrk,“ segir Eze um samband þeirra Toshiki áður en sá síðar- nefndi grípur inn í: „Það sem gerði mig mjög hryggan var að sjá að það er enginn rökstuðningur fyrir því hvers vegna það tók svona langan tíma að gefa honum svar. Ef maður les úrskurðinn sér maður að þetta er meira og minna texti sem á við um hvern þann sem getur heyrt und- ir Dyflinnarreglugerðina. Að mínu mati hefðu þeir hæglega getað gef- ið honum þetta svar innan þriggja mánaða,“ segir Toshiki og bætir því við að honum finnist þetta mikil vanvirðing við Eze og brot á mann- réttindum hans. Toshiki þekkir ágætlega til mál- efna hælisleitenda á Íslandi en margir þeirra sækja styrk og stuðn- ing í hann. Hann er á þeirri skoðun að menn eins og Eze, einstæðir og ungir karlmenn á flótta, eigi erfiðara um vik heldur en fjölskyldufólk sem sækir hér um hæli. „Þetta er mín tilfinning. Fólk segir: Hann er lyg- ari. Hann gæti verið glæpamað- ur. Hann er að svindla á kerfinu. Fólk treystir ekki því sem hann seg- ir. Þannig virðast viðhorfin vera. Og kannski eru ekki allir góðar mann- eskjur, og kannski gætu einhverjir verið að svindla á kerfinu en það er einmitt verkefni Útlendingastofn- unar að skoða slíkt í kjölinn,“ segir Toshiki sem bætir því við að stað- reyndin sé sú að hér sé fólk eins og Eze sem þurfi raunverulega á vernd að halda. Það sé hins vegar erfitt þegar yfirvöld kjósi að opna ekki einu sinni á málin. Hann segir Dyflinnarreglu- gerðina henta yfirvöldum vel. Með því að notast við hana sé hægt að varpa ábyrgðinni yfir á önnur ríki. „Þetta er í rauninni mjög gott kerfi og með því að gera þetta svona Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Ég á erfitt með svefn, mér líður hryllilega „Þetta er eins konar áfrýjun til ykkar, almennings á Íslandi Prestur veitir styrk Eze Okafor, þrjátíu ára gamall hælisleitandi sem flúði heimaland sitt, Nígeríu, árið 2011 ásamt Toshiki Toma, presti innflytjenda á Íslandi. Eze segir Toshiki hafa veitt honum mikinn styrk. Myndir Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.