Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Qupperneq 36
36 Fréttir Erlent Áramótablað 28. desember 2013 Bandaríkjamenn lögðu niður störf 1. október Hundruð þúsunda opin­ berra starfsmanna í Bandaríkjun­ um lögðu niður störf vegna deilna um fjárlagafrumvarp landsins og fjárheimildir ríkisstofnana. Sextán dagar liðu þar til deilan leystist en hún er talin hafa kostað efnahagslíf­ ið 24 milljarða Bandaríkjadala. Ferjuslys við Lampedusa 3. október Hátt í fjögur hundruð flóttamenn létu lífið þegar ferja sökk skammt undan ströndum eyjarinnar Lampedusa í Miðjarðarhafi. Flótta­ mennirnir sem létust voru frá Afríku. Al-Liby gómaður 5. október Sérsveitarmenn á vegum bandaríska hersins hand­ tóku hryðjuverkamann­ inn Abu Anas al­Liby í Trípólí, höfuðborg Líbíu. Al­Liby var einn af háttsettustu meðlimum al­Kaída og í hópi þeirra sem Bandaríkjamenn lögðu hvað mesta áherslu á að fanga. Hann er meðal annars grunaður um að hafa skipulagt sprengjutilræðin í sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998. Höfnuðu sæti í öryggisráðinu 18. október Sádi­Arabar höfnuðu sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð­ anna. Vildu Sádi­Arabar þannig mótmæla afstöðu öryggisráðsins til málefna Sýrlands, þá sérstaklega eft­ ir efnavopnaárásina í ágúst. Hleranir á vegum Bandaríkjanna 22.–24. október Mikil spenna kom í samskipti Bandaríkjanna við nokkrar vinaþjóðir eftir að í ljós kom að bandarísk yfirvöld höfðu hlerað hátt setta embættismenn. Upplýs­ ingarnar komu fram í gögnum sem Edward Snowden lak. Meðal annars höfðu embættismenn í Frakklandi og Þýskalandi verið hleraðir. Eitrað fyrir Arafat 6. nóvember Ný skýr­ sla leit dagsins ljós sem gaf til kynna að eitrað hefði verið fyrir Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu­ manna. Áður höfðu grunsemdir verið uppi um þetta en í skýrslunni kom fram að geislavirkt efni, pólóníum­210, hefði fundist í líkamsleifum Arafats sem lést árið 2004. Fellibylur á Filippseyjum 8. nóvember Rúmlega sex þús­ und létu lífið þegar mjög öflugur fellibylur, Haiyan, reið yfir Filipps­ eyjar. Fellibylurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar og enn í dag eiga margir um sárt að binda vegna hans. James „Whitey“ Bulger sakfelldur 14. nóvember James „Whitey“ Bulger, alræmdur glæpa­ maður frá Boston, var dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyr­ ir morð, fjárkúgun og ofbeldisverk. Íslensk kona, Anna Björnsdóttir, sagði til Bulgers en hann hafði verði eftirlýstur um langt skeið. JP Morgan greiddi metfé 19. nóvember Bandaríski bankinn JP Morgan samþykkti að greiða bandarískum yfirvöldum þrettán milljarða Banda­ ríkjadala. Með þessu komst bankinn frá yfirvofandi málsókn vegna vafasamra lána sem bankinn veitti í aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Af þessum 13 milljörðum dala munu fjórir milljarðar dreifast til íbúðareigenda sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Samkomulag um kjarnorku áætlun 24. nóvember Íranir náðu samkomulagi við fastafulltrúa í öryggisráði Sam­ einuðu þjóðanna um að minnka verulega auðgun úrans. Á sama tíma var efnahagsþvingunum, sem Íranir hafa sætt um langt skeið, létt. Mótmælaalda í Úkraínu 1. desember Hundruð þúsund einstaklinga komu saman í Kænu­ garði, höfðuborg Úkraínu, til að krefjast afsagnar Viktors Yanukovich, forseta landsins. Mótmælendur köll­ uðu líka eftir auknum tengslum við Evrópu og Vesturlönd í stað Rúss­ lands. Fjöldi mótmælenda og lög­ reglumanna mæddust í mótmæl­ unum. Mótmælin stóðu fram eftir mánuðinum en um miðjan mánuð buðust Rússar til að koma slæmum efnahags landsins til bjargar; kaupa mikið magn ríkisskuldabréfa og selja þeim jarðgas á miklum afslætti. Mandela látinn 5. desember Frelsishetjan og fyrr­ verandi forseti Nelson Mandela féll frá 95 ára að aldri þann 5. desember. Mandela lést eftir langa baráttu við veikindi. Pútín náðar 19. desember Fjölmargir fangar í Rússlandi voru náðaðir af Vladimír Pútín, forseta landsins. Meðal þeirra voru meðlimir í hljómsveitinni Pussy Riot sem fangelsaðir voru eftir mótmæli. Þá var fyrrverandi olíubar­ ón, Mikhail Khodorkovsky, leystur úr haldi eftir að hafa dúsað í fangelsi frá 2005 en hann var einn þekktasti pólitíski fanginn í Rússlandi. Bifreiða- og vélaverkstæði • Álhellu 8 Hafnarfirði • Sími 577 6670 • velras.is Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn? Allar almennar bílaviðgerðir – Gírkassa- og vélaviðgerðir. Yfirförum, gerum við og förum með í skoðun sé þess óskað. Fljót og góð þjónusta. Metanbreytingar HÁTÆKNIBÚNAÐUR EINN VIRTASTI FRAMLEIÐANDI METANBÚNAÐAR Í EVRÓPU HRINGDU STRAX OG FÁÐU UPPLÝSINGAR Sparaðu bensín! Metanvæddu bílinn! Bifreiða- og vélaverkstæði • Álhellu 8 Hafnarfirði • Sími 577 6670 • velras.is Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn? Allar almennar bílaviðgerðir – Gírkassa- og vélaviðgerðir. Yfirförum, gerum við og förum með í skoðun sé þess óskað. Fljót og góð þjónusta. Metanbreytingar HÁTÆKNIBÚNAÐUR EINN VIRTASTI FRAMLEIÐANDI METANBÚNAÐAR Í EVRÓPU HRINGDU STRAX OG FÁÐU UPPLÝSINGAR Sparaðu bensín! Metanvæddu bílinn! Við óskum landsmönnum gleðilegs nýs árs!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.