Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Side 46
46 Lífsstíll 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað ANTIKÚTSALA AFSLÁTTUR 20-50% 30-50% af húsgögnum 50% af bókum 20% af smáhlutum HAFNARFIRÐI 552 8222 - 867 5117 antikbud@gmail.com 5 bestu sætuefnin n Skiptu út næringarlausum sykri fyrir næringarríkan N otkun sætuefna í matvælum hefur aukist samfara auk- inni vitund um skaðleg áhrif mikillar neyslu á hvítum sykri. Umfjöllun um sykraðar mjólkur- vörur og óhollan gervisykur sýnir að þörf er á fleiri valkostum fyrir þá sem hugsa um heilsuna. Þeir sem vilja áfram sæta líf sitt geta notað nátt- úruleg sætuefni sem innihalda mun meira af næringarefnum en hvítur sykur og hafa ekki möguleg skaðleg áhrif eins og gervisætuefnin. Allt er þó best í hófi. 1. Melassi Síróp sem verður til við vinnslu á sykri. Á ensku nefnt molasses. Get- ur verið frá því að vera gullinbrúnt til þess að vera nærri svart. Gefur púð- ursykri lit og bragð. Oft notað sem sætuefni yfir pönnukökur og slíkt. Þykir ómissandi í pipar og engi- ferkökur. Prófaðu: Að nota örlítið af melassa á bakað grænmeti, svo sem gulrætur, ofan á súrmjólkina og í smákökubaksturinn. 2. Döðlur Döðlur eru náttúrulega sætar og þess vegna góður kostur til þess að sæta eftirrétti. Í döðlum er B6-vítamín, A-vítamín, pótassíum og kalk. Notið döðlur í búðinga, kökur og konfekt. Prófaðu: Að hræra saman döðlur og banana í matvinnsluvél, settu klaka út í og útkoman er ljúffengur en hollur ísréttur. 3. Hunang Hunang hefur bakteríudrepandi eigin leika og er uppspretta and- oxunarefna. Því dekkra því meiri andoxunareiginlegar. Það er best hrátt eða eins lítið unnið og mögulegt er. Notið hunang í te, jógúrt, kökur og ofan á brauð. Prófaðu: Að hella örlitlu af hun- angi yfir grillað brauð með osti. 4. Hlynsíróp Hlynsírópi má ekki rugla saman við venjulegt síróp sem er næringarsnauð- ur sykur. Hlynsíróp er unnið úr safanum úr berki hlyn- trés, og er bæði næringarríkt og ljúf- fengt á bragðið. Í því er kalk og sink og ríbóflavín sem stuðlar að góðum efnaskiptum. Hlynsíróp er gott að nota í heima- lagaðan ís, á pönnukökur, út á hafra- grautinn, jógúrtina og í kökur. Prófaðu: Hlynsíróp í kalda drykki og kokkteila með klaka. Hentar mjög vel með trönuberjasafa og í mintu- drykki hvers lags. 5. Stevía Stevía er kaloríusnautt sætuefni sem er hundrað sinnum sætara en syk- ur en unnið á náttúrulegan hátt úr suðuramerískri jurt. Stevía er í raun eina örugga sætuefnið á markaði og það má nota í allan bakstur, te og kaffi, út í bústið á morgnana og fleira. Prófaðu: Að sæta hreint skyr með stevíu og vanillu. n Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Oddrún Helga Símonardóttir er þriggja barna móðir með óslökkvandi áhuga á heilsu og hollu mataræði. Hún heldur úti heimasíðunni heilsumamman. is, þar sem er að finna fjölda upp- skrifta að hollum og góðum mat og sælgæti. Oddrún gefur lesendum uppskrift að næringarríku sælgæti. Súkkulaði með karamellu­ fyllingu Súkkulaði: Bræðið 200 gr af 70% súkkulaði (eða 56%). Karamella: n 0,5 dl smjör n 0,5 dl hlynsíróp n 1 dl rjómi n 0,5 tsk. af vanillukornum n Örlítið salt Millilag: 1 dl af gróft söxuðum möndlum eða öðrum hnetum að eigin vali (mjög gott að hafa pekanhnetur) Aðferð: Súkkulaði er sett í mót og sett í frysti á meðan karamellan er löguð. Þegar súkkulaðið kólnar er karamellunni hellt yfir, hún hefur þá fengið að kólna aðeins. Þessu er aftur stungið í frysti og að síðustu eru settar hnetur yfir. Uppskrift að næringarríku sælgæti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.