Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Side 12

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Side 12
10* Búnaðarskýrslur 1958—60 2. Framteljendur til búnaðarskýrslna 1958—60. Possessors of livestock, producers of agricultural products 1958—60. Tafla I (bls. 2—3) sýnir íbúatölu landsins, tölu bænda, ábúðar- hundruð jarða og tölu framteljenda árið 1960. íbúatala landsins er samkvæmt Þjóðskránni 1. des. 1960. Með sýsl- unum eru talin öll kauptún Iandsins, og er þar víðast lítill landbúnaður. Einnig er í sveitum margt fólk, er ekki stundar landbúnað. íbúatala sýslnanna segir því ekkert beinlínis um tölu þeirra, er landbúnað stunda. Einnig er ástæða til að minna á, að innan kaupstaðanna sumra eru nokkrar bújarðir. í Reykjavík eru um 10 sérmetnar jarðir og sumar þeirra utan við aðalbyggð borgarinnar, og á sumum þeirra er mikill búskapur. í Kópavogi eru 6 sérmetnar jarðir með talsverðum búskap. Á Siglufirði eru 9 jarðir. í Ólafsfirði er heil sveit með um 25 bújörðum. Á Akureyri eru 20 sérmetnar bújarðir. Tala bænda fer lækkandi. En örðugt er að samræma tölu bænda frá sýslu til sýslu og frá ári til árs, svo að öruggt sé, að mörkin milli bænda og búleysingja séu alltaf eins þrædd. Fram að 1957 var um þetta því nær alveg fylgt þeirri markalínu, er hver skattanefnd fylgdi í sinni sveit. En 1957 reyndi Hagstofan í fyrsta sinn að færa þessi mörk ofurlítið til samræmis, og hefur það verið gert síðan. Við það hafa fallið úr tölu bænda nokkrir, er vafalaust þótti, að þar væru oftaldir samkvæmt þeim mörkum, sem eðlilegt er að setja um það, hverjir eiga að teljast bændur. Er hér aðallega um fjóra hópa að ræða, og er enginn stór: 1) Gamlir menn, sem raunverulega eru hættir búskap, hafa afhent jörð sina í annarra hendur, en telja þó fram fáeinar kindur og e. t. v. hest. 2) Ungir menn, er hafa athvarf hjá foreldrum sínum og eiga örfáar kindur og e. t. v. hest, en hafa framfæri sitt aðallega af atvinnu utan heimilis. 3) Konur, er skila sérstöku framtali, en bú þeirra er raunverulega hluti af sameiginlegum búskap þeirra og manns, sem þær búa með. Er hér aðallega um að ræða systkina (eða systra) bú og bú manns og konu í óvígðri sambúð. 4) Menn, sem ráða yfir lögbýlum, en hafa framfæri sitt aðallega af öðru en búskap. Hér fer á eftir tala bænda í sýslum landsins 1954 og 1957—60, eins og Hagstofan telur komast næst, þannig að samræmi sé milli talnanna. Er þá hvert félagsbú, sem svo er kallað í búnaðarskýrslum skattanefnda, talið sem eitt bú. En raunverulega eru félagsbúin fleiri en talin eru, og hitt mun líka til, að bú, sem kallað er félagsbú á skattskýrslu, sé rekið sem tvö bú. 1954 1957 1958 1959 1960 Gullbringusýsla........................... 182 153 127 122 98 Kjósarsýsla .............................. 163 133 133 126 126 Borgarfjarðarsýsla........................ 250 247 244 238 237 Mýrasýsla ................................ 221 218 211 208 206 Snœfellsnessýsla ......................... 262 249 244 228 231 Dalasýsla ................................ 217 211 208 203 212
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.