Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Blaðsíða 16
14*
Búnaðarskýrslur 1958—60
lands og einkum austan Skagafjarðar. Um mestan hluta Suðurlands og
Vesturland var veðrátta einnig hlý og hagstæð síðustu viku júnímánað-
ar og fyrstu viku júlímánaðar. En eftir það var nærri stöðug sunnan
átt með miklum rigningum fram til hausts, og rigndi því meir er lengra
leið á sumarið. Jörð spratt mjög ört norðan lands eftir að júnísnjóinn
tók, og var spretta þar óvenju mikil. Þar var sláttur hafinn almennt
um mánaðamótin júní—júlí, og varð heyfengur mikill og nýting góð.
Á Suðurlandi spratt síðar, en þó varð grasspretta einnig mikil þar að
lokum. Heyskapur varð þar erfiður, hey þó að lokum nokkuð mikil,
en verkun þeirra fremur slæm.
Hinn 8. nóvember gekk í norðan fárviðri með mikilli snjókomu á
Norðurlandi. Þetta stórviðri kom flestum óvænt, og urðu talsverðir fjár-
skaðar. Með veðri þessu lauk stórrigningum á Suðurlandi, og eftir það
voru veður oftast hlý og mild um allt land til ársloka.
Veðurfar árið 1960. Árið 1960 var eitthvert hið veðurmildasta, er
komið hefur hér á landi. Það heilsaði með hægri suðlægri átt og þíð-
viðri, og voru frostleysur til miðs janúarmánaðar. Þá kólnaði, og voru
hægviðri með vægu frosti til mánaðarloka. í byrjun febrúar gekk aftur
til sunnanáttar og voru þá mikil hlýindi, 10—17°, þegar hlýjast varð.
Hinn 15. febrúar brá til norðanáttar með snjókomu á Norðurlandi og
frostum á Suðurlandi, og héldust kuldar í þrjár vikur. Frá því er vika
var liðin af marz til miðs apríl voru veður hæg, en eftir það komu
þiðviðri og tók allan snjó af láglendi, þar sem eigi var snjólaust fyrir.
Eftir þíðuna stillti og kólnaði svo, að fraus um nætur til 5. maí, er
aftur hlýnaði og voru þá samfelld hlýindi tvær vikur. Hinn 22. maí
gerði áhlaup af norðri með allmikilli snjókomu á annesjum norðan
lands, en þessu hreti lauk eftir 4—5 daga, og komu ekki önnur hret á
vorinu. — Farfuglar komu flestir undan sumrinu, krían kom fyrstu
dagana í maí, ís leysti af vötnum í byggð í maíbyrjun, tún urðu græn
fyrstu daga maímánaðar, kjarr og skógar laufguðust um miðjan mánr
uðinn. í júnímánuði var þurrviðrasamt um norðanvert landið og oftast
mjög hlýtt. Gróður hafði eigi beðið verulegan hnekki í maíáhlaupinu,
en jörð rök fyrst eftir það og spratt því ört. Sláttur á túnum hófst um
miðjan júní og jafnvel fyrr og hirt jafnóðum það, er slegið var. Á
sunnanverðu landinu voru dumbungar og úrkomur eins og mest verð-
ur í júní, og kaldara en nyrðra. Spratt því hægar þar en nyrðra, og
byrjuðu fáir slátt fyrr en fyrst í júlí. — í fyrstu viku júlímánaðar
breyttist veður á Suðurlandi, og voru eftir það bjartviðri með hlýindum
og sólskini flesta daga, einkum á Suðvesturlandi, og hélzt sú veðrátta
til loka ágústmánaðar. Svipuð veðrátta var um Vesturland og Norður-
land austur fyrir Skagafjörð. Um Norðausturland og Austurland voru
oft dumbungar, en sjaldan mikil úrkoma, nema helzt í Austur-Skafta-
fellssýslu. Voru veður fremur óhagstæð á þessu svæði við sjó, en hag-
stæðari inn til lands. Hey náðust þó einnig á Norðaustur- og Austur-