Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Page 16

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Page 16
14* Búnaðarskýrslur 1958—60 lands og einkum austan Skagafjarðar. Um mestan hluta Suðurlands og Vesturland var veðrátta einnig hlý og hagstæð síðustu viku júnímánað- ar og fyrstu viku júlímánaðar. En eftir það var nærri stöðug sunnan átt með miklum rigningum fram til hausts, og rigndi því meir er lengra leið á sumarið. Jörð spratt mjög ört norðan lands eftir að júnísnjóinn tók, og var spretta þar óvenju mikil. Þar var sláttur hafinn almennt um mánaðamótin júní—júlí, og varð heyfengur mikill og nýting góð. Á Suðurlandi spratt síðar, en þó varð grasspretta einnig mikil þar að lokum. Heyskapur varð þar erfiður, hey þó að lokum nokkuð mikil, en verkun þeirra fremur slæm. Hinn 8. nóvember gekk í norðan fárviðri með mikilli snjókomu á Norðurlandi. Þetta stórviðri kom flestum óvænt, og urðu talsverðir fjár- skaðar. Með veðri þessu lauk stórrigningum á Suðurlandi, og eftir það voru veður oftast hlý og mild um allt land til ársloka. Veðurfar árið 1960. Árið 1960 var eitthvert hið veðurmildasta, er komið hefur hér á landi. Það heilsaði með hægri suðlægri átt og þíð- viðri, og voru frostleysur til miðs janúarmánaðar. Þá kólnaði, og voru hægviðri með vægu frosti til mánaðarloka. í byrjun febrúar gekk aftur til sunnanáttar og voru þá mikil hlýindi, 10—17°, þegar hlýjast varð. Hinn 15. febrúar brá til norðanáttar með snjókomu á Norðurlandi og frostum á Suðurlandi, og héldust kuldar í þrjár vikur. Frá því er vika var liðin af marz til miðs apríl voru veður hæg, en eftir það komu þiðviðri og tók allan snjó af láglendi, þar sem eigi var snjólaust fyrir. Eftir þíðuna stillti og kólnaði svo, að fraus um nætur til 5. maí, er aftur hlýnaði og voru þá samfelld hlýindi tvær vikur. Hinn 22. maí gerði áhlaup af norðri með allmikilli snjókomu á annesjum norðan lands, en þessu hreti lauk eftir 4—5 daga, og komu ekki önnur hret á vorinu. — Farfuglar komu flestir undan sumrinu, krían kom fyrstu dagana í maí, ís leysti af vötnum í byggð í maíbyrjun, tún urðu græn fyrstu daga maímánaðar, kjarr og skógar laufguðust um miðjan mánr uðinn. í júnímánuði var þurrviðrasamt um norðanvert landið og oftast mjög hlýtt. Gróður hafði eigi beðið verulegan hnekki í maíáhlaupinu, en jörð rök fyrst eftir það og spratt því ört. Sláttur á túnum hófst um miðjan júní og jafnvel fyrr og hirt jafnóðum það, er slegið var. Á sunnanverðu landinu voru dumbungar og úrkomur eins og mest verð- ur í júní, og kaldara en nyrðra. Spratt því hægar þar en nyrðra, og byrjuðu fáir slátt fyrr en fyrst í júlí. — í fyrstu viku júlímánaðar breyttist veður á Suðurlandi, og voru eftir það bjartviðri með hlýindum og sólskini flesta daga, einkum á Suðvesturlandi, og hélzt sú veðrátta til loka ágústmánaðar. Svipuð veðrátta var um Vesturland og Norður- land austur fyrir Skagafjörð. Um Norðausturland og Austurland voru oft dumbungar, en sjaldan mikil úrkoma, nema helzt í Austur-Skafta- fellssýslu. Voru veður fremur óhagstæð á þessu svæði við sjó, en hag- stæðari inn til lands. Hey náðust þó einnig á Norðaustur- og Austur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.