Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Qupperneq 13
Úttekt | 13Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 ­millifærsluna­ ef­ peningarnir­ skiluðu­ sér­ekki­inn­á­reikninginn.­ Inga­ Jóna­ Þórðardóttir,­ sem­ sat­ í­ stjórn­ FL­ Group­ á­ þessum­ tíma,­ staðfesti­ þennan­ skilning­ á­ málinu­ í­ skýrslu­ rannsóknarnefndar­ Alþingis­ þar­sem­hún­sagði­að­eina­ástæða­þess­ að­peningarnir­skiluðu­sér­aftur­inn­á­ reikninginn­ hefði­ verið­ sú­ að­ Ragn- hildur­hefði­hótað­að­kæra­millifærsl- una­ til­ lögreglunnar.­ „Þá­ hefði­ henni­ [Ragnhildi,­innsk.­blaðamanns]­borist­ til­eyrna­að­stjórnarformaður­ [Hann- es,­ innsk.­ blaðamanns]­ stæði­ í­ ýms- um­hlutum­sem­forstjórinn­vissi­ekki­ af.­Í­samtali­hennar­við­forstjóra­hefði­ komið­fram­að­fjármunir­hefðu­horfið­ af­ reikningum­félagsins­ í­Kaupþingi­ í­ Lúxemborg.­Í­nokkra­mánuði­vantaði­ þessar­ upphæðir­ og­ þær­ skiluðu­ sér­ ekki­fyrr­en­forstjóri­hótaði­Kaupþingi­ að­fara­með­málið­til­lögreglu.“­ Ragnhildur­ greindi­ jafnframt­ frá­ því­í­yfirlýsingu­sinni­í­fyrra­að­pening- arnir­hefðu­á­endanum­ekki­skilað­sér­ til­ baka­ fyrr­ en­ hún­ ræddi­ um­ málið­ við­ Hreiðar­ Má­ Sigurðsson,­ forstjóra­ Kaupþings.­ „Það­ var­ þó­ ekki­ fyrr­ en­ ég­talaði­beint­við­forstjóra­Kaupþings­ banka­ og­ greindi­ honum­ frá­ mála- vöxtum­ að­ peningarnir­ skiluðu­ sér­ loksins­inn­á­reikning­FL­Group­ásamt­ vöxtum,­fyrir­lok­júní.“­ Ekki­ er­ loku­ fyrir­ það­ skotið­ að­ Ragnhildur­ hafi­ einnig­ nefnt­ efna- hagsbrotadeildina­ á­ nafn­ þegar­ hún­ ræddi­ við­ Hreiðar­ Má.­ Bæði­ ­Hannes­ og­ Kaupþing­ í­ Lúxemborg­ kunna­ þá­ að­ hafa­ séð­ hagsmuni­ sína­ í­ því­ að­ ganga­ frá­ millifærslumálinu­ áður­ en­ ákværuvaldinu­væri­bent­á­það.­Pen- ingarnir­skiluðu­sér­aftur­inn­á­reikn- ing­FL­Group­þann­30.­júní­­2005.­Líkt­ og­áður­segir­er­hins­vegar­ekki­ennþá­ vitað­hvert­peningarnir­fóru­eða­hvað- an­peningarnir­komu­þegar­þeir­skil- uðu­sér­aftur­inn­á­reikning­FL­Group.­ Ekki­er­til­að­mynda­hægt­að­útiloka­að­ millifærslan­ inn­á­reikning­FL­Group­ hafi­komið­frá­Kaupþingi. Hættu sama daginn Þrátt­ fyrir­ að­ peningarnir­ hefðu­ skil- að­ sér­ aftur­ inn­ á­ reikning­ FL­ Group­ hafði­hins­vegar­átt­sér­stað­­verulegur­ trúnaðarbrestur­ á­ milli­ Hannesar­ Smárasonar­ og­ stjórnar­ FL­ Group­ og­ Ragnhildar­Geirsdóttur.­Sama­dag­og­ fjármunirnir­skiluðu­sér­til­baka,­þann­ 30.­júní­­2005,­var­greint­frá­því­að­þau­ Hreggviður,­Inga­Jóna­og­Árni­Oddur­ væru­hætt­í­stjórn­FL­Group.­ Daginn­ eftir­ seldu­ eignarhalds- félögin­ Saxbygg­ og­ Mannvirki­ sam- tals­ um­ 28­ prósenta­ hlut­ í­ félaginu.­ Í­ yfirlýsingu­ frá­ eigendum­ félaganna­ tveggja,­ Einari­ Erni­ Jónssyni,­ Gunn- ari­ Þorlákssyni,­ Gylfa­ Ómari­ Héðins- syni,­Jóni­­Þorsteini­Jónssyni­og­Pálma­ Kristinssyni,­ þennan­ sama­ dag­ kom­ fram­ að­ í­ kjölfarið­ á­ sölunni­ myndu­ þeir,­eðlilega,­einnig­víkja­úr­stjórn­FL­ Group.­ Öfugt­ við­ þau­ Hreggvið,­ Ingu­ Jónu­og­Árna­Odd­hættu­þeir­hins­veg- ar­ ekki­ strax­ í­ stjórninni­ heldur­ biðu­ fram­að­fyrsta­hluthafafundinum­sem­ haldinn­var­eftir­eigendabreytingarn- ar.­ Á­ þeim­ fundi,­ sem­ haldinn­ var­ 9.­ júlí,­ var­ kjörin­ ný­ stjórn­ í­ félaginu­ og­ þeir­ Einar­ Ólafsson,­ Jón­ Ásgeir­ Jó- hannesson,­ Magnús­ Ármann,­ Þor- steinn­ Jónsson,­ Skarphéðinn­ Berg­ Steinarsson­ og­ Sigurður­ Bollason­ tóku­ sæti­ þeirra­ sem­ hættu­ í­ stjórn- inni.­ Á­ fundinum­ tjáði­ Inga­ Jóna­ sig­ um­ ástæðuna­ fyrir­ því­ að­ hún­ hætti­ í­ stjórninni.­ Hún­ sagði­ meðal­ ann- ars:­„Ég­tel­í­fyrsta­lagi­að­það­þurfi­að­ skýra­ mjög­ verkaskiptingu­ milli­ for- stjóra­ félagsins­ og­ starfandi­ stjórn- arformanns,­ég­tel­í­öðru­lagi­að­allar­ meiriháttar­ fjárfestingar,­ ákvarðanir­ þær­ eigi­ að­ undirbúa,­ ræða­ og­ sam- þykkja­ í­ stjórn­ félagsins­ áður­ en­ að­ gengið­er­frá­skuldbindandi­samning- um.“­Vafalaust­hefur­Inga­Jóna­meðal­ annars­verið­að­vísa­til­millifærslunn- ar­með­þessum­orðum­sínum. Gengið frá ráðningarsamningi sama daginn Eftir­að­nýja­stjórnin­hafði­verið­kjör- in­ á­ hluthafafundinum­ undirrit- uðu­ Hannes­ Smárason,­ sem­ var­ eini­ stjórnarmaðurinn­ sem­ hélt­ sæti­ sínu­ í­ stjórninni­ eftir­ breytingarnar,­ og­ Ragnhildur­ Geirsdóttir­ ráðningar- samning­þeirrar­síðarnefndu­á­heim- ili­Ragnhildar.­Í­yfirlýsingu­sinni­í­fyrra­ sagði­Ragnhildur­að­gengið­hefði­ver- ið­ frá­ ráðningarsamningnum­ þenn- an­dag.­Ragnhildur­og­Hannes­höfðu­ lagt­grunn­að­ráðningarsamningnum­ á­fundi­í­London­tveimur­dögum­áður,­ þann­ 7.­ júlí,­ samkvæmt­ heimildum­ DV,­en­þá­flaug­Ragnhildur­út­til­fund- ar­ við­ Hannes­ gagngert­ til­ að­ ræða­ við­ hann­ um­ ráðningarsamninginn.­ Ragnhildi­ hafði­ gengið­ erfiðlega­ að­ fá­Hannes­ til­að­ganga­ frá­ráðningar- samningnum­ og­ brá­ hún­ því­ á­ þetta­ ráð­til­að­ljúka­við­hann. Í­ráðningarsamningnum­var­einn- ig­ákvæði­um­að­Ragnhildur­gæti­hætt­ störfum­ með­ skömmum­ fyrirvara­ ef­ hún­ teldi­ að­ Hannes­ hefði­ brot- ið­ gegn­ henni­ sem­ forstjóra­ félags- ins,­væntanlega­ef­hann­færi­á­bak­við­ hana­í­einstökum­málum­líkt­og­gerð- ist­ í­ millifærslumálinu.­ Ragnhildur­ sagði­í­yfirlýsingunni­að­þetta­ákvæði­ um­ „brostnar­ forsendur“­ hefði­ ver- ið­ sett­ í­ ráðningarsamninginn­ í­ ljósi­ þess­sem­á­undan­var­gengið.­Heim- ildir­DV­herma­að­á­þessum­tíma­hafi­ Ragnhildi­ líklega­ verið­ orðið­ ljóst­ að­ hún­ myndi­ ekki­ getað­ starfað­ hjá­ FL­ Group­til­langframa­við­hlið­Hannesar­ Smárasonar. Ragnhildur­hætti­svo­hjá­FL­Group­ í­október­2005­þegar­fyrir­lá­að­stjórn­ FL­Group­vildi­kaupa­Sterling­af­Fons­ fyrir­ 15­ milljarða­ króna.­ Forstjórinn­ var­ á­ móti­ kaupunum,­ meðal­ annars­ vegna­þess­að­hún­skildi­ekki­­hvernig­ verðmæti­félagsins­gat­farið­úr­4­millj- örðum­króna­í­mars­2005­og­upp­í­15­ milljarða­ króna­ rúmu­ hálfu­ ári­ síð- ar.­ Einnig­ var­ ljóst­ á­ þessum­ tíma­ að­ Hannes­ átti­ að­ verða­ forstjóri­ FL­ Group­í­stað­Ragnhildar­sem­var­boð- ið­að­verða­forstjóri­Icelandair­Group­ í­ staðinn.­ Ragnhildur­ kærði­ sig­ ekki­ um­ það­ samkvæmt­ yfirlýsingunni­ sem­hún­sendi­frá­sér­í­fyrra­og­hætti­ þess­í­stað­hjá­félaginu.­Við­starfslokin­ fékk­hún­130­milljónir­króna­greiddar­ frá­ FL­ Group­ og­ byggði­ sú­ greiðsla­ á­ ráðningarsamningnum­ sem­ undirrit- aður­var­eftir­fyrsta­hluthafafundinn­í­ kjölfar­millifærslumálsins. Gögnin ennþá í Lúxemborg Eina­ leiðin­ til­ að­ svara­ því­ hvað­ ná- kvæmlega­ varð­ um­ peningana­ sem­ millifærðir­voru­af­reikningi­FL­Group­ í­ apríl­ 2005­ er­ sú­ að­ efnahagsbrota- deildin­ fái­ aðgang­ að­ gögnum­ frá­ Kaupþingi­ í­ Lúxemborg,­ nú­ Banque­ Havilland,­þar­sem­fram­kemur­hvað­ varð­ um­ peningana,­ hvert­ þeir­ voru­ millifærðir­ af­ reikningi­ FL­ Group­ og­ hvernig­sama­fjárhæð­komst­aftur­inn­ á­ reikning­ FL­ Group­ nokkrum­ mán- uðum­síðar.­Þessar­upplýsingar­liggja­ ekki­fyrir­nú.­­ Umrædd­gögn­er­að­öllum­líkind- um­ekki­að­finna­í­gagnasendingunni­ sem­ sérstakur­ saksóknari­ efnahags- hrunsins,­ Ólafur­ Hauksson,­ fékk­ frá­ Banque­ Havilland­ í­ Lúxemborg­ fyr- ir­ skömmu.­ Í­ þeirri­ sendingu­ er­ ein- göngu­ að­ finna­ gögn­ sem­ varða­ til- tekin­mál­sem­embætti­Ólafs­hefur­til­ rannsóknar­enda­eru­engin­gögn­send­ hingað­ til­ lands­ sem­ ekki­ var­ óskað­ eftir­sérstaklega.­ Upplýsingarnar­um­millifærslu­FL­ Group­til­Lúxemborgar­árið­2005­liggja­ því­væntanlega­ennþá­hjá­Banque­Ha- villand­ í­ Lúxemborg­ og­ eru­ þar­ fyr- ir­utan­einungis­á­vitorði­þeirra­örfáu­ manna­ sem­ komu­ að­ þessu­ milli- færslumáli.­Meðal­annars­hjá­Hannesi­ Smárasyni­ og­ hugsanlega­ einnig­ hjá­ Pálma­ Haraldssyni.­ Rannsókn­ efna- hagsbrotadeildarinnar­ mun­ væntan- lega­veita­tímabært­og­endanlegt­svar­ við­ þessari­ spurningu­ og­ hugsanlega­ leiða­af­sér­ákæru­eða­jafnvel­ákærur. MILLIFÆRÐI MILLJARÐA Á NÝJAN REIKNING Í LÚX Hótað með efnahagsbrotadeildinni Ragnhildur reyndi hvað hún gat til að fá milljarðana aftur inn á reikning FL Group. Allt kom fyrir ekki þar til Hannesi var hótað með efnahagsbrotadeildinni og Ragnhildur ræddi við forstjóra Kaupþings, Hreiðar Má Sigurðsson. Hannes sést hér bak við Ragnhildi. „Þessir peningar hafa aldrei komið inn á minn reikning eða reikning neinna félaga sem tengjast mér. 19. október 2005 Ragnhildur Geirsdóttir lætur af störfum sem forstjóri FL Group og fær 130 milljónir króna við starfslokin. 1. júlí 2005 Formlega gengið frá viðskiptum með ríflega fjórðungs- hlut Saxbyggs og Mannvirkis í FL Group. 9. júlí 2005 Ný stjórn kjörin á hluthafafundi í FL Group í kjölfar eigendabreytinga. Hannes er eini stjórnarmaðurinn sem heldur velli. 1. júní 2005 Ragnhildur Geirs- dóttir tekur við forstjórastarfinu í FL Group. 30. júní 2005 Þrír stjórnarmenn segja sig úr stjórn FL Group. 20. apríl 2005 Þrír milljarðar króna eru millifærðir af reikningi FL Group í Landsbankanum og á nýja reikninginn í Lúxemborg. Peningarnir fara út af reikningnum en ekki er vitað hvert. 10–20. apríl 2005 Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, biður Einar Sigurðsson að stofna bankareikning fyrir FL Group hjá Kaupþingi í Lúxemborg. 30. júní 2005 Milljarðarnir þrír skila sér aftur inn á reikning FL Group eftir nokkurt karp við Hannes Smárason og stjórnendur Kaupþings. 7. júlí 2005 Hannes Smárason og Ragnhildur Geirsdóttir hittast á fundi í London til að ræða um ráðningarsamning Ragnhildar. 9. júlí 2005 Hannes Smárason og Ragnhildur Geirsdóttir undirrita ráðningarsamning Ragnhildar á heimili hennar. Samningurinn felur einnig í sér ákvæði um starfsloka- greiðslur. Tímaás Mars 2005 Fons kaupir danska flugfélagið Sterling fyrir fjóra milljarða króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.