Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Page 64
Áramótablað 28. desember 201364 Fólk Viðtal
yfirlestur og hjálpa fólki við að setja
saman texta.“
Sjálfur fær hann mikla hjálp við
sínar bækur, þótt hann hafi atvinnu
af því að lesa yfir annarra manna
handrit. „Þegar maður er að skrifa
er maður kannski með heila veröld
í hausnum, hundrað manns sem
allir eru að banka og eitthvað að
skvaldra og hver með sitt, og mað-
ur er með athyglina á þeim atburð-
um sem þurfa að komast á blað.
Þá er eitt og annað sem getur far-
ið forgörðum, persónur geta breytt
um nöfn og tímastundir raskast og
ýmis legt.“
Áður en hann hófst handa með
síðustu bók var hann búinn að
ákveða hvernig sagan yrði og hvern-
ig hún myndi enda. „Ég þurfti bara
að skrifa hana - en hún var alsköp-
uð í hausnum á mér, þegar til. Það
er svo skrýtið að stundum koma
sögur alskapaðar til mín. Það er
eins og litlir englar sitji á skýi og
semji sögur, hendi þeim svo niður
til jarðarinnar, og svo lenda þær
hipsumhaps í heilabúum höfunda
sem þurfa bara að ná þeim út úr sér.
Sagan er tilbúin áður en þú veist
það sjálfur. Þetta er mjög sérstakt og
skemmtilegt ferli. Það er mjög gam-
an að skrifa, ég gæti ekki verið án
þess, það er alveg óhugsandi.
Stundum veit ég ekkert hvað ger-
ist næst. En þegar maður er kominn
með fyrstu blaðsíðuna þá er mað-
ur búinn að skapa heiminn, opna
hólfin fyrir þessa sögu. Síðan get
ég farið aftur inn í það hólf hvar og
hvenær sem er. Ég get setið heima
og verið að kjafta við fjölskylduna og
verið að semja. Mér finnst óþarfi að
búa til eitthvert vesen í kringum það
eða setja mig í flóknar stellingar,“
segir hann og spyr: „Eru miðlar ekki
svona? Þeir geta bara opnað hólf og
lokað því aftur. Allt sem ég skrifa er
þannig, ég opna hólf og það streym-
ir fram.“
Gátu ekki eignast barn
Kristján Kristjánsson tónlistarmað-
ur er mættur í hús og Guðmundur
Andri veifar honum. KK býr í Karfa-
voginum þar sem æskuheimili Guð-
mundar er. „Mér þykir alltaf vænt
um fólkið í Karfavogi. Ég hef sér-
staka tengingu við það.“
Talandi um fjölskylduna. Guð-
mundur Andri á eiginkonu, Ingi-
björgu Eyþórsdóttur, og tvær dæt-
ur sem hann ættleiddi frá Indlandi,
þær Svandísi Roshni og Sólrúnu
Lizu. „Við vorum barnlaus og gátum
ekki eignast barn saman. Eftir nokk-
ur ár ákváðum við að fara þessu leið,
hætta að reyna og hjálpa munaðar-
lausum börnum að komast á legg
frekar en að láta þetta snúast um
ástina á eigin genum.
Um leið og við áttuðum okkur á
þessum möguleika stukkum við á
það og vorum svo lánsöm að það var
eins og forsjónin stæði með okkur í
bæði skiptin. Við sóttum Svandísi
til Kolkata árið 1995. Hún var bara
nokkurra mánaða og var á barna-
heimili. Við fengum hana í gegnum
félagið Íslenska ættleiðingu. Það var
síðan árið 2000 sem við ættleiddum
Sólrúnu.
Mér skilst að þetta sé allt orðið
erfiðara núna. Það er miður, því
þörfin er svo sannarlega til stað-
ar. Þótt það séu ekki mannréttindi
að eignast barn þá eru það mann-
réttindi hvers barns að eignast for-
eldra. Fólk talar stundum eins og
það séu réttindi fólks að eignast
börn en náttúran er ekki alltaf sann-
gjörn. Fólk getur ekki alltaf fengið
allt sem það þráir. Það er eðli lífsins
og það er veruleikinn sem ég bjó við
um tíma.“
Mesta ævintýr lífsins
Hann sá framtíðina samt aldrei fyr-
ir sér án barna. „Við fórum frekar
snemma í ferlinu að hugsa um ætt-
leiðingu. Ættleiðingin gekk síðan
hratt fyrir sig í bæði skiptin, aðeins
hægar þó í seinna skiptið.“
Eftir að þau hjónin höfðu skráð
sig hjá Íslenskri ættleiðingu fengu
þau fljótlega fyrirspurn hvort þau
vildu ættleiða þetta barn. „Við fór-
um að skoða myndir af barninu og
aftur á meðan við vorum að bíða.
Úti fór svo af stað ákveðið lögform-
legt ferli. Þegar það var afstaðið fór-
um við út að sækja barnið.
Það er ekkert sem lýsir þeirri til-
finningu að halda á barni í fyrsta
sinn og vita að þetta er barnið þitt.
Það er stórkostlegasta stund ævinn-
ar. Í mínu tilviki eru þessar stundir
tvær,“ segir hann og brosir hlýlega.
„Það að eignast þessar tvær stelpur
er mesta ævintýri lífs míns og hef-
ur gefið mér mikla birtu. Það hefur
gefið mér mjög mikið á öllum svið-
um og er það sem hefur breytt mér
hvað mest.“
Ferðin út hafði líka mikil áhrif á
hann. Hann var ekki sami maðurinn
þegar hann sneri aftur heim. „Þegar
ég steig út úr vélinni úti skall ég á
hitavegg og ákveðin lykt lá í loftinu.
Þegar maður kom svo út blasti við
manni mannmergðin. Þá hugsaði
ég með mér, já, þetta er Jörðin. Nú
er ég kominn til Jarðarinnar og þetta
er mannkynið. Ég áttaði mig á því
að við erum ekki beinlínis á Jörðinni
hér í fyrsta heiminum heldur
nokkrum metrum fyrir ofan hana.
Þarna fann ég allt í einu lyktina af
Jörðinni, sem var sérstök blanda. Og
sá fólkið sem býr við þessi kjör sem
meirihluti mannkynsins býr við. Ég
fékk það eins og hnefa í hausinn, ör-
birgðina andspænis allsnægtunum.
Í kjölfarið liðu nokkur ár þar til
ég þoldi að heyra frásagnir af kjara-
samningum hér á Íslandi. Ég gat
ekki heyrt þetta, að fólk væri hér
í allsnægtunum að heimta hærra
kaup,“ segir hann og hlær. „Það
breytti sýn minni til allra hluta að
koma til Indlands.“
Stundin sem breytti öllu
Eftir viku í Dehlí héldu þau til
Kolkata. Þar fóru þau daglega í
heimsókn á barnaheimilið þar sem
dóttir hans dvaldi. „Barnaheim-
ilið var mjög fallegt. Þar var mik-
il örbirgð og mikil þrengsli og það
vantaði margt. En það var mjög vel
hugsað um börnin og það var gert
mjög fallega. Þær höfðu greini-
lega báðar fengið gott atlæti fyrstu
mánuðina.”
Í seinna skiptið varð hann eftir
heima með eldri stelpuna sem var
fimm ára á meðan konan fór út að
sækja dóttur þeirra. „Við biðum
voða spennt og það var ekkert nema
tilhlökkun og gaman. Mig minnir að
ég hafi málað gólfið í þvottahúsinu á
meðan,“ segir hann hlæjandi .
„Í bæði skiptin er stærsta minn-
ingin þegar ég fékk þetta litla líf í
faðminn í fyrsta sinn. Ég var búinn
að horfa svo lengi á þær á mynd-
um og kynnast þeim þannig. Síðan
fékk ég þetta líf í faðminn og mér
var ætlað að vernda og hjálpa þessu
lífi að þroskast og verða til. Það er
sterkasta tilfinningin og hún er yf-
irþyrmandi, þessi stund sem breyt-
ir öllu, stundin þegar maður finnur
ábyrgðina og finnur hvað ábyrgðin
er létt og góð.“
Fyrstu árin var meiri samgangur
við félagið Íslenska ættleiðingu
en fjölskyldan er enn í vinahóp
sem samanstendur af fólki sem
hefur gert það. Smám saman hafa
tengslin við Indland þó minnkað.
„Þegar þær voru yngri skoðuðum
við myndir frá Indlandi með þeim
og myndbönd. En nú eru stelpurnar
orðnar svo gamlar að þær ráða því
sjálfar hvað þær gera.
Það fylgir þeim náttúlega alla
tíð löngunin til að vilja vita hvað-
an þær koma. Við höfum alltaf lagt
áherslu á að þær þekki sína sögu.
Í svona ættleiðingarferli mætist
margs konar missir, sorg blóðmóð-
ur, sorg barnsins sem er aðskilið
frá móður sinni og sorg kjörfor-
eldra sem trega börnin sem þau
eignuðust ekki. Úr þessum trega
býr maður til kærleika og ást.
En þú verður að horfast í augu
við tregann, vinna með hann
og mæta honum. Þú getur ekki
látið eins og hann sé ekki þarna.
Það hefur ekkert upp á sig. Þess
vegna er mikilvægt að tala um
þetta og tala um þetta við börn-
in áður en þau eru komin með
skilning á því. Þannig að þau
muni aldrei stundina sem þeim
var sagður sannleikurinn, heldur
hafi þau bara alltaf vitað þetta.“
Hún var svo falleg
Mest af öllu langar hann til að vera
vinur dætra sinna. „Svo þær geti
leitað til mín með allt og við getum
talað um alla hluti og átt sálufélag
saman. Og að það sé gaman saman.
Annars reyni ég að þvælast ekki um
of fyrir þeim eða fylla þær af óupp-
fylltum draumum mínum. Ég ætlast
ekki til að þær klári þá,“ segir hann
sem dreymdi um að verða konsert-
píanisti eða djasspíanisti. „Mér
fannst það svo flott og held að það
hefði átt vel við mig. En ég nennti
ekki að læra nógu lengi á píanó.“
Tónlistin hefur þó haft mik-
il áhrif á hann í gegnum tíðina.
Í kór kynntist hann Ingibjörgu,
þegar þau voru ekki orðin hálfþrí-
tug. Þau felldu hugi saman og hafa
verið saman síðan. „Þetta var ekki
flóknara en svo.“
Aðspurður hvernig hjónabandið
haldi segist hann ekki hafa hug-
mynd um það. „Ég hugsa ekki mikið
út í það. Við eigum skap saman og
okkur líður vel saman, erum frekar
samtaka og getum talað saman. Að
sumu leyti erum við lík, en ekki að
öllu leyti, til allrar hamingju. Hún er
miklu gáfaðri og betri en ég. Hún er
svo falleg, kemur vel fyrir sig orði og
hefur sterka réttlætiskennd.
Hún er samkvæm sjálfri sér
og mjög heil manneskja. En ég
veit svo sem ekki hvort það sé það
eða bara einhver efnafræði sem
gerir það að verkum að við löðumst
að hvort öðru.
En þetta er ágætt, ég er ekki
hrifinn af miklum sviptingum og
veseni.“
Myndi vilja sofa meira út
Í raun er hann latur, eða svo segir
hann. „Ef ég ætti að lýsa mér þá
myndi ég nota það orð og segja að
ég væri latur. Ég er ekki svona bíl-
skúrskarl sem er að smíða úti í bíl-
skúr, enda skrópaði ég alltaf í smíði
sem krakki. Ég geri ekki mikið í
höndunum. Ég er ekki græjukall,
kann ekki að hnýta flugur eða og er
enginn útivistarmaður heldur. Ég
er líka alveg laus við alla bóhem-
drauma, allt of latur fyrir þannig lífs-
stíl. Ég myndi aldrei endast á löngu
fylleríi. Ég er bara frekar heimakær.
En ég bý sem sagt með sjálfum
mér alla daga og mér líður ágætlega
með sjálfum mér. Ég held að það sé
mikilvægt að kunna vel við sjálfan
sig til að komast af í þessu lífi. Ég hef
alltaf átt auðvelt með að vera einn
og uni mér alltaf. Mér leiðist aldrei
og þekki ekki þá
tilfinningu, veit ekki hvað það er.
Þannig að ég held að ég sé bara
þægilegur í umgengni og ágætisná-
ungi. Það er allavega lítið vesen sem
fylgir mér,“ segir hann.
Letin hrjáir hann líka yfir há-
tíðarnar. „Mér finnst aðeins nóg
um,“ útskýrir hann. „Ég myndi vilja
hafa aðeins minna vesen.
Líkamsstarfsemin er frekar hæg,
sérstaklega á þessum árstíma. Ég
myndi gjarna vilja sofa meira út
og slaka aðeins betur á. Með árun-
um finn ég meira fyrir myrkrinu. Ég
myndi vilja liggja meira í leti,“ segir
hann hreinskilinn.
Að lokum segist hann vera lítið
gefinn fyrir svona tímamót. „En
mamma sló alltaf upp veislu fyrir
mig á gamlársdag. Bakaði köku og
bauð vinum mínum heim á milli tvö
og þrjú. Síðan hélt ég að allt þetta
havarí væri út af mér,“ segir hann
hlæjandi. „En nei, ég er lítið fyr-
ir áfanga. Ég læt bara hverjum degi
nægja sína tjáningu. Eru það ekki fín
lokaorð?“ spyr hann og segist vera
orðinn súrefnis- og andlaus inni í
þessu litla rými, svo við látum þetta
gott heita. n
„Fólk getur ekki alltaf feng-
ið allt sem það þráir. Það er
eðli lífsins og það er veruleikinn
sem ég bjó við um tíma.
Betri rithöfundur Stærsta áfall bernsk-
unnar var að falla í stærðfræði og á milli bekkja
en Guðmundur Andri veltir því upp að hann væri
kannski betri höfundur hefði hann lent í áfalli.
Umbreyttist í
París Guðmund-
ur Andri segir að
það hafi mótað
föður sinn að
koma til Parísar
um miðja síðustu
öld. Þar hafi
listamaðurinn
orðið til.
Feðgarnir Guðmundur Andri segir að
faðir hans hafi verið mikil sól þegar hann
sneri geislum sínum að fólki og setti það
aldrei fyrir sig að svara fyrir hann.