Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Síða 24
22*
Ðúnaðarskýrslur 1958—60
1958 1959 1960
Villingaholtshreppur, Árn 301 606 1 265
Hrunamannahreppur, Árn 1 396 1 228 1 755
Biskupstungnahreppur, Árn 835 677 1 217
Samtals 42 749 38 827 62 435
í % af framtöldu heildarmagni 60,2 60,9 63,9
Gera má ráð fyrir, að framtal gulrófna sé álíka áreiðanlegt og fram-
tal kartaflna. En um rófnaræktina er það annars að segja, að húit hefur
ekki náð sér eftir áfallið, er hún beið við það, að kálormurinn fluttist
hingað til lands á ófriðarárunum. Þó hefur inönnum lærzt það nokkuð
smám saman að verjast orminum, og má því vænta nokkurrar aukning-
ar á rófnaræktinni í náinni framtíð.
Tafla III er um framleiðslu gróðurhúsaafurða og kálmetis (bls. 8—9).
Fyrri hluti þessarar töflu er gerður eftir skýrslum í Garðyrkjuritinu
ásamt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna. En síðari hluti töfl-
unnar er eftir búnaðarskýrslum skattanefnda. Framleiðsla þessi vex
ekki mjög ört, en stöðugt.
5. Tala búpenings 1958—60.
Number of livestock 1958—60.
Töflur IV—VI (bls. 10—21) sýna tölu búpenings í árslok 1958, 1959
og 1960 eftir sýslum, og tafla VII (á bls. 22—33) eftir hreppum sömu
ár. Töflur IV—VI eru tvískiptar (A: heildartöflur, B: bændur sérstak-
lega), en tafla VII er óskipt, og eru þar heildartölur um búpening og
jarðargróða í öllum hreppum.
Gerð var rækileg athugun á því veturinn 1959—60, hversu vandlega
sauðfé hefði verið talið fram til búnaðarskýrslna 1958. Haustið 1958 og
veturinn 1958—59 fór fram sauðfjárböðun um mestan hluta landsins og
fékk Hagstofan böðunarskýrslurnar til athugunar og samanburðar við
búnaðarskýrslurnar um talningu sauðfjárins. Böðunarskýrslurnar voru
úr eftirtöldum sýslum og kaupstöðum: Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu,
Snæfellsnessýslu, Dalasýslu, Barðastrandarsýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu,
Strandasýslu, Austur-Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Þingeyjarsýsl-
um, Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, Reykjavík, Kópavogi,
Akranesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og Seyðisfirði. Eigi
fylgdu öllum þessum skýrslum tölur um fjölda baðaðs fjár, og sums
staðar vantaði tölur frá einstökum bæjum og sveitarhlutum. Þurfti því
mikla aðgæzlu um samanburðinn við búnaðarskýrslurnar. Alls voru
taldar á böðunarskýrslum þessum 436.133 kindur, þar af 423.495 í sýsl-
um og 12.636 í kaupstöðum. Á þeim bæjum og í þeim kauptúnum og
kaupstöðum, sem talning þessi náði til, voru hins vegar taldar í búnaðar-
skýrslum 405.894 kindur, þar af 394.368 í sýslum og 11.526 í kaupstöð-