Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Blaðsíða 12
10*
Búnaðarskýrslur 1958—60
2. Framteljendur til búnaðarskýrslna 1958—60.
Possessors of livestock, producers of agricultural products 1958—60.
Tafla I (bls. 2—3) sýnir íbúatölu landsins, tölu bænda, ábúðar-
hundruð jarða og tölu framteljenda árið 1960.
íbúatala landsins er samkvæmt Þjóðskránni 1. des. 1960. Með sýsl-
unum eru talin öll kauptún Iandsins, og er þar víðast lítill landbúnaður.
Einnig er í sveitum margt fólk, er ekki stundar landbúnað. íbúatala
sýslnanna segir því ekkert beinlínis um tölu þeirra, er landbúnað stunda.
Einnig er ástæða til að minna á, að innan kaupstaðanna sumra eru
nokkrar bújarðir. í Reykjavík eru um 10 sérmetnar jarðir og sumar
þeirra utan við aðalbyggð borgarinnar, og á sumum þeirra er mikill
búskapur. í Kópavogi eru 6 sérmetnar jarðir með talsverðum búskap.
Á Siglufirði eru 9 jarðir. í Ólafsfirði er heil sveit með um 25 bújörðum.
Á Akureyri eru 20 sérmetnar bújarðir.
Tala bænda fer lækkandi. En örðugt er að samræma tölu bænda frá
sýslu til sýslu og frá ári til árs, svo að öruggt sé, að mörkin milli bænda
og búleysingja séu alltaf eins þrædd. Fram að 1957 var um þetta því
nær alveg fylgt þeirri markalínu, er hver skattanefnd fylgdi í sinni sveit.
En 1957 reyndi Hagstofan í fyrsta sinn að færa þessi mörk ofurlítið til
samræmis, og hefur það verið gert síðan. Við það hafa fallið úr tölu
bænda nokkrir, er vafalaust þótti, að þar væru oftaldir samkvæmt þeim
mörkum, sem eðlilegt er að setja um það, hverjir eiga að teljast bændur.
Er hér aðallega um fjóra hópa að ræða, og er enginn stór: 1) Gamlir
menn, sem raunverulega eru hættir búskap, hafa afhent jörð sina í
annarra hendur, en telja þó fram fáeinar kindur og e. t. v. hest. 2)
Ungir menn, er hafa athvarf hjá foreldrum sínum og eiga örfáar kindur
og e. t. v. hest, en hafa framfæri sitt aðallega af atvinnu utan heimilis.
3) Konur, er skila sérstöku framtali, en bú þeirra er raunverulega hluti
af sameiginlegum búskap þeirra og manns, sem þær búa með. Er hér
aðallega um að ræða systkina (eða systra) bú og bú manns og konu í
óvígðri sambúð. 4) Menn, sem ráða yfir lögbýlum, en hafa framfæri
sitt aðallega af öðru en búskap.
Hér fer á eftir tala bænda í sýslum landsins 1954 og 1957—60, eins
og Hagstofan telur komast næst, þannig að samræmi sé milli talnanna.
Er þá hvert félagsbú, sem svo er kallað í búnaðarskýrslum skattanefnda,
talið sem eitt bú. En raunverulega eru félagsbúin fleiri en talin eru, og
hitt mun líka til, að bú, sem kallað er félagsbú á skattskýrslu, sé rekið
sem tvö bú.
1954 1957 1958 1959 1960
Gullbringusýsla........................... 182 153 127 122 98
Kjósarsýsla .............................. 163 133 133 126 126
Borgarfjarðarsýsla........................ 250 247 244 238 237
Mýrasýsla ................................ 221 218 211 208 206
Snœfellsnessýsla ......................... 262 249 244 228 231
Dalasýsla ................................ 217 211 208 203 212