Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Blaðsíða 51
Búnaðarskýrslur 1958—60
49
reiknað á 1 250 kr., kg af laxi 52 kr., af silungi á 15 kr., og hrognkelsi
á 10 kr., af fiski á 5 kr. Reki og veiðileyfi er talið fram í krónum.
Slægjusala, verkfæralán og seld vinna svo og heimilisiðnaður er tal-
inn fram í kr., selt hey er reiknað á 125 kr. hver hestur, kindarfóður á
250 kr., hrossfóður á 400—750 kr. og nautgripsfóður á 2500 kr. Um
afurðatjónsbætur, uppeldisstyrlc o. fl. er farið eftir skvrslum frá Sauð-
fjársjúkdómanefnd. Bústofnsauki er reiknaður til verðs á sama hátt og
bústofn, en fyrir mati á bústofni, er gerð grein i 18. kafla síðar í inn-
gangi þessum.
Sams konar skýrsla um verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar og
felst i töflu XIII hefur þrisvar verið gerð áður, fyrir 1951 (tafla IX), 1954
(tafla XI A og B í Búnaðarskýrslum 1952—54) og 1957 (tafla XI A og
B í Búnaðarskýrslum 1955—57). Fer hér á eftir samanburður á verð-
mæti helztu landbúnaðarafurða 1951, 1954, 1957 og 1960:
1951 1954 1957 1960 Aukning 1957—60
1000 kr. 1000 lcr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. %
Afurðir af nautgripum .... 158 754 221 034 313 217 406 595 93 378 29,8
„ „ sauðfé 91 128 110 504 212 917 296 369 83 452 39,2
„ „ hrossum 5 137 8 574 8 669 6 512 -í-2 157 -í-24,9
„ „ alifuglum 12 853 10 105 14 845 21 271 6 426 43,3
„ „ svínum 1 413 3 176 3 231 6 919 3 688 114,1
„ „ loðdýrum 155 11 - 2 - -
Garðávextir 18 448 23 771 23 210 37 561 14 351 61,8
Gróðurhúsaafurðir 4 248 6 014 9 411 15 418 5 659 58,0
Hlunnindi 4 624 6 034 6 655 14 247 7 592 114,1
Heysala 1 693 708 894 690 -í-204 ■í-22,8
Heimilisiðnaður 300 233 175 91 -h84 -í-48,0
Uppeldisstyrkur, afurða- tjónsbœtur o. fl 11 282 5 453 7 558 2 280 -H5 278 -f-69,8
Fóðurtaka - 6 679 8 836 8 408 -r428 4-4,8
Samanlagt var verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar samkvæmt
skýrslum þessum 311 339, þús. kr. 1951, 448 927 þús. kr. 1954, 652 530
þús. kr. 1957, 855 223 þús. kr. 1960. En um hækkun talna þessara frá
ári til árs kemur hvorl tveggja til greina, aukning afurða og verðfall
íslenzkra peninga.
12. Tilkostnaður við framleiðslu landbúnaðarafurða 1960.
Expenditure of agricultural producers 1960.
Töflur XIV A og B (bls. 56—59) sýna tilkostnað við framleiðslu
landbúnaðarafurða 1960 eftir sýslum. Tafla A sýnir tilkostnað allra
framleiðenda, tafla B tilkostnað bænda sérstaklega.
í 1. dálki töflunnar eru kaupgreiðslur fyrir aðkeypta vinnu, og er um
það efni vísað til skýringa við töflu XV í 14. kafla þessa inngangs.
Aðkeyptar fóðurvörur eru hey og kjarnfóður, innlent og útlent. Hey-
kaup voru mjög lítil á árinu, ættu að hafa verið jafn mikil og heysala,
e