Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Blaðsíða 38
36*
Búnaðarskýrslur 1958—60
7. Mjólkuriðnaður.
Milk processing industry.
Engar töflur eru í Búnaðarskýrslum um mjólkuriðnaðinn. Ber þar
tvennt til, fyrst það, að hér er um iðnað að ræða en ekki landbúnað,
og í annan stað, að í Árbók landbúnaðarins hafa árlega verið birtar
skýrslur um mjólkuriðnaðinn. En fátt hefur ráðið eins miklu um lcjör
íslenzks landbúnaðar hin síðustu ár og mjólkuriðnaðurinn, og þ5'kir
því rétt að gera í inngangi Búnaðarskýrslna 1958—60 nokkra grein
fyrir þróun hans og hag, eins og nú er komið.
Frá þvi að landið byggðist, hefur aðalfæða þjóðarinnar verið kjöt,
fiskur og „hvitur matur“. En „hvítur matur“ var kallaður allur matur
úr mjólk, svo sem smjör, skyr og ostur. Mestur hluti hins „hvíta matar“
var lengi aðallega gerður á sumrin, ýmist heima eða á seljum og
geymdur í súr til neyzlu á vetrum. Af mjólkurvörum þessum þótti
smjörið verðmest og bezt fallið til geymslu, enda notað sem eins konar
gjaldeyrir til greiðslu á leigu á jörðum og búfé (,,kúgildi“). Hefur
sagnfræðingum reiknazt svo til, að þegar mestur var auður biskups-
stólanna, hafi Hólastóli borizt allt að 15 tonnum af leigusmjöri árlega
og Skálholtsstóli 14 tonn. öðru hverju var talsvert flutt út af smjöri,
en fyrir það tók seint á 18. öld.
Fram til síðustu aldamóta var allur mjólkuriðnaður hér á landi
heimilisiðnaður. En árið 1900 var fyrsta smjörbúið stofnað hér á landi,
„rjómabúið“ i Seli í Hrunamannahreppi, og er það fyrsti vísir til mjólk-
uriðnaðar utan heimilis. Hrunamenn fluttu í fyrstu mjólk sína að Seli
óskilda, en þar var hún skilin og gert úr henni smjör. Á næstu árum
gerðist það þrennt í senn, að skilvindur komu á flest heimili, þar sem
efnahagur var milli húsgangs og bjargálna eða betri, menn tóku að
flytja rjóma, en ekki óskilda mjólk, til rjómabúanna, og þau komust á
legg víðs vegar um landið. Sex árum eftir að fyrsta rjómabúið var
stofnað, voru slík bú orðin 34 og þóttu framleiða svo góða vöru, að
smjör frá þeim seldist sama verði i Englandi og danskt smjör. En
um sömu mundir og rjómabúin risu á legg hvert af öðru, hófst breyting
á landbúnaðinum, sem stöðvaði sólcn þeirra og varð þeim síðar að
falli. Bændur tóku að hætta því að færa frá ám sínum og láta þær í
þess stað ganga með dilk yfir sumarið. Rjóminn, sem fluttur var til
rjómabúanna, var aðallega úr sauðamjólk, en bændur svo seinir til að
auka nautgriparækt sína, er fráfærurnar hættu, að þeir höfðu ekki
rjóma úr kúamjólk til þess að koma í stað sauðarjómans. Þegar fyrri
heimsstyrjöld hófst, 1914, voru rjómabúin eigi nema 23, og að ófriðn-
um loknum, 1919, aðeins sex. Búum þessum fjölgaði nokkuð aftur,
og voru 10—11 árin 1924—1928, og þá flest á Suðurlandi. Mest var
framleiðsla búa þessara árin 1905—13, 125—185 tonn af smjöri árlega,
mest árið 1912. Síðustu rjómabúin voru lögð niður 1947 (Baugsstaða-