Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 4
föstudagur 17. október 20084 Fréttir Sandkorn n Einar Már Guðmundsson rithöfundur segist hafa verið rekinn sem pistlahöfundur í þáttunum Mannamáli á Stöð 2 fyrir harða gagnrýni sína á út- rásarvíkinga suma hverja sem eru eigend- ur Stöðv- ar 2. Einar Már var með pistla í þættin- um síðasta vetur en samning- ur við hann var ekki endurnýjaður þegar þættirnir hófu göngu sína á nýjan leik. „Ég hef fílsminni og man að Sigmundur svaraði þá að þetta væri skipun frá yfir- boðurum og sér þætti leitt að geta ekki haft mig áfram,“ sagði Einar Már í viðtali á dv.is á fimmtudag en Sigmundur Ernir sagði á visir.is að ekkert væri til í kenningum Einars Más um starfslokin. n Sumir velta því nú fyrir sér hvernig gengur að semja um kaup og kjör við þá starfs- menn bankanna sem fá vinnu hjá nýju ríkisreknu bönkun- um. Ljóst þykir að reynt verður að lækka laun margra ef ekki velflestra starfsmanna bank- anna. Nú ber hins vegar svo við að engin leið virðist vera að fá upplýsingar um launakjör bankastjóranna. DV hefur dög- um saman óskað upplýsinga um kjör bæði bankastjórnenda og þeirra sem skipað hafa skila- nefndir gömlu bankanna. Eng- in svör hafa hins vegar feng- ist og nú síðast neitaði Birna Einarsdóttir, nýr bankastjóri Glitnis, að upplýsa um laun sín í fréttum Stöðvar 2. Hvernig bregðast þá undirmennirnir við hugmyndum um launalækkun? n Gordon Brown, forsætisráð- herra Breta, hleypti illu blóði í margan Íslendinginn þegar hann beitti hryðjuverkalögum gegn einum íslensku bank- anna. Einkum fer þetta fyrir brjóstið á framsókn- armönn- um. Einn þeirra sem reiddust er þingmaður- inn Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmála- ráðherra. Hann er nú afar ósáttur við Breta og gengur svo langt að segja að Íslend- ingar eigi að taka þátttöku sína í Atlantshafsbandalaginu til alvarlegrar skoðunar. „Hvernig eigum við að halda því sam- starfi áfram eins og ekkert hafi í skorist eftir að bandalagsþjóð hefur beitt okkur hryðjuverka- lögum? Ég er orðinn mjög efins með að við getum það.“ n Stundum getur verið erfitt að átta sig á því hvort þingmenn séu í stjórn eða stjórnarand- stöðu. Það átti allavega við í tilfelli hlustenda Útvarps Sögu í gærmorgun. Þar voru Bjarni Harðarson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, og Árni Páll Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, mættir sam- an í útvarpssal. Þannig mátti heyra annan þingmanninn halda uppi vörnum fyrir stöðu landsins og tala mjög fyrir því að gjaldeyrisviðskipti hefðu ekki stöðvast og að enn væri til varagjaldeyrissjóður þjóðar- innar. Það var þó ekki stjórnar- þingmaðurinn Árni Páll held- ur stjórnarandstæðingurinn Bjarni sem sætti lagi á heima- síðu sinni að gagnrýna Sam- fylkinguna fyrir að málflutning- ur hennar væri fyrir neðan allar hellur. SIRKUS GEIRA SMART Skáldið Skrifar Sjálfsagt hefur leiksýningin í Iðnó ekki farið framhjá landsmönnum. Enda vel til fundið hjá sirkusstjór- anum að finna sýningum sínum stað í elsta leikhúsi borgarinnar. Og þar er um þessar mundir verið að sýna hinn grátlega gamanleik Við borgum ekki, við borgum ekki, eftir Davíð O. Fól. Nú er leiksýningin í hámarki, brátt mun henni ljúka og þá getum við skipt út öllum hirðfíflunum og mín vegna mega ljóskur taka við öllum hlutverkum – greindarskorturinn verður allavega ekki meiri en hann hefur ver- ið hingað til. Þjóð sem lætur gáfumenni eins og Halldór Blöndal og Hannes Hólmstein sitja í bankaráði við hlið Dabba litla banka- manns getur vart kafað dýpra í vandræða- gangi sínum, ja, ekki nema við reyndum að fá framsóknarmennina Finn Ingólfsson og Guðna Ágústsson til að stýra fjármálunum. Þeir gætu svo ráðfært sig við Halldór Ásgríms- son og jafnvel reynt að draga til sín einhver af þeim stórkostlegu gáfnaljósum sem spruttu fram þegar Viðrekstrarstjórn Dabba og Dóra kom einkavinavæðingunni á koppinn. Leiksýningu fíflanna hlýtur að ljúka fyrr en síðar. Við getum ekki lengur látið bjóða okkur það að fremstu blábjánar þjóðarinnar vaði áfram í blindni – vita ekki hver réttur þjóðarinnar er – þegar þeir gaspra og rugla. Þeir hóta og fá hatur en svo komast lærðir menn að því að forystumenn landsmálanna vita ekki neitt. Við látum fremstu stjórnmálamenn draga þjóðina að einhverju sem líkja má við Ver- salasamninginn sem Þýskararnir neyddust til að undirrita eftir fyrra stríð. Okkar menn hafa samið við Hollendinga og ætla að leggj- ast á bæn hjá Bretum, á sama tíma og aðrir segja að ríkið þurfi ekki að borga brúsann. Stjórnvöld leita blóraböggla. Menn ráðast að þeim sem reyndu að auðgast á viðskiptum. En hinir seku eru svo nálægt andlitum þeirra sem leita að þeir eru innmúraðir, ósýnilegir og ósnertanlegir. Ég reyni að forðast hið skítlega eðli með því að þvo af mér sora þeirra sem þjóð minni stjórna. Og ég var laus við allan barlóminn, núna um daginn, á meðan ég baðaði mig í heita pottinum og hlustaði á sögur af tapaðri stöðu. Eftir baðið tók brostæknin við, ég sneri út úr öllu og orti þetta stórkostlega bull: Er bankarnir börðust við vandræði og bölvanleg helvítis vandkvæði, ég ástsjúkur stundi hjá ungmey í sundi: -Æ, elskan mín, réttu mér handklæði. Ó Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Leiksýningu fíflanna hlýtur að ljúka fyrr en síðar.“ Gunnar Örn Gunnarsson er ósáttur við að fá ekki að frysta lánagreiðslur sínar hjá Avant �g finnst lántaken�u�� ��is��unað�� �reiðslu�yrði hans af �ílaláni hjá Avant hefur hækkað u�� tæp 80 prósent á einu ári�� Hann un�rast að eingöngu þeir se�� staðið hafa í skilu�� geti fengið að frysta greiðslurnar�� Þeir se�� eiga í greiðsluerfiðleiku�� eru áfra�� í van�ræðu���� FRYSTING LÁNA FYRIR ÚTVALDA „Við sem augljóslega erum í vand- ræðum og höfum ekki getað staðið í skilum erum áfram í sömu erfiðleik- unum,“ segir Gunnar Örn Gunnars- son, rúmlega tvítugur Akureyringur, sem er með bílalán hjá Avant. Gunnar Örn hefur ekki getað staðið í skilum með lánið sitt síð- astliðnar sex vikur og gladdist því mjög þegar hann las tilkynningu Avant um að fyrirtækið ætlaði að fara að tilmælum ríkisstjórnarinnar og frysta afborganir af lán- um tímabundið. Þegar Gunnar Örn hafði samband við Avant fékk hann hins vegar þau svör að þetta gilti aðeins fyrir þá sem stað- ið hafa í skilum síðustu tólf mánuði. Fær ekki sömu þjónustu „Mér finnst þetta nálægt því að vera glæpastarfsemi að mismuna fólki svona,“ segir Gunnar Örn og furðar sig á því að einmitt þeir sem geta borgað af lánum sínum njóti sérstakra hlunninda en ekki þeir sem hafa átt í greiðsluerfiðleikum. Hann segir sér hafa brugðið mjög þegar hann heyrði af fyrirkomulaginu hjá Avant. „Ég þurfti að halda aftur af mér og spurði hvað fólk sem augljóslega get- ur borgað af lánunum sínum hefur með að gera að frysta þau. Ég sagð- ist ekki vera að leika mér að því að borga ekki á gjalddaga og spurði af hverju ég gæti ekki feng- ið sömu þjónustu,“ segir Gunnar Örn sem þykir alvarlega gert upp á milli viðskiptavina. Helmingi hærri afborgun Gunnar Örn á von á barni með unnustu sinni og er búist við því að barnið fæðist nú um helgina. Þau eru afar uggandi um fjárhaginn. Gunnar Örn tók bílalán hjá Avant fyrir um ári síðan, helminginn í frönkum og helminginn í jenum. Greiðslubyrð- in hefur á þessum tíma hækkað um 22 þúsund krónur, úr 28 þúsund- um á mánuði og upp í 50 þúsund krónur. „Ég hef ekki getað stað- ið undir þessu þar sem ég er einnig í vísitölutengdri leigu sem hefur hækkað úr 110 þúsundum króna í 125 þúsund frá því í maí,“ segir hann. Bílalánið sjálft hef- ur einnig hækkað úr um tveimur milljónum króna og upp í tæpar fjórar milljónir. „Síðan eftir að ég heyrði þess- ar góðu fréttir í blöðun- um fékk ég að heyra frá Avant að ég fengi ekki þessa sömu þjónustu,“ segir hann vonsvikinn. Áskorun ríkisstjórnarinnar Avant tilkynnir á vefsíðu sinni: „Avant hf. hefur ákveðið að bregð- ast jákvætt við ósk ríkisstjórnar Ís- lands um að fjármálafyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum að „frysta“ af- borganir lána í erlendri mynt þar til ró kemst á gjaldeyrismarkað.“ Þar kemur einnig fram að með frystingu sé átt við að greiðslu af- borgunar af höfuðstól er frestað en áfram eru greiddir vextir á gjalddaga. Þegar blaðamað- ur hafði samband við Avant var hon- um bent á að ræða við Helgu Her- mannsdóttur, deildarstjóra ein- staklingsdeild- ar. Hún svaraði ekki skila- boðum blaða- manns á mið- vikudag og fimmtudag. „Mér finnst þetta ná- lægt því að vera glæpa- starfsemi að mismuna fólki svona.“ Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Engin lausn fyrir skuldara Á vefsíðu avant segir að viðskiptavinum standi til boða að frysta afborganir lána í erlendri mynt þar til hægist um á gjaldeyrismarkaði. Hins vegar fá aðeins þeir sem staðið hafa í skilum síðustu tólf mánuði að frysta afborganirnar. Bílalánin hækka Ríkisstjórnin beindi því til fjármálafyr- irtækja að bjóða viðskiptavinum að frysta afborganir af lánum í erlendri mynt þar til jafnvægi næst á gjaldeyrismarkaði. Margir hafa átt í erfiðleikum með að greiða af bílalánum sínum sem fara sífellt hækkandi. Engin leið út úr skuldunum gunnar örn gunnarsson er rúmlega tvítugur, á von á barni og sér enga leið út úr skuldunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.