Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 23.–28. apríl 201436 Neytendur V ið tökum þau páskaegg sem ekki seljast í búðunum til baka og endurvinnum þau eins og mögulegt er. Lág- mörkum sóun eins og við mögu- lega getum,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, markaðsstjóri Nóa Síríus, spurður um hvað verði um af- gangspáskaegg að loknum páskum. „Við bræðum súkkulaðið upp og notum það í okkar framleiðslu og höfum okkar ferla í því,“ en vinnslan er ekki ólík því að páskaeggjafram- leiðslunni fyrir páskana sé snúið við. „Þetta er svo lítið magn að þetta er ekki neitt neitt. Þetta er miklu minna en fólk heldur því við reynum að stýra okkar framleiðslu þannig að það kemur alltaf bara mjög lítið til baka,“ segir hann. Kristján Geir segir sölutölur ekki liggja fyrir eftir páskana en hann telur að salan hafi verið svipuð og í fyrra. Í bragðprófi DV á páskaeggjum fyrir þessi jól var hreint súkkulaði- egg frá Nóa Síríus í fyrsta sæti. Krist- ján Geir segir þau algengust. „Egg númer 4 og egg númer 5 eru þau sem við seljum mest af,“ segir hann. Súkkulaðið í eggjunum er rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus og því er það notað í framleiðsluna eftir að hafa verið brætt upp. Kristján Geir segir að vel stýrt gæðaeftirlit fylgist með því að þau egg sem eru endurunnin með þess- um hætti séu í lagi. „Ef við sjáum að það er ekki í lagi þá förgum við því. En það sem fer í gegnum nálaraug- að fer áfram,“ segir hann. n fifa@dv.is Páskaeggin endurunnin hjá Nóa Reyna að stýra vinnslunni þannig að lítill afgangur sé Tímaleysi kostar Með því að bíða fram á síð- ustu stundu með að kaupa inn missa neytendur af tækifærum til að gera góð kaup og skynsam- leg. Vefsíða US News tók saman nokkur atriði þar sem frestun kostar fólk háar fjárhæðir sem forsjálni myndi spara. n Hátíðarvörur Með því að bíða fram á sprengi- dag með að kaupa öskudags- búninga eða Þorláksmessu með að kaupa jólagjafir er miklu lík- legra að enda með því að greiða uppsprengt verð fyrir vörurn- ar. Ef fólk hins vegar skipuleggur þessar hátíðir með ársfyrirvara er hægt að spara háar fjárhæðir með því að kaupa vörurnar á út- sölu strax að hátíðum loknum. n Árstíðabundnar vörur Það gildir það sama um árstíða- bundnar vörur eins og hátíðar- vörurnar. Bestu kaupin eru gerð á útsölum strax að loknu tímabil- inu. Þannig er best að kaupa skíði á vorin og tjöld og grill á haustin. Hér er ágætt að hugsa alltaf hálft ár fram í tímann. n Skottúrar Stutt stopp í hverfisverslunum og sjoppum til þess eins að kaupa tannkrem eða klósettpappír geta hæglega kostað skildinginn því þegar inn í verslunina er kom- ið er margt sem freistar. Til að koma í veg fyrir slíkar gildrur er best að skipu- leggja stórinn- kaup fram í tímann um leið og birgðastaða heimilisins minnkar. n Hraðsendingar Það getur tekið sinn tíma að bíða eftir póstsendingum en þar sem hraðsendingar eru mjög dýrar er best að gera netinnkaup ekki of seint þannig að hefðbundinn sendingartími dugi. n Hraðþjónusta Hraðþjónusta er ekki bara tengd verslun því hraðþjónusta til dæmis á vegabréfi, hreinsun eða tölvuviðgerð kostar sitt. Frekar en að eyða háum fjárhæðum í hraðþjónustu er gott að reyna að sjá fyrir með nægum fyrirvara að þjónustunnar sé þörf og panta hana í tíma. n Dýrar samgöngur Með því að gefa sér ekki nægan tíma í ferðir eykst kostnaður við þær töluvert. Þannig væri hægt að spara sér háan leigubíla- kostnað með því að gefa sér tíma í almenningssamgöngur. Þeir sem keyra hratt og stressað eyða líka miklu meira bens- íni og slíta bílvélinni hraðar en þeir sem taka nægan tíma. Páskaegg Eggið er brætt upp aftur og notað í framleiðslu Nóa Síríus. MynD Sigtryggur Ari JóHAnneSSon Verðsamanburður Hjólbarðaskipti Verkstæði Fólksbíll (stálfelgur) Fólksbíll (álfelgur) Jepplingur Jeppi 30"-32" Jeppi 33"-35" Dekkverk 5000 5000 6000 7000 8000 Sólning 5990 6490 7992 8991 10430 Gúmmívinnustofan 6650 7500 8750 11450 12150 Max 1 6738 7299 7861 12353 13570 Hjólb.verkst.Grafarvogs 6816 7468 8980 11420 11996 N1 5980-6880 7590 8780 11380 12880 Dekkverk ódýrast í hjólbarðaskiptum Ólöglegt að keyra á nagladekkjum eftir 15. apríl D ekkverk býður ódýrustu dekkjaskiptinguna af þeim verkstæðum sem DV leitaði til með verðkönnun á dekkja- skiptingum. Þar kostar 5.000 krónur að skipta um dekk á fólksbíl en dýrast er það hjá Hjólbarðaverk- stæði Grafarvogs, 6.816 krónur og hjá N1 þar sem stærri fólksbíladekk kosta 6.880 krónur. Algengast er að það kosti milli 6.000 og 7.000 krónur að skipta um dekk á fólksbíl með stálfelgum. Það kostar heldur meira ef bíllinn er á álfelgum og munar þar um 500–800 krónum. Leitað var eftir upplýsingum sím- leiðis hjá nokkrum hjólbarðaverk- stæðum en mjög erfitt er að nálgast þessar upplýsingar á vefnum. Einung- is eitt verkstæði, Nesdekk, neitaði að gefa upplýsingar gegnum síma og bar við mikilli traffík. Hjá N1 fengust þær upplýsingar að ásókn í dekkjaskiptingar hefði farið að aukast fyrir svona tveimur vikum og líklegt væri að síðustu viðskiptavinirn- ir væru að láta skipta um miðjan maí. Hjá Sólningu bjuggust starfsmenn við því að fyrsti stóri dagurinn yrði í gær, þriðjudag, en það þýðir að við- skiptavinir geta þurft að bíða eftir af- greiðslu. Venjulega tekur um það bil 20–25 mínútur að skipta um dekk á venjulegum fólksbíl. n Hjólbarðaverkstæði Um það bil 20 mínútur tekur að skipta um dekk á venjulegum fólksbíl. Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Nagladekk bönnuð 15. apríl–1. nóvember Yfir sumartímann er bannað að aka á negldum vetrardekkjum. Sektir við því að aka á nagladekkjum á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember er 5.000 kr. Ef negldu dekkin eru auk þess orðin slitin eða skemmd og því háskaleg til aksturs, þá er heimilt að sekta ökumann um allt að 5.000 kr. á hvert ónýtt nagladekk sem undir bílnum er. Af vef FÍB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.