Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Side 45
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Lífsstíll 45 fuj i b ik es .com Fuji Traverse er hentugt alhliða reiðhjól jafnt í stuttar sem langar ferðir. Hayes vökva diskabremsur. Shimano DEORE gírbúnaður. Suntour frammdempari með vökvalæsingu. Any Terrain Any Commute A n y D i s t a n c e TRAVERSE Hvellur.Com – G.Tómasson ehf, Smiðjuvegi 30 - 200 Kópavogur – Iceland, http://www.hvellur.com, hvellur@hvellur.com Tel: +354-5776400 Fax: +354-5776401 Traverse_CS6.indd 1 25.03.2013 12:12:10 Koparbyltingin Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að koparlitur er sá allra heit- asti um þessar mundir og fyllir allar lífsstílssíður og -blogg. Það þarf ekki að kosta nein ósköp að stökkva á koparvagninn því rétt staðsettur hlutur á heimilinu getur alveg gert kraftaverk. Ódýrasta leiðin er líklega að fjár- festa í úðabrúsa með koparlit og úða einhverja fallega hluti. Það má til dæmis úða kertastjaka, vasa eða styttur en koparlituð herðatré setja líka svip á fatahengið. Eins er lítið mál að úða niður- suðudósir en það getur komið mjög skemmtilega út. Sniðugar lausnir Hér má sjá nokkur ansi auð- veld en skemmtileg ráð sem geta komið að góðum notum. Heimagerðar Gerðu þínar eigin taco- kökur með því að baka pönnukökurnar. Þá verða þær stökkar og fínar. Betri ending Settu plast yfir endana á bönunum og þeir endast í 4–5 daga lengur. Viðheldur rakanum Ef þú vilt koma í veg fyrir að kökubotninn þorni yfir nótt er sniðugt að setja brauðsneið í miðjuna á honum. Brauðið hjálpar til við að halda rakanum í botninum. Enginn subbuskapur Litlir fingur geta oft orðið ansi klístraðir við frostp- innaát. Gott ráð er að setja möffinsform undir ísinn, þá lekur af honum í formið, ekki á hendurnar eða fötin. F yrir þá sem vilja nýta sam- félagsmiðla til að fá inn- blástur og hafa fengið nóg af því að sjá bara myndir af matardiskum og börnum er til- valið að fylgjast með hönnuðum, arkitektum og ljósmyndurum sem taka myndir af fallegum eða sér- stökum augnablikum og hlutum á myndamiðlinum Instagram. Það hristir heldur betur upp í frétta- veitum og má einnig nota til þess að fá innblástur og hugmyndir til þess að nýta heima við. Ekki þarf að leita langt til þess að finna slíkar síður á Instagram og má til dæmis nefna Svart á hvítu, síðu Svönu Lovísu Kristjánsdóttur, sem einnig bloggar á samnefndri heimasíðu. Þar birtir hún oft hug- myndir, fallega hönnun og jafnvel myndir heiman frá sér. Á síðunni Inspohome má finna fallegar heimilismyndir sem veita svo sannarlega innblástur. Hvítir og mjúkir litir eru sérstaklega ráð- andi og gleðja augað. Hjá Pureinterior má svo einnig finna klassískan, oft skandinavísk- an stíl. Það er hin norska Elisabeth Tangen Johansen sem heldur úti síðunni, þar sem iðulega má sjá hluti sem gleðja augað og andann. I wish this was my house sýnir falleg og glæsileg heimili víðs vegar um heiminn. Segja má að þar megi ferðast um heimili heimsins á ör- skotsstundu. Síðueigandi sækir innblásturinn frá mismunandi og ólíkum áttum. Instagram-síða Interior4all sækir fanga einnig víða þar sem sjá má klassískar heimilisuppstill- ingar en einnig framsækinn stíl. n astasigrun@dv.is Ertu að leita að innblæstri? Kíktu á þessar síður á Instagram Fallegar myndir Inni á milli barna- myndanna og matarmyndanna er gaman að sjá myndir af fallegri hönnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.