Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Side 39
Fréttir 39Áramótablað 28. desember 2013  Manndóms- vígslan Þessir ungu piltar tilheyra hópi ungmenna í Suður-Afr- íku, sem yfirgefa fjölskyldur sínar og fara í gegnum mann- dómsvígslu og skóla. Þeir eru umskornir og dvelja í umsjá ættarhöfðingja. Athöfnin er kölluð Ukwaluka, eða ferðin á fjallið.  Í skjóli Mannréttindamál í Rússlandi vöktu mikla athygli á árinu, eða skortur á mannréttindum öllu heldur. Umdeild lög er bönnuðu „áróður um samkynhneigð“ voru sett í ríkinu sem sættu miklum mótmælum á heimsvísu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, telur samkynhneigð vera eina stærstu ógn sem steðjar að Rússlandi. Í borginni Sochi eiga samkynhneigðir þó skjól. Það gæti þó allt breyst, þar sem tilskipun hefur verið gefin út um að fylgjast eigi sérstaklega með málum í Sochi til að tryggja að í borginni fari ekki fram „áróður um samkynhneigð.“ Á meðfylgjandi mynd sést dragdrottning undirbúa sig fyrir sýningu í næturklúbbi í Sochi.  Ljósabrjálæði Duszenko-fjölskyldan í Polkowice í Póllandi hefur mikið yndi af jólunum og jólaskrauti. Frá árinu 1999 hefur fjölskyldan lagt mikinn metnað í skreytingar sínar, innan húss sem utan. Árið 2013 prýða heimili þeirra 52.000 ljósaperur.  Hörð samkeppni Samkeppnin um störf í Japan er afar hörð. Því leita ungar konur til ráðgjafa sem aðstoða þær við það hvernig best er að bera sig að við at- vinnuleitina. Kennslan felst meðal annars í förðunarkennslu, framkomuaðstoð og ráðgjöf varðandi klæðaburð.  Föðurást Ljósmyndari Reuters í Súdan tók þessa mynd af feðgum í flóttamannabúðum. Feðgarnir brugðu á leik í þéttsetnum búðunum og föðmuðust svo þétt.  Í lit Þegar eldfjallið Sinabung gaus fóru tveir ljósmyndarar Reuters á vettavang. Þar sem þeir horfðu yfir blómaengi sem var þakið ösku tóku þeir skyndilega eftir einu rauðu blómi sem skar sig svona líka úr.  Á hornum sér Þegar fólkið í San Fermin í Pamplona hleypur með nautum, veit það af áhættunni sem því fylgir. Eflaust bjóst þó Diego Miralles ekki við því að sitja fastur á nautshorni í miðju hlaupinu. Honum var komið til bjargar og borinn af vettvangi. Nautið drapst síðar sama dag í nautaati.  Það kemur Manuela Mitre samþykkti að leyfa ljósmyndara Reuters að fylgjast með heimafæðingu á heimili hennar í Brasliíu. „Hún kallaði, það kemur, það kemur,“ segir ljósmyndar- inn um myndina og segir að hríðarverkir konunnar hafi verið afar miklir, en segir að Manuela hafi staðið sig eins og hetja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.