Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Page 54
54 | Fólkið 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Lýsið er lykillinn Kolbrún Ýr Sturludóttir, sautján ára mær úr Garðabæ og sigurvegari Ford-keppninnar á dögunum, er í viðtali í nýjasta hefti Monitor. Aðspurð þar um sitt helsta fegurðarleynd- armál bendir Kolbrún á gamla og góða íslenska vöru. „Mitt helsta trikk er að taka lýsi. Húðin mín verður allt önnur þegar ég tek lýsi. Annars er ég þurr og ómöguleg í húðinni en lýsið gerir hana mjúka og fína. Það skiptir máli að hugsa vel um sig að innan til að líta vel út,“ segir Kolbrún í viðtalinu. Kolbrún mun keppa í aðalkeppni Ford í júlí en þar mætast Ford-stúlkur frá fjörutíu löndum. Dreymir Kiljuna Andri Freyr Viðarsson er gæddur ýmsum hæfileikum en útvarpsmaðurinn sagði frá því í Morgunútvarpinu á Rás 2 á fimmtudag að hann hefði dreymt fyrir því sem gerðist í Kiljunni, bókmenntaþætti Egils Helgasonar. Andra dreymdi Egil á dögunum þar sem sjón- varpsmaðurinn hafði lagt mikið af. „Munið þið eftir draumnum sem ég sagði ykkur frá með Agli Helga?“ sagði Andri við þáttarstjórnend- urna Frey Eyjólfsson og Guðmund Pálsson, en Andri stýrir þættinum Virkir morgnar sem eru næstir á dagskrá á Rás 2. „Hann var hel-fitt og koma að mér. Ég spurði hvort hann væri bara að hverfa og þá sagði hann: „Það er jóga.“ Það var svo jóga í þættinum í gær,“ sagði Andri og bætti því við að hann dreymdi yfirleitt það sem gerðist í Kiljunni. Við byrjuðum saman 14. nóvember og hættum sam-an nákvæmlega fjórum mánuðum síðar. Það var bara eins og þetta hefði verið ákveðið fyrir okkur,“ segir fyrirsætan og stílistinn Kristrún Ösp Barkar- dóttir sem hætti með kærastan- um, Stefáni Lárusi Reynissyni, á Valentínusardaginn. Kristrún, sem var lengi í sambandi með knattspyrnukappanum Dwight Yorke, gaf glamúrlífið upp á bát- inn til að byrja með Stefáni en nú er það búið. „Ég sé ekki eftir að hafa far- ið í þetta samband. Við áttum skemmtilegar stundir saman en ég áttaði mig á því sem ég hafði alltaf vitað. Ég þarf alvöru karl- mann og get ekki sætt mig við neitt minna. Auðvitað er samt erfitt að hætta í sambandi en það er kannski betra að láta sér ekki líða illa vegna einhvers sem hefði aldrei gengið upp,“ segir Kristrún Ösp. Aðspurð um ástæðu sam- bandsslitanna svarar Kristrún: „Tölvuleikjaspil er stór hluti af þessari ákvörðun. Hann fór líka mjög vitlaust að hlutunum en það var kannski ekki við neinu öðru að búast. Hann er nú bara nítján ára,“ segir Kristrún sem sjálf er tveimur árum eldri. „Mér finnst allt í lagi að strákar spili tölvuleiki svo lengi sem prinsessan þeirra er ekki hjá þeim. Þegar við kannski áttum loks heila helgi saman hékk hann bara í tölvunni. Það var frekar leiðinlegt.“ Kristrún segist hafa saknað Dwight Yorke mikið en þau hafi rætt saman reglulega allan tímann sem hún var með Stef- áni. Hún segir Dwight sakna hennar einnig mikið og hlakk- ar hún til að sjá knattspyrnu- hetjuna aftur. „Það hefði kannski verið fínt að hætta saman örlítið fyrr því þá hefði ég og besti vinur minn Hermann Óli farið út í risastóra veislu sem Dwight hélt í Abú Dabí. Stefnan er að fara út að hitta hann á næstu dögum. Reyna að slappa aðeins af og hafa það gott í sólinni,“ segir Kristrún Ösp. Á dögunum fékk Kristrún sér sitt fjórða húðflúr en í þetta skipt- ið lét hún lét flúra á sig setning- una „The greatest pleasure in life is doing what people say you can- not do“ niður alla síðuna. Hún er ánægð með útkomuna. „Mér hef- ur alltaf fundist þessi staður mjög flottur til að fá sér húðflúr á. Þessi setning hefur líka verið í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Krist- rún Ösp Barkardóttir. tomas@dv.is n Kristrún Ösp hætti með kærastan- um á Valentínusardaginn n Sinnti tölvunni betur en ástinni n Saknar Dwight Yorke og hlakkar til að hitta hann aftur n Ánægð með nýtt húðflúr eyðilögðu ástina Laundromat-Café verður opnað 5. mars í Austurstræti. Staðurinn er að fyrirmynd Laundromat-staða Friðriks Weisshappel í Kaupmannahöfn og er hann staddur hér á landinu að útfæra hugmyndir sínar með þeim sem reka staðinn. Friðrik segir stað- inn verða í mjög svipuðum anda og stað- ir hans í Kaupmannahöfn, litir, lógó, borð, stólar og skipulag staðarins verður með svipuðum hætti. Þvottahús verður á neðri hæð og þar verður líka stærðarinnar leik- svæði fyrir börn. Á efri hæðinni rúmast stór matsalur og stór borð með bekkjum sem henta fjölskyldum vel. Matseðillinn verður með svipuðu sniði með nokkrum frávikum og á sunnudögum verður sann- kölluð fjölskyldustemning. „Matseðillinn verður eins og úti í Kaup- mannahöfn fyrir utan fimm rétti. Einn af þeim er tilkominn vegna hugmyndar sem rithöfundurinn Andri Snær Magnason laumaði að mér. Hún er sú að hafa hrygg með sósu og meðlæti á sunnudögum fyr- ir fjölskylduna. Staðurinn er auðvitað af- skaplega hentugur til að framkvæma góða hugmynd eins og þessa og ég kann hon- um góðar þakkir fyrir. Þá má panta hrygg um þrjúleytið og hann er tilbúinn um kvöldmatarleytið. Þá getur fjölskyldan eytt sunnudeginum í annað en eldamennsku og komið svo og notið þess að borða hefð- bundinn, íslenskan sunnudagsmat eins og hann gerist bestur. Án fyrirhafnarinnar.“ Hryggur með brúnni sósu og með því á Laundromat: Andri Snær stakk upp á sunnudagssteik Sunnudagsfjölskyldustemning í mið-borginni Andri mælir með sunnudagshrygg. Friðrik Weisshappel Tók vel í að bæta hrygg á matseðilinn. Mynd RóbERT REyniSSon Tölvuleikir „The greatest pleasure in life is doing what people say you cannot do“ Kristrún er ánægð með húðflúrið sem er hennar fjórða. mYnDir SigTrYggur ari Fer aftur að hitta Dwight Yorke Upp úr slitnaði á milli Kristrúnar og Stefáns Lárusar því hann spilaði svo mikið af tölvuleikjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.