Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Síða 44
Áramótablað 28. desember 201344 Umræða Hótun Vigdísar „Ég er náttúrulega í þessum hagræðingarhópi. n Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingkona Framsóknarflokksins, í þættinum Í bítið á Bylgjunni þann 14. ágúst 2012. Vísaði Vigdís til Ríkisút- varpsins með ummælunum og lét hún þau falla í kjölfar þess að hún sagði RÚV vera of vinstrisinnaða stofnun. Heimsmetið „ Í undirbúningi eru róttækustu að- gerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, í ræðustól Alþingis þann 10. september 2013. Sigmund- ur Davíð tjáði sig þar um boðaðar skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Silfur upp í skuldir „Ég seldi silfrið. n Sigfús Sigurðsson handboltamaður játaði í viðtali við DV þann 15. nóvember að hafa selt silfurpeninginn sem hann fékk á Ólympíuleikunum í Peking í Kína árið 2008. Sigfús sagði í viðtalinu að ástæðan fyr- ir þessari ákvörðun hefðu verið skuldir. Mannlegur Bjarni „Ég er bara mannlegur. n Sagði Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og nú- verandi fjármálaráðherra, í Kastljósi í aðdraganda þingkosn- inganna. Með við- talinu snéri Bjarni vörn í sókn eft- ir að birt hafði verið könnun á stuðningi sjálf- stæðismanna við hann í Viðskipta- blaðinu og þar sem fram kom að Hanna Birna Kristjáns- dóttir nyti meiri stuðnings en hann. Sagðist Bjarni íhuga afsögn í við- talinu og var mjög einlægur. Afsögn Bjarna var nánast ómöguleg eftir við- talið þar sem stuðningur við hann jókst mjög. Nýyrði Vigdísar „Rangsannindi n Vigdís Hauksdóttir mismælti sig á Alþingi í desember og talaði um rangsannindi og sló þannig saman tveimur orðum sem hafa gagnstæða merkingu. Var hent að því gaman manna á milli að orðið ætti heima í sérstakri orðabók með nýyrðum Vigdísar og fleygum orðum hennar: Vigdískri orðabók. Gjaldþrota Íslendingar„Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra. n Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, færði rök fyrir því á Alþingi í aðdraganda þingkosn- inganna í vor að Íslendingar væru ekki aflögufærir vegna efnahags- hrunsins 2008 og gætu þar af leiðandi ekki veitt fé í þróunaraðstoð. Þjóðleikhús Elliða „Getur 320 þúsund manna þjóð verið með þjóðleikhús sem tekur til sín rúmlega 900 milljónir? n Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tjáði sig um fjár- lögin á bæjarstjórnarfundi í nóv- ember. Þar spurði Elliði hvort 320 þúsund manna þjóð gæti rekið þjóð- leikhús, sinfóníuhljómsveit, Hörpu og haldið úti utanríkisþjónustu. Tilfinningar Eiðs „Ég er ansi hræddur um að þetta hafi verið minn síðasti leikur. n Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður brast í grát eftir leik Íslands og Króatíu í Za- greb í nóvember þar sem íslenska landsliðið tapaði. Viðtalið við Eið Smára og tilfinningaleg við- brögð hans vöktu mikla athygli enda var stundin dramatísk: Besti knattspyrnumaður þjóðarinnar frá upphafi var að tilkynna að hann væri hættur í landsliðinu í kjölfarið á besta árangri liðsins í sögunni. Bara aðgerðir „Engar nefndir, enga starfshópa, engar tafir, aðeins að- gerðir í þágu heimilanna. n Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrði stefnu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í febrúar og hét aðgerðum kæmist flokkurinn í ríkisstjórn. Gamla fólkið og hrunið „Sumt gamalt fólk tók ekki einu sinni eftir því að hér hefði orðið hrun. n Geir H. Haarde tjáði sig um ís- lenska efnahags- hrunið í samtali við breska blað- ið The Guardian í október, í tilefni af fimm ára afmæli hrunsins, og gerði nokkuð lítið úr því. Fulltrúi útgerðarinnar „Ég lít á mig sem sérstakan fulltrúa sjávarútvegarins og mun taka fullan þátt í þeirri umræðu nema þar sem siðareglur kveða á um það beint að ég megi það ekki. n Páll Jóhann Pálsson, nýkjör- inn þingmaður Framsóknar- flokksins og einn af hluthöfum sjávarútvegsfyr- irtækisins Vísis í Grindavík, tjáði sig um hagsmunatengsl sín í viðtali við DV í júní. Leyndó í LÍÚ „Erum að fara á leyndó fund í LÍÚ segi þér síðar. n Smáskilaboð frá Gunnari Braga Sveinssyni, ut- anríkisráðherra og þingmanni Framsóknar- flokksins, láku á netið um mánaða- mótin nóvember og desember þegar tyrkneskur hakk- ari braust inn á vefsvæði Vodafone. Um var að ræða smáskilaboð sem send höfðu verið af vefsíðu síma- fyrirtækisins og voru ofangreind skilaboð frá Gunnari Braga til Vig- dísar Hauksdóttur þar á meðal en þau voru send í mars 2011. Strax er teygjanlegt hugtak„Stjórnmálaflokkar eru kosnir til fjögurra ára í senn. Þegar verið er að ræða svona brýn mál þá er strax kannski teygjanlegt hugtak. n Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lét þessi orð falla í viðtali í Kastljósi í október þegar hún var spurð að því hvað hún hefði átt við þegar hún lofaði því fyrir kosningarnar í vor að 12 til 13 milljarðar yrðu settir „strax“ inn í rekstur Landspítalans. Leiðrétting strax „Enn á ný reyna andstæðingar okkar að snúa út úr einföldum orðum og staðreyndum, nú hjá Frosta Sigurjóns- syni. Til að það sé á hreinu kemur leið- rétting skulda fram strax, en áhrifin af leiðréttingunni koma inn í efnahagskerfið á löngum tíma, sem er æskilegt. Þetta er ekki flókið. n Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins og verðandi for- sætisráðherra, tjáði sig um efndir á kosningaloforðum flokksins á Facebook-síðu sinni, einum degi fyrir kosningarnar. Efndir á lof- orðunum hafa hins vegar dreg- ist mjög og eru ekki enn komn- ar fram. Í stað efnda á loforðum flokksins voru allt aðrar tillögur um skuldaleiðréttingar kynntar í lok nóvember. Ummæli ársins Vigdís Hauksdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga nokkur af ummælum ársins 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.