Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 23.–28. apríl 20144 Fréttir Ræður tvo vini sína sem framkvæmdastjóra n Forstjóri Símans hyglar vinum n Mikil samkeppni á símamarkaði O rri Hauksson, forstjóri Símans, hefur ráðið tvo af sínum nánustu vinum sem framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu eftir að hann tók við starfi sínu. Um er að ræða þá Magnús Ragnarsson, fyrr- verandi sjónvarpsstjóra á Skjánum og aðstoðarmann Illuga Gunnars- sonar, og Gunnar Fjalar Helgason, fjárfesti og hluthafa í vogunarsjóðn- um Boreas Capital. Orri Hauksson var ráðinn for- stjóri Símans í febrúar á þessu ári eftir að hafa verið framkvæmdastjóri móðurfélagsins Skipta frá því í október á síðasta ári. Hann var áður framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins og var ráðning hans til Skipta niðurstaða í ferli þar sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Líf- eyrissjóðs verslunarmanna og fyrr- verandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Höskuldur Ólafs- son, bankastjóri Arion, tókust á um hver yrði næsti forstjóri Símans. Helgi vildi Orra í starfið en Höskuld- ur reyndi að koma því til leiðar að Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fram- kvæmdastjóri hjá Arion banka, yrði næsti forstjóri félagsins. Í eigu lífeyrissjóða Ráðningin á Orra var því niður- staðan í valdabaráttu á milli tveggja máttugustu hluthafa Símans. Arion banki á rúm 38 prósent í Skiptum og Lífeyrissjóður verslunarmanna á rúm 13 prósent. Helgi Magnússon hafði því betur í baráttunni um for- stjórastólinn. Þar kann að spila inn í að flestir hluthafar Skipta eru lífeyr- issjóðir en Helgi Magnússon er einn valdamesti maðurinn innan lífeyris- sjóðakerfisins. Orri Hauksson er því, ef svo má segja, forstjóri Símans í skjóli íslenskra lífeyrissjóða. Eigendur íslenskra lífeyrissjóða eru sjóðsfélagar þeirra og því má segja að lífeyrissjóðirnir séu í eigu þjóðarinnar. Stjórnendur og starfs- menn lífeyrissjóðanna eru því í vinnu fyrir sjóðsfélagana, þjóðina. Orri Hauksson virðist hins vegar vera að útdeila gæðum, hálaunastörfum í fyrirtæki sem eru að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða, til vina sinna. Tengslin við Björgólf Thor Orri Hauksson er fyrrverandi starfs- maður símafyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar, Nova, og eru þeir góðir vinir. DV greindi með- al annars frá ferðalagi sem þeir fóru í um Bandaríkin í ágúst árið 2009. Þá fóru þeir saman á mótorhjólahá- tíð í bænum Sturgis í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum en Björgólfur Thor átti þá hlutabréf í mótorhjólafyrir- tækinu Indian. Orri hefur því reynslu af síma- markaðinum á Íslandi frá öðru fyr- irtæki hér á landi. Markaðshlutdeild Nova hefur aukist mikið hér á landi á liðnum árum, ekki síst hjá yngri farsímanotendum, og er fyrirtækið nú með 31 prósents markaðshlut- deild á móti 36 prósenta markaðs- hlutdeildar Símans og 27 prósenta markaðshlutdeildar Vodafone. Nú er svo komið að Orri er orðinn forstjóri þessa stærsta síma- fyrirtækis landsins og er í beinni samkeppni við Björgólf. Athygli vekur að Gunnar Fjalar Helgason tengist einnig Björgólfi Thor í gegn- um vogunarsjóðinn Boreas Capital. Sjóðirnir var meðal annars í eigu Gunnars Fjalars og einnig æsku- vinar Björgólfs Thors, Franks Pitts. Boreas Capital var meðal annars hluthafi í fjárfestingarbanka Björg- ólfs, Straumi-Burðarási, og fékk lánafyrirgreiðslu í Landsbanka hans, auk þess sem eignir vogunar- sjóðsins voru vistaðar hjá Lands- bankanum. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ráðningin á Orra var því niður- staðan í valdabaráttu á milli tveggja máttugustu hluthafa Símans. Þ etta var rosalegur skellur fyrir mig. Þetta var kjarnorkuslys á mínum ferli,“ segir Páll Bragi Kristjónsson, fyrrverandi forstjóri Eddu-útgáfu, um förgun fyrsta upplags Thorsara-bókarinn- ar árið 2005 í bókinni Hamskiptun- um: Þegar allt varð falt á Íslandi eftir Inga F. Vilhjálmsson. Í bókinni ræðir Páll Bragi um förgun bókarinnar en í henni var kafli um hjónaband eiginkonu Björgólfs Guðmundssonar, Þóru Hallgrímsson, og bandaríska nas- istans, George Lincoln Rockwells. Björgólfur var eigandi Eddu-útgáfu árið 2005 og var Páll Bragi forstjóri fyrirtækisins vegna áralangrar vin- áttu þeirra. Í bókinni segir Páll Bragi að hann hafi hins vegar tekið ein- hliða ákvörðun um að farga fyrsta upplagi hennar og að Björgólfur hafi ekki komið þar nærri. Hann segir að kaflinn um hjónabandið hafi lent inni í bókinni án þess að hann hefði vitað af því og að mark- miðið með bókinni hefði aldrei ver- ið að fjalla sérstaklega um barna- börn Thors Jensen, aðeins börn hans. Kaflinn um Þóru, barnabarn Thors, hafi því ekki átt heima í bók- inni. Miðað við orð Páls Braga þá greip hann til þess ráðs að farga fyrsta upplagi bókarinnar þegar hann komst að því að umfjöllunin hafði ratað inn í bókina. Svo segir Páll Bragi: „Hvernig átti ég að vera frumkvöðull í því að rifja upp ein- hver viðkvæmnismál gagnvart Þóru Hallgrímsson? Þannig að ég átti ekkert val. Ég sé alls ekki eftir þessu þar sem ég hefði ekki getað litið í spegil ef ég hefði verið ábyrgur fyr- ir þessum texta. Þetta er gríðarlega vondur blettur í mínu lífi þannig að ég hef ekkert verið að rifja þetta upp.“ n ritstjorn@dv.is „Kjarnorkuslys á mínum ferli“ Páll Bragi Kristjónsson opnar sig um förgun Thorsarabókarinnar Fróðleg staða Orri Hauksson stýrir nú stærsta símafyrirtæki landsins og hefur ráðið tvo vini sína þangað, eftir að hafa starfað hjá Nova, símafyrir- tæki Björgólfs Thors Björgólfssonar. 20 prósent vilja nýjan hægriflokk Nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna er í startholunum en samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru 20,7 prósent sem segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa nýja framboðið. Framboðið myndi sennilega sækja fylgi sitt til Samfylkingar og Bjartrar framtíðar í stað þess að taka fylgi af Sjálfstæðisflokknum. 34 prósent þeirra sem seinast kusu Samfylkinguna segja það mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa framboðið samanborið við einungis 15,7 prósent þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Benedikt Jóhannesson og Sveinn Andri Sveinsson eru meðal þeirra sem standa að undirbún- ingi framboðsins. Þorsteinn Páls- son, fyrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur jafnframt verið bendlaður við framboðið en hann vill ekki staðfesta aðkomu sína að undirbúningnum. Hrafnseyri verður nettengd Samningar hafa náðst milli menntamálaráðuneytisins og tölvufyrirtækisins Snerpu þess efnis að Snerpa tengi ljósleiðara á Hrafnseyri í Arnarfirði. BB.is greinir frá en síðastliðið haust tók Snerpa í notkun ljósleiðara Orkufjarskipta frá Tjaldanesi í Mjólká og nú hafa náðst samn- ingar um að tengja Hrafnseyri inn á þessa nýju leið. Það mun taka tíma að koma á tengingunni, líklega verður það ekki fyrr en undir lok maí. 4–6 vikna afgreiðslufrestur er á nauðsynlegu efni frá birgjum og svo þarf að leggja ljósleiðarana. Með tengingunni má ætla að nýir möguleikar verði til varðandi ráð- stefnuhald og námskeiðahald á Hrafnseyri, þar sem skortur hefur verið á góðu netsambandi. „Skellur“ Páll Bragi greinir frá því að kaflinn um hjónaband Þóru Hallgrímsson, eiginkonu Björgólfs Guðmundssonar, og George Lincoln Rockwells hafi verið skellur fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.