Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Page 31
við formann HSÍ, sem fór og náði í medalíuna, og ég er honum mjög þakklátur fyrir það. Medalían er hjá þeim í augnablikinu,“ segir Sigfús. Silfurstrákurinn og mennskan Á Ólympíuleikunum árið 2008 rætt­ ist langþráður draumur íslenskra handboltamanna. Þeir enduðu mótið á silfurpallinum í Peking, eins og frægt er orðið, eftir að hafa beðið lægri hlut á móti ógnarsterk­ um Frökkum. Þeim var flogið heim af Icelandair og móttökurnar við Arnar hól voru lygilegar. Mannhafið við Arnarhól taldi hátt í hundrað þúsund og var strákunum klappað lof í lófa þegar þeir hoppuðu af kæti upp á svið. „Þetta var gríðarlegt ævintýri. Það var hlegið að manni þegar maður var ungur strákur og sagði að takmarkið væri að vinna medalíu á stórmóti. Landsliðið hafði verið að berjast í bökkum og hafði aldrei náð því lokaskrefi að komast á verðlauna­ pall á stórmóti. Þrátt fyrir að vera með mikið af góðum leikmönnum,“ rifjar Sigfús upp. Hann er dreyminn á svip. Minningarnar frá því í Kína eru góðar. „Æfingabúðirnar fyrir Peking voru ekki með einhverjum heraga af hendi þjálfaranna. Nokkrir strák­ anna voru búnir að tala við Gumma og var sett upp innbyrðiskeppni í liðinu sem gerði andann góðan. Það voru allir að hvetja alla. Þetta var bara eins og í skóla, þú fékkst broskall og kall með skeifu. Svona umbunarkerfi. Síðan í lok æfinga­ búðanna var verðlaunaafhending fyrir þá sem voru með flesta plús­ ana. Það þarf oft ekki meira en þetta til þess að við strákarnir höfum gam­ an.“ Vinnusemin skiptir máli fyrir íslenska handboltamenn „Í öllum undirbúningnum var gríðarleg samvinna í hópnum. Þegar við vorum komnir út var þetta svipuð tilfinning og þegar við fórum á EM 2002 í Svíþjóð. Það var pass­ að upp á að hafa okkur í þæginda­ hringnum. Samhugurinn sem var í gangi skipti gríðarlegu máli. Eflaust vorum við að spila við lið sem voru getulega betri en við, en sem lið var ekkert betra en við. Andrúmsloftið var þannig að við vorum tilbúnir að deyja fyrir hvern annan,“ og má með sanni segja að það hafi skinið út úr andlitum strákanna okkar. „Vinnusemin hefur skipt miklu máli fyrir íslenska handboltamenn og hvað við erum tilbúnir að leggja okkur fram. Þetta er ekki bara það sem er að gerast á æfingum og inni á vellinum, þetta er líka hvernig samskiptin eru fyrir utan æfingar. Ég held að það skipti svo rosalegu máli. Þar komu menn eins og Guð­ jón Valur og Óli Stef mjög sterk­ ir inn. Frá því að ég byrjaði aftur með landsliðinu voru það eiginlega þeir tveir sem sannfærðu mig allan tímann.“ „Alkóhólisminn kom mér í slæmar aðstæður“ „Ég hætti í atvinnumennsku eftir Ólympíuleikana út af persónulegum ástæðum. Það hafa verið sveiflur í þessu. Það besta í þessu var náttúru­ lega það að sonur minn kom og ákvað að búa hjá mér. Síðan 3. apríl á þessu ári varð ég pabbi aftur. Þetta eru hápunktarnir. Ég er bara þakk­ látur fyrir allt sem ég hef átt og feng­ ið að taka þátt í. En lífið er hæðir og lægðir, alls staðar, hjá öllum,“ segir Sigfús, Sonur hans er átján ára. Sig­ fús býr í foreldrahúsum núna þar sem hann á góða að. Hann er ekki í sambandi með barnsmóður ný­ fæddrar dóttur sinnar. „Neyslusaga mín er löng og byrjar þegar ég er ungur maður. Eins og al­ þjóð veit er ég óvirkur alkóhólisti í dag. Á árum áður má segja að minn alkóhólismi hafi sprungið út og kom­ ið mér í slæmar aðstæður. Ég skuld­ aði peninga og fékk innheimtubréf frá lögfræðingum. Leiðin út úr þeim ógöngum var að stórum hluta þegar ég fór út að spila. Mikið af hlutum sem mínir nánustu vita ekki um. Það er mitt og míns trúnaðarmanns að vita. Við náðum að hreinsa flest allt upp, en ekki allt. Sex vikum eftir Ólympíuleikana í Peking hrundi allt samfélagið hérna og hvergi var hægt að fá vinnu. Ég er ólærður og hef ekki verið mikið fyrir það að reyna að nýta mér tengsl innan fjölskyldunn­ ar. Yfirleitt þegar maður nýtir tengsl getur brugðið til beggja vona.“ Samningi rift og Sigfús sendur til Íslands „Öll mín hegðun áður en ég fór í meðferð mótaðist af eigingirni, óheiðarleika og illsku. Þegar ég skildi við fyrrverandi eiginkonu mína tók við óstjórnlegt þriggja ára ferli í drykkju, pilluáti og fíkniefn­ um. Einhvern veginn tókst mér að komast í atvinnumennsku, en þegar ég var tekinn í innanbúðar lyfjapróf var samningi mínum rift,“ segir Fólk 31Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Endaði í meðferð Sigfús hefur verið edrú í 15 ár og fékk hjálp hjá AA-samtökunum. „Ég hef fengið vopn í hend- urnar til þess að halda geðheilsunni nokkuð góðri.“ mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.