Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Side 12
Áramótablað 28. desember 201312 Fréttir Fór í hjartastopp eftir handtöku n Ívar Örn var rifinn úr sturtu og skellt í gólfið n Var lífvana í tuttugu mínútur Þ ann 11. maí árið 2010 var Ívar Örn Ívarsson í kaldri sturtu í ókunnugu húsi. Þrír lögreglumenn réðust inn í baðherbergið, ruku að sturt- unni, rifu Ívar úr henni og rykktu honum í gólfið. Þeir drógu hann svo eftir gólfinu en misstu takið, þannig að höfuð hans skall á gólfflísunum og hjartað hans stoppaði. Að sögn húsráðanda hlógu lögreglumennirn- ir að Ívari þar sem hann lá á gólfinu. 20 mínútum síðar var sjúkrabíllinn mættur til að flytja líflítinn mann- inn á sjúkrahúsið, þar sem gerð var tilraun til endurlífgunar. Síðar sögðu læknar að þetta hafi verið kraftaverki líkast, sannkallað björgunarafrek hafði unnist – fyrst í sjúkrabílnum og síðar á sjúkrahúsinu. Manía Frá þessari ótrúlegu lífsreynslu seg- ir hinn 26 ára Ívar Örn Ívarsson í viðtali við DV. Þennan laugardags- morgun var hann staddur í íbúð sinni og þáverandi kærustu, og hafði í einhverju hugsunarleysi tekið inn allt of stóran skammt af fæðubót- arefni. „Ég tók alltof mikið af Agel- fæðubótarefni. Hafði verið í rækt- inni og eftir hana tók ég inn heilan kassa af Agel, þannig að svokallað CK-gildi líkama míns hækkaði upp úr öllu valdi,“ segir Ívar og bætir við að í kjölfarið hafi hann farið í mikla maníu – í rauninni hafi runnið á hann æði. CK er skammstöfun fyr- ir kreatínkínasa, ensími sem finnst í vöðvafrumum og magn þess hækk- ar í blóðinu við mikla líkams þjálfun eða við inntöku fæðubótarefna. Of mikil neysla á slíku fæðubótarefni getur hins vegar verið hættuleg, eins og Ívar fékk að kynnast. „Læknirinn sagði að það væri alger furða að ég hafi lifað af, eftir að CK-gildið í blóð- inu varð svona hátt.“ Búslóð á pallinum Í maníunni segist Ívar hafa misst tengsl við raunveruleikann og byrj- aði að fleygja hlutum í íbúðinni til og frá. „Einhverra hluta vegna byrj- aði ég að klína þessu fæðubótargeli út um alla veggi, og kasta hlutum fram af svölunum hjá mér: sjón- varpi, glerborði, tölvum, græjum,“ segir Ívar sem bjó á þessum tíma á þriðju hæð og hlutirnir enduðu á palli nágrannans á fyrstu hæðinni – sem í kjölfarið hringdi á lögregluna. „Hann vaknaði með hálfa búslóð á pallinum hjá sér.“ Óvæntur gestur Þegar hann áttaði sig á því hvað hann hafði gert, hljóp Ívar út úr íbúðinni og reyndi að tala hinn ósátta ná- granna til. Það skilaði engum ár- angri og í örvinglun sinni og æði hljóp Ívar á brott og að nærliggjandi húsi þar sem hann reyndi að komast inn. Húsráðandi þar, Ármann Ár- mannsson, lýsir aðkomunni á eftir- farandi hátt: „Einn vormorgun sit ég heima hjá mér, fæ mér kaffi og dá- ist að útsýninu, þegar ég sé skyndi- lega að það er maður að nudda og maka út rúðuna hjá mér. Mér bregð- ur því hann er nakinn og mér sýn- ist hann vera særður. Ég hleyp út í dyragættina og kalla á hann. Þá átta ég mig á því að hann er allur útat- aður í geli. Maðurinn er greinilega í miklu andlegu uppnámi og hrædd- ur um að einhver sé á eftir sér. Mér tekst að róa hann niður og býð hon- um að fara í sturtu á meðan ég helli upp á kaffi.“ Lögreglan ryðst inn Ármann var rétt byrjaður að hella upp á kaffið, eftir að hafa þrifið fæðubótargelið af hurðarhúni og gluggum, þegar nýja gesti bar að garði. „Skyndilega eru komnir þarna tveir lögreglumenn og stara inn um gluggann og banka á rúðuna með kylfu. Ég fer og opna fyrir þeim. Þeir spyrja: „Hefur þú nokkuð orðið var við strípaling hér í nágrenninu?“ Ég segi já og bæti við að maður- inn sé orðinn rólegur og að hann sé í sturtu. Lögreglan spyr þá hvort við séum vinir og ég neita því. Lög- reglan spyr mig þá hvað ég hafi ver- ið að spá, hann hefði getað ráðist á mig. Ég sagðist engar áhyggjur hafa af því, en lögreglan bara ruddist inn. Ég bið lögregluna í sífellu að hand- taka ekki manninn í svo annarlegu ástandi. Lögreglan skipar mér bara að setjast niður og síðar bættust fleiri lögreglumenn við,“ segir Ár- mann en lögreglan hafði enga leit- arheimild. Innganga og leit á heim- ili manna án heimildar brýtur gegn bæði sakamálalögum og 71. gr. stjórnarskrárinnar. „Þeir brjótast inn á baðherbergið mitt þar sem maður- inn er enn í sturtunni. Svo heyri ég öskur og læti og stekk upp úr stóln- um. Þá sé ég tvo lögreglumenn ofan á manninum handjárnuðum með hné í baki hans. Mér sýnist hann vera meðvitundarlaus. Lögreglan veltir svo manninum á bakið og ég bið þá um að byrja að hnoða hann. Í staðinn reyna þeir að lyfta honum upp, en missa hann úr sirka 40 senti- metra hæð, svo hann skellur með hnakkann beint á baðherbergis- flísarnar.“ 20 mínútum síðar kom sjúkrabíll- inn. „Þeir brunuðu með mig á sjúkrahúsið,“ segir Ívar en hann þurfti að vera í öndunarvél í 10 daga eftir atvikið. „Ég var í rúman mánuð allt í allt á sjúkrahúsinu og síðar fór ég í endurhæfingu upp á Grensás. Þar kom í ljós að ég hafði hlot- ið verulega sjónskerðingu, sé allt í svona rauðum og bláum röndum.“ Leitar réttar síns Í dag, eftir að hafa farið í gegnum stífa endurhæfingu, er Ívar allur að braggast. Um tíma þurfti hann að ferðast um í hjólastól og alls óvíst var hvort hann gæti gengið á ný, en betur fór en á horfðist. Hann er þó enn með skerta sjón og takmarkaða hreyfigetu og getur ekki sinnt sín- um helstu áhugamálum, sem eru golf, snjóbretti og mótorkross. Ívar fékk hvorki afsökunarbeiðni né bæt- ur vegna framgöngu lögreglunnar, og ákvað að leita réttar síns. Í dag er málið í ferli og endar að líkindum fyrir dómstólum. Lögmaður Ívars, Eva Hrönn Jónsdóttir, hefur gert kröfu um bætur skjólstæðingi sín- um til handa, enda hafi handtakan verið of harkalega og þar með ólög- mæt. „Þetta er byggt á því að lög- reglumennirnir hafi ekki gætt með- alhófs við handtökuna. Þeir missa hann á gólfið þannig að hann fær hjartastopp; var dáinn í einhverjar tuttugu mínútur. Hann býr náttúru- lega við talsverðan skaða eftir það,“ segir Eva en kvaddir hafa verið til matsmenn til að meta umfang tjóns- ins. Skýrsla þeirra verður svo not- uð sem grundvöllur bótamálsins á hendur ríkinu. „Hann er lögblindur og líkamlega fatlaður eftir þetta. Það er aðallega eljusemi og krafti föður hans að þakka að hann getur geng- ið í dag,“ segir Eva en faðir Ívars, Ívar Harðarson, hefur staðið sem klettur við bakið á syni sínum og stutt hann og hvatt í gegnum erfiðleikana. En telur Eva líklegt að málið vinn- ist? „Ja, vitnisburður mannsins sem bauð honum inn til sín styrkir málið. Hann segist hafa séð lögreglumenn- ina ráðast inn og síðar missa hann og hefur framburður hans um það verið skýr og stöðugur.“ Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en vísaði á embætti ríkislögmanns. Hjá Einari Karli Hallvarðssyni ríkis- lögmanni fengust þau svör að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Bjartsýnn Þrátt fyrir að standa í málarekstri horfir Ívar bjartsýnn fram á veg- inn og hlakkar til að takast á við nýja árið. Hann hefur nýlokið stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hyggur á frekara nám í nánustu framtíð. „Ég get ekki sinnt áhugamálum mínum eins og áður. En ég hef bara fundið mér önn- ur áhugamál; ég fer í sund, horfi á myndir og hlusta á hljóðbækur,“ seg- ir Ívar sem á erfitt með að lesa eftir atvikið. „Ég bý hjá foreldrum mínum sem stendur en þann fyrsta janúar ætla ég að flytja í svona æfingaíbúð hjá Blindra félaginu.“ Á nýju ári stefnir Ívar á að vera duglegur í endurhæfingunni. „Ég ætla að koma mér í betra form, ná toppnum. Ég held ég geti gert allt – þangað til annað kemur í ljós,“ segir Ívar að lokum, kíminn og kokhraust- ur. n Baldur Eiríksson baldure@dv.is „Ég tók alltof mikið af Agel- fæðubótarefni Gengur við stafi „Ég ætla að koma mér í betra form, ná toppnum. Ég held ég geti gert allt – þangað til annað kemur í ljós. Mynd siGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.