Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Blaðsíða 72
70*
Ðúnaðarskýrslur 1958—60
verulega hækkað minna frá 1957 til 1960 en nemur hækkun á afurða-
verði sauðfjárins, og stafar það af því, að eftirspurn eftir lifandi sauðfé
hefur verið lítil, og vorsölur á sauðfé (t. d. við uppboð) hafa því verið
lágar hin síðustu ár.
Fasteignir eru hér taldar — eins og í búnaðarskýrslum skattanefnda
— samkvæmt fasteignamati því, er gildi tók 1. maí 1957. Mat þetta er
fjarri öllu sanni, er hvorki í samræmi við mat á öðru verðmæti né
við söluverð fasteignanna, ef til sölu þeirra kemur, og er oft margfalt
lægra en mat þeirra til lántöku. Fasteignir allra framleiðenda land-
búnaðarafurða í árslok 1960 eru fram taldar og metnar 247,6 millj. kr.
og hafa hækkað um 18,9 millj. kr. frá 1957. Fasteignir bænda eru fram
taldar 1960 228,2 millj. kr. og hafa hækkað um 18,8 millj. kr. frá 1957.
Á sama tíma hafa jarða- og húsabætur hjá framleiðendum landbúnaðar-
afurða verið metnar á 594,8 millj. kr., en það er nærri 32-föld sú hækkun,
sem orðið hefur á framtöldu fasteignamati, og talsvert meira en tvöfalt
mat fasteignanna alls 1960.
Landbúnaðarvélar voru fram taldar alls 1960 132 438 þús. kr. en
1957 84 288 þús. kr. og 1954 47 031 þús. kr. Landbúnaðarvélar eru taldar
fram á kaupverði að frádregnum afskriftum, sem eru 10% af kaup-
verðinu árlega. Verðhækkun kemur því eklci fram á eldri vélum, en
hins vegar hafa nýjar vélar hækkað með hverju ári, og vélakaup voru
mikil árin 1957—60, og er hlutdeild nýju vélanna í heildarverði þeirra
allra því mikil 1960. Verðmæti landbúnaðarvéla bænda sérstaklega var
fram talið 1960 122 800 þús. kr„ en verðmæti landbúnaðarvéla annarra
framleiðenda 9 638 þús. kr.
Verðmæti bifreiða í eigu allra framleiðenda landbúnaðarafurða í árs-
lolc 1960 var talið 65 200 þús. kr„ þar af áttu bændur 41 271 þús. kr.
I árslok 1957 var verðmæti bifreiða í eigu allra framleiðenda landbúnað-
arafurða fram talið 53 300 þús. kr„ þar af í eigu bænda sérstaklega
35 975 þús. kr.
Þessir tveir eignaliðir, landbúnaðarvélar og bifreiðir, hækkuðu sam-
anlagt úr 137 618 þús. kr. 1957 í 197 638 þús. kr. 1960 eða um rúmlega
60 millj. kr. Fyrning landbúnaðarvéla þessi þrjú ár var fram talin
16 320 þús. kr. 1958, 18 837 þús. kr. 1959 og 21 460 þús. kr. 1960, eða
samtals 56 617 þús. kr. Fyrning og eignaaulcning er þannig fram talin
samtals 116 617 þús. kr. En samkvæmt töflum XXIII—XXVI er fjár-
festing í þessum sömu tekjum talin 115 204 þús. kr. Þetta ósamræmi
stafar af því m. a„ að afskriftir af bifreiðum eru eltki reiknaðar með,
þegar fjárfestingin er reiknuð, og eignaraukning búleysingja i bifreið-
um ekki talin með fjárfestingu í landbúnaði.
Peningar, innstæður, verðbréf og útistandandi skuldir var alls talið
fram í árslok 1960 109 016 þús. kr. Þessar eignir voru fram taldar í
árslok 1957 87 781 þús. og höfðu því aukizt siðustu þrjú árin um 21 235
þús. kr. Hér á ekki að vera meðtalið innstæðufé í peningastofnunum,