Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 34
SPOKANE-MORÐIN 34 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað R obert L. Yates yngri myrti, árin 1996 til 1998, að minnsta kosti þrettán konur. Allar voru konurnar vændiskonur sem hann hafði fengið til fylgilags við sig gegn greiðslu. Morðin urðu nán- ast að áhugamáli og viðhafði hann þá venju að skjóta þær í höfuðið og ræna þær öllu fémætu með það fyrir aug- um að halda leyndri skuggahlið ann- ars venjulegs miðstéttarlífs í Spokane í Washington í Bandaríkjunum. Yates viðurkenndi einnig að hafa framið tvö morð í Walla Walla árið 1975, eitt í Skagit-sýslu árið 1988 og árið 2002 var hann sakfelldur fyr- ir morð á tveimur konum í Pierce- sýslu. Yates ólst upp í miðstéttarfjöl- skyldu í Oak Harbour í Washing- ton. Árið 1975 fékk hann starf sem fangavörður við ríkisfangelsið í Walla Walla og eftir sex mánaða starf gekk hann í bandaríska herinn. Yates gerðist þyrluflugmaður og var stað- settur víða, meðal annars í Sómalíu þegar Sameinuðu þjóðirnar voru með friðargæslu þar upp úr 1990. Yates hlaut fjölda viðurkenninga á nítján ára ferli sínum í hernum. Kynlífsþjónusta og dauði Sem fyrr segir voru fórnarlömb Yates árin 1996 til 1998 vændiskonur. Átti hann við þær kynmök, oft og tíðum í sendiferðabifreið sinni, og stundum neytti hann fíkniefna með þeim áður en hann myrti þær. Allar voru konurnar skotnar í höf- uðið og líkum þeirra fleygði hann á afskekktum stöðum í þeirri von að veður og vindar kæmu öllum vís- bendingum fyrir kattarnef. Yates stundaði einnig að hafa á brott með sér eitthvað af fatnaði fórnarlamba sinna, oftast undirfatnað, og setti plastpoka utan um sundurskotin höfuð þeirra. Aðeins í einu tilviki brá hann út af venjunni en það var í tilfelli Melody Muffin. Lík hennar gróf hann fyrir utan svefnherbergisglugga á heimili fjölskyldu sinnar. Þann 1. ágúst 1998 tókst vændis- konunni Christine Smith að kom- ast undan við illan leik, en hún hafði verið skotin, henni misþyrmt og hún verið rænd öllu fémætu. Venjulegur náungi Einum og hálfum mánuði síðar var Yates beðinn um að gefa DNA-sýni eftir að lögreglan í Spokane stöðv- aði hann. En Yates neitaði að verða við þeirri beiðni og sagði að það væri helst til mikið að krefjast þess af „fjöl- skyldumanni“. Það voru í raun engar ýkjur að Yates væri fjölskyldumaður. Hann átti fjórar dætur og einn son og líf hans virtist vera ósköp venjulegt og við- burðasnautt og líktist að sumu leyti því sem við var að búast af manni sem hafði gegnt herskyldu í mörg ár. En bernska Yates hafði ekki ver- ið áfallalaus. Móðir hans dó þegar hann var í framhaldsskóla og sam- kvæmt skýrslum var honum kynferð- islega misþyrmt ítrekað af eldri ná- grannadreng þegar hann var um það bil sex ára. Ekki fylgir sögunni hvort hann fékk viðeigandi aðstoð og ráð- gjöf vegna þess. Corvetta eða Camaro Yates var handtekinn 18. apríl 1999 vegna morðsins á konu að nafni Jennifer Joseph. Í kjölfarið var gefin út leitarheimild á Corvette-bifreið sem hann hafði átt, en Jennifer hafði síðast sést í einni slíkri, hvítri að lit. Eigandi Corvettunnar sagði lög- reglunni að hún hefði keypt bílinn af Yates í maí 1998 og hún minntist þess að Yates hefði gefið í skyn að hann hefði skipt um teppi í bílnum fyrr það ár. Eigandinn setti sig ekkert upp á móti því að bíllinn yrði rann- sakaður. Afrakstur leitarinnar voru þræðir hér og hvar og voru þeir send- ir í rannsókn. Einnig varð lögreglan þess áskynja að Yates hafði á tveggja ára tímabili skipt tvisvar um teppi í bílnum og fannst henni það skjóta skökku við nema teppið hefði verið skemmt eða blettótt. Fyrir einskæra tilviljun hafði Yates reyndar verið stöðvaður á Corvett- unni þegar leit stóð yfir að bílnum áður en hann losaði sig við hann, en fyrir mistök hafði tegund bifreiðar- innar misritast og var lögreglan því á höttunum eftir Camaro en ekki Corvettu. Það var því ekki fyrr en eft- ir handtöku Yates að mistökin urðu ljós. Við leit í Corvettunni fann lög- reglan blóð sem þeir gátu rakið til Jennifer Joseph og einnig lífsýni úr Yates sem tengdi hann við tólf fórn- arlömb auk Jennifer. Þrettán morð og ein morðtilraun Árið 2000 var Yates sakfelldur fyrir þrettán morð og eina morðtilraun. Dómarinn dæmdi Yates til 408 ára fangelsisvistar, sem verður að telj- ast lífstíðardómur. Yates bjargaði sér fyrir horn og slapp við dauða- dóm með því að játa á sig morð í Spokane-sýslu. En Yates var ekki sloppinn af önglinum og árið 2001 var hann ákærður fyrir morð á tveimur kon- um til viðbótar. Saksóknari krafðist dauðadóms yfir Yates fyrir morðin á Melindu L. Mercer árið 1997 og Connie Ellis árið 1998, en bæði voru morðin talin tengjast Spokane- morðunum. Í október 2002 var Yates fundinn sekur um bæði morðin og dæmdur til dauða með banvænni sprautu. Þann 5. september 2008 var dauðadómurinn yfir Yates staðfest- ur og skyldi dómnum verða full- nægt 19. september 2008. En 11. september úrskurðaði dómari við hæstarétt í Washington að aftöke Yates skyldi frestað svo lögfræðingum hans ynnist tími til að áfrýja dómnum. Því situr Yates enn á dauðadeild sama fangelsis og hann starfaði eitt sinn í sem fanga- vörður. n Robert L. Yates yngri virtist vera hinn venjulegasti maður n Hann var fimm barna faðir og átti að baki farsælan feril í hernum n Ekki var allt sem sýndist og þessi heiðraði hermaður átti sér skuggahlið „Yates stundaði einnig að hafa á brott með sér eitthvað af fatnaði fórnarlamba sinna, oftast undirfatnað, og setti plastpoka utan um sundurskotin höfuð þeirra. Morðinginn í Spokane Robert Yates átti sér hlið sem enginn vissi um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.