Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Side 49
Áramótablað 28. desember 2013 Völvuspá 2014 49 með Guðna Ágústsson fremstan eru óánægðir með hvernig flokkurinn kemur fram við hana og láta þá óá- nægju í ljós. Svo lekur út að þessi einangrun sé samkvæmt skipun- um frá forystu flokksins í Skagafirði og þá þagna óánægjuraddir fram- sóknarmanna og frægðarsól Vigdís- ar lækkar hægt og rólega. Völvan sér afar óþægilegt mál fyrir Framsóknarflokkinn koma upp á vordögum þegar heyrinkunnugt verður hve sterk tök þeir Þórólfur Gíslason og Sigmundur Davíð hafa í raun og veru á flokknum. Stjórn- unaraðferðir Þórólfs í einu tilteknu máli verða opinberar og blöskrar mönnum sú skuggastjórnun sem hann beitir. Völvan sér Siv Friðleifs- dóttur stíga fram og skýra frá því hvernig  Þórólfur heimtaði að hún stigi til hliðar fyrir síðustu kosningar og fleiri gægjast fram úr skúmaskot- um.  Völvan sér Hösk- uld Þórhallsson lenda í mik- illi ónáð vegna þessa máls hjá sínum mönnum og hann verð- ur settur í sömu kæligeymsluna og Vigdís Hauksdóttir. Þeir eiga Fram- sóknarflokkinn n Í þessum sviptingum verð- ur ljóst að fyrir fáum árum keyptu Þórólfur Gíslason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson persónulega upp skuldir Framsóknarflokksins. Þannig verður í raun ljóst að þeir kumpánar eiga Framsóknarflokk- inn í nokkuð bókstaflegri merkingu þess orðs. Talsvert verður pískrað um það hvernig  þeir beita þessu eignarhaldi sínu og kemur þá í ljós að Þórólfur hefur hringt símtöl og gefið fyrirskipanir eins og t.d. þá dagskipun að Siv Friðleifsdóttir ætti að hætta í stjórnmálum. Mikið og víðtæk þöggun grípur um sig meðal Framsóknarmanna en völvan sér marga flokksmenn ansi kollhúfulega á svip vegna þessara uppljóstrana. Samfylking í bobba n Völvan sér undarlegt leiðindamál koma upp inn- an Samfylk- ingarinnar. Það tengist með einhverjum hætti forystu flokksins og þykir varla prenthæft í fyrstu. Fyrir vikið fer bylgja hvíslinga um samfélagið og loks er svo kom- ið að allir þykjast vita hvað sé um að vera. Völvan sér formann flokksins stíga fram í eftirminnilegu sjónvarps- viðtali í Kastljósinu og gera hreint fyrir sínum dyrum með þeim hætti að þjóðin situr höggdofa eftir en hann þykir maður að meiri. Björt framtíð nýtur vinsælda n Völvan sér Bjarta fram- tíð njóta vinsælda bæði innan þings og utan. Sérstaklega er það framganga Róberts Marshall sem vekur athygli en skeleggur og rökfastur mál- flutningur hans þyk- ir ná betur til fólks en það sem Guð- mundur Stein- grímsson hefur fram að færa. Þessi velgengni BF veldur mikilli gremju bæði hjá sjálfstæðismönnum og Samfylkingu. And- stæðingar telja sig hafa komist í feitt þegar Björt Ólafsdóttir kemst í kast- ljós fjölmiðla vegna óreiðu í fjármál- um samtaka sem hún tengdist áður. En flokknum tekst að hrista það af sér eins og vatn sem stökkt er á gæs. Vinstri græn í kreppu n Völvan sér Vinstri græn ekki ná vopnum sínum með góðu móti í stjórnarandstöðu. Steingrímur J. Sigfússon hverfur af þingi á nýju ári þegar hann tekur við verkefn- um á öðrum vettvangi og varamað- ur tekur sæti hans. Steingrímur flytur tímabundið til Noregs þar sem eigin- kona hans fær vinnu en hann tekur að sér verkefni fyrir utanríkisráðu- neytið. Völvan sér ský hneykslis- mála tengdum sjávarútvegi yfir Lilju Rafn ey, þingkonu flokks- ins. Katrín Jakobsdóttir stýrir flokknum af fimi og öryggi en einhvern veginn nær mál- flutningur flokksins ekki til al- mennings. Völvan sér Katrínu þreytast á verkefninu og á miðju ári segir hún í viðtali að efasemdir um þátttöku í stjórn- málum sæki á sig. Hún lætur und- an þrýstingi flokksmanna sinna og hættir við að hætta en þessi hrein- skilni hennar kemur henni í koll á pólitíska sviðinu því einhverjir missa traust til hennar. Píratar í inn- byrðis deilum n Völvan sér flokk pírata loga í deil- um innbyrðis. Þær deilur snúast um Birgittu Jónsdóttur og þátttöku hennar í kvikmyndagerðinni um WikiLeaks. Forystumenn WikiLeaks, bæði innan lands og utan, snúast gegn Birgittu og saka hana um tvö- feldni og eiginhagsmunagæslu. Þingmenn Pírata koma ekki all- ir leiðtoga sínum til varnar og það leiðir til deilna innan flokksins. Völvan sér Birgittu hætta þátttöku í stjórnmálum á nýju ári og halda á vit nýrra verkefna erlendis. Það ger- ist reyndar í kjölfar þess að hún öðl- ast nánast heimsfrægð þegar upp- skátt verður um tengsl hennar við Edward Snowden en Birgitta reyn- ist mikil hjálparhella í því að koma honum í skjól annars staðar en í Rússlandi. Birgitta fer því á brott með pálmann í höndunum en Píratar sitja eftir sem höfuð- laus her. Hvað gerist í borginni? n Völvan sér niðurstöður sveit- arstjórnarkosninga víða um land koma á óvart. Á nokkrum stöðum verða alger og óvænt umskipti en annars staðar halda fyrri meirihlut- ar velli. Mesta athyglin verður á Reykjavík þar sem listi Bjartrar fram- tíðar verður sigurvegari kosning- anna en frammistaða Pírata vekur einnig athygli en flokkurinn kemur manni að í Reykjavík en Sjálfstæðis- flokkurinn missir mann. Saman ná Samfylking og Björt framtíð traust- um meirihluta og Dagur B. Eggerts- son verður borgarstjóri Reykvíkinga í góðri sátt við borgarbúa. Sjálfstæðismenn fara mikla sneypuför í umræddum kosn- ingum en í ljós kemur að framboðslisti þeirra höfðar alls ekki til ungra borgarbúa og leiðtogi listans Halldór Halldórsson hefur ekki erindi sem erfiði. Flugvallar- málið á engan hljómgrunn meðal borgarbúa og völvan sér Halldór oddvita stíga, eftir kosningar, upp í flugvél sem stefn- ir vestur á firði. Hanna Birna í vandræðum n Hanna Birna Kristjánsdóttir á erf- iða daga á nýju ári. Hún og hennar ráðuneyti sæta mikilli gagnrýni fyr- ir meintan leka í tengslum við mál flóttamanna sem upp kom seint á árinu 2013. Það mál fylgir henni eins og vofa og völvan sér Hönnu Birnu í harðri vörn vegna þessa. Að baki hennar sér völvan náinn samstarfs- mann sem reynist bera meiri ábyrgð á lekanum en fram hefur komið. Þegar það verður uppskátt í lok jan- úar finnst mörgum að hann ætti að segja af sér en öllum til undrun- ar stígur Hanna Birna fram og í stað þess að varpa samstarfsmanni sínum á dyr ver hún hann af mikilli hörku. Margir verða til þess að segja að það sé misráðin ákvörðun. Hanna Birna vekur einnig athygli og kallar fram öldu mót- mæla og hneykslunar þegar hún ákveður snemma á árinu að ríkið greiði Geir Haarde sanngirnisbætur vegna landsdómsmálsins og fellur þá málarekstur hans fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu niður.  Bjarni þjarmar að Landsvirkjun n Bjarni Benediktsson veldur óróa þegar hann skipar þekktan sjálfstæð- ismann og fyrrverandi forsætisráð- herra sem nýjan stjórnarformann Landsvirkjunar snemma á nýju ári. Í kjölfarið segir Hörður Arnarson starfi sínu sem forstjóri lausu og í stólinn sest verkfræðingur í góðu talsambandi við Sjálfstæðisflokk- inn. Við þessa breytingu færist stefna Landsvirkjunar í átt til hefðbundinnar orkuvinnslu fyr- ir stóriðju í líkingu við það sem menn þekkja úr fortíðinni. Sigmundur bæjarstjóri á Akureyri n Á Akureyri verða nokkur tíð- indi í bæjarstjórnarkosningum því Sigmundur Ernir Rúnarsson stígur fram á útmánuð- um og leiðir lista Bjartrar framtíðar fyrir norð- an. Sigmundur vinn- ur stórsigur og öðlast nýtt pólitískt líf sem bæjarstjóri á Akureyri. Með honum í þessum leiðangri verða nokkr- ir gamlir félagar hans að norðan m.a. forsprakkar hinna fornu Skriðjökla. Engin björt framtíð á landsbyggðinni n Björt framtíð gerir tilraun til þess að bjóða fram á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur í sveitarstjórnar- kosningunum en þá kemur ótvírætt í ljós að sveitavargurinn hefur engan áhuga á Bjartri framtíð. Það er að- eins í þéttbýlinu sem flokkurinn á einhvern hljómgrunn að ráði. Völvan sér framboð utan flokka í Ísafjarðarbæ vekja mikla athygli og koma manni að í bæjarstjórn. Áherslur framboðsins á andúð gegn útlending- um kallar fram gagn- rýni frá ýmsum samtök- um og málsaðilum en heimamenn kæra sig kollótta. Ólæknandi á Ísafirði n Mikil átök kringum sjúkrahús- ið á Ísafirði koma upp á yfirborðið. Þar gefast læknar einn af öðrum upp á starfi sínu vegna erfiðleika í samstarfi við yfirlækninn, Þorstein Jóhannesson. Hann nýtur verndar Sjálfstæðisflokksins og róta sinna á staðnum sem heimamaður að við- bættri þjóðsagnakenndri samstöðu læknastéttarinnar. Alþýða manna stendur höggdofa yfir frásögnum að vestan þegar þetta mál og samskipti manna komast í hámæli. Völvan sér yfirlækn- inn að lok- um láta af störfum með töluverðum hvelli. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.