Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Qupperneq 68
Áramótablað 28. desember 201368 Fólk Örvar er Hetja ársins n Valinn Hetja ársins af lesendum DV n Fórnaði sér fyrir nemanda sinn Ö rvar Arnarson var kjörinn Hetja ársins 2013 í kosn­ ingu sem fram fór á DV.is. Hann lét lífið í mars síðast­ liðnum í fallhlífarstökki á Flórída en talið er að hann hafi ver­ ið að reyna að bjarga lífi nemanda síns sem stökk með honum. Örvar var fæddur í Reykjavík 20. nóvem­ ber 1972 en hann starfaði sem fall­ hlífarstökkskennari í fjölmörg ár og rak fyrirtæki í þeim geira ásamt félögum sínum. Hann var einn af reynslumestu fallhlífarstökkvurum á Íslandi. Örvar var ókvæntur og barnlaus. Ætlaði aldrei að sjá eftir nemanda Foreldrar Örvars tóku við viður­ kenningarskjali á föstudag eftir að ljóst var að hann hefði fengið flest atkvæði lesenda í valinu. Þau sögðu viðurkenninguna kærkomna og að hún færði þau nær syni sínum yfir jólahátíðina. Foreldrar Örvars, þau Ingibjörg Ósk Óladóttir og Örn Karlsson, segjast lítið vita um slys­ ið sjálft en að á myndbandinu úr hjálmi hans sæist greinilega þegar hann reynir að koma félaga sínum til aðstoðar. Móðir hans segir að fé­ lagar Örvars í fallhlífarstökk­ inu hafi sagt henni að hann hafi alltaf talað um að ætla aldrei að horfa á eftir nem­ anda sínum. Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Örvar og er tilgangur hans að að­ stoða fólk að koma látn­ um ástvinum sínum heim til Íslands, falli þeir frá er­ lendis. Fjölskyldan kynntist því í kjölfar slyssins hversu erfitt og flókið getur reynst að koma látnum ástvini til landsins. Stukku þrisvar sinnum Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu þegar Örvar og nemandi hans, Andri Már Þórðarson, létust. Þeir voru í hópi Íslendinga sem fóru utan í árlega kennsluferð fallhlífarstökksfélagsins Frjálst fall til Flórída. Örvar var vanur í fallhlífarstökki og var fær í íþróttinni. Nemandi hans var ekki jafn reyndur og hafði fyrir stökkið örlagaríka aðeins framkvæmt sjö stökk í frjálsu falli. Félagarnir höfðu stokkið tvisvar sinnum daginn sem þeir létust. Þeir lögðu af stað í síð­ asta stökkið klukkan hálf ellefu að morgni laugardags en þá var orðið vindasamt. Nokkrir í hópi stökkvaranna höfðu hætt við stökkið þar sem þeim leist ekki á blikuna. Þegar Örvar og Andri Már skiluðu sér ekki aftur á réttan stað eftir stökkið hófst leit að þeim. Flugmenn á vegum fyrir­ tækisins sem þjónustaði fall­ hlífarstökkvarana vestanhafs reyndu að finna þá úr lofti en án árangurs. Eftir um níu klukku­ stunda leit var kallað úr þyrlu­ lið sem fann þá báða í skóglendi við flugvöllinn í Zephyrhills, þaðan sem þeir stukku. Fórnaði sér fyrir nemandann Upptaka úr myndavél á hjálmi Örvars leiddi svo í ljós að hann lést við að reyna að bjarga fé­ laga sínum og nemanda. Fallhlíf­ ar þeirra opnuðust ekki en sérstök tölva opnaði varafallhlíf þeirra en ekki nógu snemma. Lögregluemb­ ættið sem fór með rannsókn málsins lýsti því á blaðamannafundi vegna slyssins að Örvar hefði dáið sannköll­ uðum hetjudauða. Fram kom á fund­ inum að á myndbandinu sæist Örvar reyna að opna fallhlíf Andra Más og að björgunartilraunirnar hefðu stað­ ið svo lengi yfir að hann hafi ekki sinnt að opna eigin fallhlíf. Ekki liggur fyrir hvað gerðist ná­ kvæmlega, það er af hverju fallhlíf Andra Más opnaðist ekki eins og skyldi. Einn rannsóknarlögreglu­ mannanna sem rannsakaði slysið sagðist ekki vilja vera með neinar getgátur um hvað hefði gerst, ljóst væri hins vegar að Örvar væri hetja. Myndbandið sem stuðst var við rannsóknina hefur aldrei verið gert opinbert. n Svona var hetjan valin n Opnað var fyrir tilnefningar í gegnum netið um miðjan desembermánuð. Í kringum 200 tilnefningar bárust vegna um fimmtíu mismunandi aðila. Sérstök dómnefnd skipuð af ritstjórn DV fór svo yfir allar tilnefningarnar og völdu tólf aðila sem síðan var kosið á milli á DV.is. Rúmlega átta þúsund atkvæði voru greidd í kosningunni en allir þeir sem höfðu aðgang að Facebook gátu greitt atkvæði. Hægt var að greiða fleirum en einum aðila atkvæði en ekki hægt að greiða hverjum og einum nema eitt atkvæði. Dómnefndina skipuðu þau Birgir Olgeirsson, Aðalsteinn Kjartansson, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Ingi Freyr Vilhjálmsson, Viktoría Hermannsdóttir og Hörn Heiðarsdóttir. Dómnefndin hafði tök á að koma með eigin tilnefningar. 2. sæti Bjargaði móður sinni n Þrettán ára stúlka sem bjargaði móður sinni úr brennandi íbúð hafnaði í öðru sæti í vali lesenda á Hetju ársins 2013. Stúlkan, sem aldrei hefur komið fram undir nafni, óð inn í eldhaf til að koma móður sinni til bjargar þegar kviknaði í íbúð þeirra í Írabakka. Móðirin var í kjölfarið lögð inn á sjúkrahús þungt haldin. Enginn virk­ ur reykskynjari var í íbúðinni og þykir mildi að ekki hafi farið verr. 3. sæti Selma Björk Hermannsdóttir n Hin sextán ára Selma Björk steig fram á árinu og sagði frá einelti sem hún hafði orðið fyrir vegna útlits síns. Selma fæddist með skarð í vör og hefur þurft að þola gríðarlegt einelti vegna þess. Í kjölfarið hélt hún áfram umræðunni um málið með því að fara í grunnskóla og tala við nemendur um einelti. Hún hafnaði í þriðja sæti í valinu á Hetju ársins 2013. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Hetjan Örvar var langefstur í vali lesenda á Hetju ársins 2013. Kosningin fór fram á DV.is og gátu allir sem hafa aðgang að Facebook tekið þátt. Foreldrar Örvars Aðstoðar- ritstjóri DV afhenti foreldrum Örvars, þeim Ingibjörgu og Erni, viðurkenningarskjal. Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.