Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Síða 56
Áramótablað 28. desember 201356 Völvuspá 2014 Dúnþvottur Er gamla dúnsængin orðin slitin? Vantar hana upplyftingu fyrir jólin? Við þvoum æðardún og skiptum um ver á gömlum dúnsængum. Setjum æðardún í sængurver. Seljum einnig æðardúnsængur. Morgunroði ehf. - Sími 893 2928 Geymið auglýsinguna!  Sakamál Njósnir á Íslandi n Völvan sér njósn- ir á Íslandi í fréttum næsta árs. Í ljós kem- ur að NSA, Þjóðar- öryggisstofnun Banda- ríkjanna, hefur stundað mun umfangsmeiri njósnir og eftirlit á Íslandi en nokkurn hafði órað fyrir. Þetta kemur allt í ljós þegar skjöl frá Edward Snowden berast til fjölmiðla. Í ljós kemur að samstarf NSA og fleiri njósnastofnana við embætti ríkislög- reglustjóra hefur verið óheilbrigt svo ekki sé fastar að orði kveðið. Völvan sér Harald Johannessen ríkislögreglu- stjóra undir gríðarlegum þrýstingi vegna þessa máls og mun hann senni- lega segja af sér embætti eftir ályktun Alþingis um málið. Í ljós kemur að þræðir njósnanna tengjast stóra leka- málinu hjá Vodafone í lok ársins 2013. Sérkennilegt sakamál n Völvan sér undarlegt sakamál koma upp á Akureyri í byrj- un ársins. Það varðar mútur og spillingu sem tengist aðilum í bæjarstjórn Akureyrar. Málið fer í rannsókn og allur bær- inn og mestallt landið loga í kjaftasögum um það sem gerðist en svo verður málið í þagnargildi það sem eftir lif- ir árs. Þetta mál dregur á eftir sér slóða sem hefur mikil áhrif í bæjarstjórnarkosningum á Akur- eyri og verður til þess að meirihlut- inn fellur og nýir vendir taka við að sópa. Einelti og ofbeldi n Umræða og játningar varð- andi einelti halda áfram á nýju ári. Mikla athygli vekur í byrjun árs þegar þjóðþekktur einstaklingur grætur í Kastljósviðtali þegar hann lýsir einelti á stórum opinberum vinnustað. Völvan sér dapurlega atburði tengda einelti eiga sér stað á stórum þéttbýlisstað í nágrenni Reykjavíkur. Skömmu síðar stígur þekkt fjölmiðlakona fram og seg- ir frá grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns síns sem einnig er þekktur maður. Frásagnir henn- ar vekja mikla athygli og verða margir til þess að segja: þar sem er reykur þar er eldur. Glæpaborgin Reykjavík n Morð verður framið í Reykjavík á vordögum og er þar um ástríðu- glæp eða hefndarglæp að ræða sem tengist átökum milli manna sem stunda ólöglega starfsemi. Afar víðtækt fjársvikamál kemur upp á árinu og völvan sér ekki bet- ur en starfsmaður banka og starfs- menn fasteignasölu hafi þar bundist samtökum um að blekkja stór- an hóps fólks. Allir stela n Völvan sér starfs- mann góðgerðasam- taka leiddan út í járnum eftir að upp kemst að hann (eða hún) seldi vörur sem fyrirtæki gáfu til styrktar bágstöddum og seldi í sína eigin þágu. Gamli góði Villi n Völvan sér Vilhjálm Vilhjálms- son, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík, í kastljósi fjölmiðla vegna dvalarheimilisins Eirar. Rannsókn leiðir í ljós að ástandið á Eir og með- ferð fjármuna þar var undarlegri og verri en nokkurn gat órað fyrir. Snemma á nýju ári verður farið að rannsaka málið sem sakamál og þá kemur margt í ljós sem ekki átti að koma fyrir sjónir almennings. Gamli góði Villi virðist ekki koma neitt sér- staklega vel út úr því öllu saman og völvan sér hann í mikilli vörn. Fíkniefni í umferð n Fíkniefnaneysla leggst ekki af á nýju ári þótt einhverjir kunni að vona það. Innflutningur þeirra kemst nokkrum sinnum í fréttir án þess að vekja verulega athygli. Það sem vekur athygli er þegar þjóðþekktur maður er handtekinn í tengslum við eitt slíkt mál og í kjölfar- ið leysir hann frá skjóðunni og segir frá eig- in neyslu, sölu og dreifingu en síðast en ekki síst frá mörgum við- skiptavinum og sam- starfsmönnum við þessa ólög- legu iðju. Á þeim lista reynast vera margir nokkuð þekktir menn, þar á meðal einn þingmaður. Femínisma vex fiskur um hrygg n Mikla athygli vekur þegar Hildur Lilli- endahl fær viðurkenn- ingu er- lendis fyr- ir baráttu sína í þágu kvenfrelsis. Hildur tekur við viðurkenningunni og ræða sem hún flytur við það tækifæri bergmálar í fjölmiðlum heimsins í nokkrar vik- ur á eftir. Um hríð eftir verðlauna- veitingu stendur lögreglan í Reykja- vík vörð um heimili Hildar vegna hótana sem henni berast frá íslensk- um karlmönnum.  Eftirmál Al-Thani n Völvan sér Hæstarétt staðfesta dóm héraðsdóm í Al-Thani málinu. Á nýja árinu falla svo fleiri dóm- ar í héraði yfir sömu aðalpersónum og stóðu á sviði Al-Thani málsins. Í kjölfarið fer afar kaldur hrollur um marga sem bíða dóms og völv- an sér fleiri lítt þekkta snillinga úr bankaheiminum standa gneypa frammi fyrir dómara. Mikla athygli og hneykslun vekur þegar lögfræðingarnir sem voru sektaðir í Al-Thani málinu eru sýknaðir í Hæsta- rétti og sektirnar felldar niður. 
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.