Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Síða 2
2 | Fréttir 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað
Sjö bjargvættir út-
nefndir
Skyndi-
hjálpar-
menn ársins hjá
Rauða krossin-
um voru vald-
ir síðastliðinn
föstudag. Ólafur
Guðnason var
valinn skyndi-
hjálparmaður
ársins en auk hans fengu sex aðrir
viðurkenningar. Ólafur bjargaði
lífi sonar síns þegar þeir feðg-
ar lentu í umferðarslysi þann 27.
júní í fyrra en sonur Ólafs sofnaði
undir stýri. Honum tókst á ótrú-
legan hátt að stöðva mikla blæð-
ingu úr höfði sonar síns og telja
læknar það ganga kraftaverki næst
að hann skyldi ekki hafa slasast
meira, jafnvel lamast.
Sonur minn er tif-
andi tímasprengja
Móð-
ir fimmt-
án ára drengs
lýsti yfir mikl-
um áhyggjum
af syni sínum
sem er greindur
með geðrask-
anir og þroska-
frávik. Sonur
hennar tekur reglulega æðisköst
þar sem hann eyðileggur allt sem á
vegi hans verður og hefur ótal sinn-
um beitt fólk sem kemur að hans
málum ofbeldi, hvort sem um er að
ræða móður hans, kennara, starfs-
menn Barna- og unglingageðdeildar
Landspítalans (BUGL) eða sam-
nemendur í skóla. Gagnrýndi móðir
hans úrræðaleysi yfirvalda gagnvart
börnum sem glíma við mikil andleg
veikindi.
„Mamma var að
bjarga okkur“
„Ég veit að
ég er bara 13
ára strákur en ég
hef upplifað meira
en börn eiga að
þurfa að upplifa,“
segir í bréfi sem
sonur Hjördísar
Aðalheiðardóttur
skrifaði. Hjördís
tapaði í síðustu viku máli fyrir Hér-
aðsdómi Austurlands sem fyrrver-
andi eiginmaður hennar höfðaði á
hendur henni. Hjördís hafði flúið
frá Danmörku þar sem hún bjó með
dönskum eiginmanni sínum og tekið
þrjár dætur sínar og mannsins og son
úr öðru sambandi með sér til Íslands.
Þarf hún nú að fara með dæturnar
aftur til Danmerkur. Í bréfinu grátbað
drengurinn um aðstoð en hann sendi
bréfið til allra þingmanna.
Fréttir vikunnar í DV
1 2 3
Verð 32.750 kr.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Withings WiFi vogin
• Fyrir allt að 8 notendur
• Skynjar hver notandinn er
• Skráir þyngd, fituhlutfall og vöðvamassa
• Þráðlaus samskipti við tölvu og smartsíma
• Fæst í hvítum lit eða svörtum
„Eitthvað heillandi
við hafgoluna“
„Við hjónin keyptum okkur grásleppu-
bát og ætlum að reyna að húkka í
nokkrar grásleppur,“ segir Lýður Árna-
son, læknir og kvikmyndagerðar-
maður. Lýður er ekki þekktur fyr-
ir að ráðast á garðinn þar sem hann
er lægstur. Nýlegt dæmi sýnir það
en hann og kona hans hyggja á grá-
sleppuveiðar í mars. Með þeim, til
halds og trausts, verður Vestfirðing-
urinn Ólafur Ragnarsson, sem marg-
ir þekkja betur sem Óla popp, en gert
verður út frá Flateyri. „Þetta verða
dagtúrar hjá okkur. Það er sett út net,
svo hafa menn held ég sextíu daga og
vitja neta á átján daga fresti. Svo set-
ur maður þau aftur út á sama stað eða
annars staðar,“ segir Lýður sem hlakk-
ar mikið til að halda á vit ævintýranna.
Óöryggi hjá hinu opinbera
Lýður starfaði áður sem læknir á
Flateyri en hann hefur ekki unnið
sem slíkur síðan í maí í fyrra. Eigin-
kona hans Íris Sveinsdóttir var áður
heilsugæslulæknir í Bolungarvík
og segir hann hugmyndina að grá-
sleppuveiðunum hafa kviknað þeg-
ar þau hjónin voru að störfum fyrir
vestan. Þar hafa þau hafa fylgst með
ýmiss konar útgerð í gegnum tíðina
og fundist það spennandi og líklega
skemmtilegt viðfangsefni. „Það er
eitthvað heillandi við hafgoluna,“
segir Lýður og bætir við: „Það má
líka segja að ástæðan sé sú að það
er svo mikill niðurskurðarhnífur í
þessum opinbera geira alls staðar og
við fórum ekki varhluta af því. Þetta
er kannski tilraun til þessa að reyna
að ráða lífi manns að einhverju leyti
sjálfur. Þegar maður er að vinna sem
læknir þá er maður yfirleitt að vinna
hjá hinu opinbera og það er ekki
mikið öryggi í því. Maður veit aldrei
hvenær einhverjum dettur í hug að
gera hitt eða þetta, þarna er kannski
meiri möguleiki að geta ráðið sér
sjálfur. Það er ekki nema að maður
þurfi að glíma við veðurguðina.“
Aldrei verið á sjó
Hann segist ekki hafa reynslu af sjó-
mennsku nema þá helst í gegnum
kvikmyndagerð. „Maður hefur að-
eins kynnst sjómennskunni í gegnum
kvikmyndagerðina en það er oft mik-
ið volk sem henni fylgir. Maður þarf
að fá óveður og svoleiðis, en nei, ég
hef ekki verið sjómaður. Þess vegna er
Óli popp nú á bátnum. Hann er van-
ur því.“
Grásleppu má veiða án kvóta og
segir Lýður að þau hafi séð tækifæri
í því. Hann segist spenntur fyrir veið-
unum sem hefjast 10. mars. „Maður
eins og ég er alltaf spenntur fyrir öllu
sem maður tekur sér fyrir hendur,
hvort sem það er læknisfræðin, kvik-
myndagerðin eða eitthvað annað.“
Aðspurður hvort hann ætli að snúa
alfarið baki við læknisstörfunum til
að gerast sjómaður segir hann erfitt
að svara því. „Ég veit ekki hvað verður
mitt aðalstarf. Það er allt á huldu með
það eins og er,“ segir Lýður að lokum.
n Læknir keypti grásleppubát með konu sinni n Vill geta ráðið
sínu lífi sjálfur n Lítið öryggi í að vinna hjá hinu opinbera
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Maður eins og ég
er alltaf spenntur
fyrir öllu sem maður tekur
sér fyrir hendur, hvort
sem það er læknisfræðin,
kvikmyndagerðin eða
eitthvað annað.
Grásleppuveiðar Lýður ætlar að
hefja grásleppuveiðar frá Flateyri
í mars ásamt konu sinni og Óla popp.
Láta draum Péturs rætast:
Safna fyrir
kvikmynda-
tökuvél
„Eftir að hafa lesið viðtalið ákváð-
um við að setja af stað söfnun til að
kaupa slíka vél handa Pétri,“ seg-
ir á vefsíðunni framtak.is. Forsvars-
menn síðunnar, þar á meðal Bene-
dikt Finnbogi Þórðarson, hafa farið
af stað með söfnun fyrir myndavél
handa Pétri Kristjáni Guðmundssyni
sem lamaðist fyrir neðan mitti þegar
hann féll niður kletta í Austurríki um
áramótin. Söfnunin fer fram í gegn-
um vefsíðuna Framtak sem er félags-
skapur sem hyggst einbeita sér að
ljósmyndatengdum góðgerðamálum
í framtíðinni.
Pétur Kristján sagði í viðtali ný-
verið að hann stefndi að því að eign-
ast ákveðna kvikmyndatökuvél til að
vera betur búinn í kvikmyndagerð-
inni, sem hann hefur mikinn áhuga
á. Hann og kærasta hans, Anna
Ósk Stefánsdóttir, segjast vera með
spennandi kvikmyndaverkefni í bí-
gerð og mun vélin því eflaust koma
sér vel. Parið hefur ákveðið að láta
breyttar aðstæður ekki stöðva sig í að
láta drauma sína rætast. Myndavélin
sem verið er að safna fyrir heitir Can-
on EOS 5D Mark II og verður gefin
með linsu.
„Eftir að hafa lesið viðtalið ákváð-
um við að setja af stað söfnun til
að kaupa slíka vél handa Pétri. Við
erum fullvissir um að með slíkri vél
sé hann betur búinn í kvikmyndun
sinni og að það muni hjálpa honum
til bata að hafa eitthvað til að stefna
á. Við opnuðum styrktarreikning og
við hvetjum alla til að gefa þó ekki sé
nema lága upphæð því margt smátt
gerir eitt stórt,“ segir um söfnunina á
vefsíðunni Framtak.
Um verkefni Framtaks segir á
heimasíðunni: „Við sem stöndum
á bakvið Framtak erum ungir pilt-
ar sem vilja láta gott af okkur leiða.
Við byrjuðum samstarf okkar í kring-
um skipulagningu á Help-Portrait
deginum á Íslandi sem er alþjóðleg-
ur dagur þar sem ljósmyndarar og
áhugaljósmyndarar taka sig saman
og halda fríar myndatökur fyrir þá
sem minna mega sín.“
Fyrir þá sem vilja styrkja verk-
efnið er reikningsnúmerið 1161-
15-200400 og kennitalan er 300592-
2019.
solrun@dv.is