Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 42
Halldóra fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hún lauk stúdents-
prófi frá MA 1968, embættisprófi í
læknisfræði frá HÍ 1976, stundaði
sérnám í geðlækningum við Uni-
versity of Rochester, Strong Mem-
orial Hospital í Rochester í Massa-
chusetts 1980-83 og framhaldsnám
í geðlækningum við New England
Medical Center, TaftAs University
í Boston í Massachusetts 1983-85.
Halldóra ölaðist almennt lækninga-
leyfi á Íslandi 1977 og í Bandaríkjun-
um 1982, öðlaðist sérfræðingsleyfi í
geðlækningum í Bandaríkjunum
1984 og á Íslandi 1985.
Halldóra var kandidat á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri 1976,
héraðslæknir í Ísafjarðarhéraði
sama ár, kandidat á Landspítalan-
um og Landakotspítala, og héraðs-
læknir í Vopnafjarðarhéraði 1977,
aðstoðarlæknir á barnadeild Land-
spítalans 1978, á Kleppsspítala
1978-79 og á taugalækningadeild
Landspítalans 1979-80 og hefur ver-
ið starfandi sérfræðingur í geðlækn-
ingum við geðdeild Landspítalans
frá 1985 og yfirlæknir við geðdeild
Landspítalsns frá 2002. Þá kenndi
hún við Hjúkrunarskóla Íslands á
vorönn 1977.
Halldóra sat í stjórn Geðlækna-
félags Íslands 1988-92, var varafor-
maður félagsins 1990-92 og var for-
maður þess 1996-2000. Þá er hún
fulltrúi Læknafélags Íslands í stöðu-
nefnd frá 1992.
Fjölskylda
Halldóra giftist 14.6. 1969 Peter
Sönderberg Rasmussen, f. 6.9. 1945,
mag.art. í norrænum fræðum, lekt-
or við HÍ og konrektor MS. Hann er
sonur Preben S. Rasmussen, f. 9.2.
1908, d. 8.3. 1980, skrifstofustjóra í
Kaupmannahöfn, og k.h., Betty Lou-
ise Rasmussen, f. Möller 19.6. 1916,
húsmóður og endurskoðanda. Hall-
dóra og Peter skildu 1976.
Dóttir Halldóru og Peter er Anna
Ingeborg, f. 21.1. 1974, Ph.D og há-
skólakennari í Texas í Bandaríkjun-
um.
Halldóra giftist 17.12. 1977, Kjart-
ani Mogensen, f. 14.12. 1946, MA i
landslagsarkitektúr. Hann er son-
ur Erics Julius Mogensen, f. 31.10.
1924, d. 4.10. 1964, stöðvarstjóra
fiskiræktarstöðvarinnar í Kollafirði,
og k.h., Helgu Kristínar Stefánsdótt-
ur, f. 14.11. 1923, d. 7.4. 2007, versl-
unarmanns.
Dóttir Halldóru og Kjartans er
Helga Kristín, f. 4.6. 1986, lækna-
nemi.
Albróðir Halldóru er Sigurð-
ur Ólafsson, f. 29.9. 1951, mennta-
skólakennari.
Hálfsystir Halldóru, samfeðra,
er Ragnheiður Ólafsdóttir, f. 28.2.
1947, læknir.
Foreldrar Halldóru: Ólafur Sig-
urðsson, f. 4.8. 1915, d. 13.8. 1999,
fyrrv. yfirlæknir á Akureyri, og Anna
Soffía Björnsdóttir, f. 25.11. 1920,
húsmóðir á Akureyri.
Ætt
Ólafur er bróðir Þórunnar, Guð-
mundar Ingva hrl., föður Sigurð-
ar læknis, og bróðir listmálaranna
Steingríms og Örlygs, föður Sigurð-
ar listmálara. Ólafur er sonur Sig-
urðar, skólameistara MA á Akur-
eyri Guðmundssonar, hreppstjóra
á Æsustöðum Erlendssonar, dbrm.
í Tungunesi Pálmasonar, bróður
Jóns, afa Jóns Leifs tónskálds, Jóns
Kaldal, ljósmyndara og alþm., Jóns
Jónssonar í Stóradal og Jóns Pálma-
sonar á Akri, föður Pálma, fyrrv.
ráðherra á Akri. Móðir Guðmund-
ar var Elísabet Þorleifsdóttir, ríka í
Stóradal Þorkelssonar. Móðir Elísa-
betar var Ingibjörg Guðmundsdótt-
ir, b. í Stóradal Jónssonar, ættföður
Skeggstaðaættar Jónssonar. Móðir
Sigurðar var Ingibjörg Guðrún Sig-
urðardóttir, hreppstjóra á Reykjum
Sigurðssonar, b. á Brekku í Þingi
Jónssonar, bróður Ólafs, langafa
Sigurðar Nordal og Jónasar Krist-
jánssonar læknis.
Móðir Ólafs yfirlæknis var Hall-
dóra Ólafsdóttir, pr. í Kálfholti
Finnssonar, b. á Meðalfelli, bróður
Páls, langafa Þorsteins Thoraren-
sen rithöfundar. Móðir Halldóru var
Þórunn Ólafsdóttir.
Anna Soffía er dóttir Björns,
deildarstjóra á Akureyri, bróður
Finns landsbókavarðar. Björn var
sonur Sigmundar, b. á Ytra-Hóli
Bjarnasonar. Móðir Björns var
Friðdóra, systir Sigtryggs, föður
Hlyns veðurstofustjóra og Þrastar
skipherra. Friðdóra var dóttir Guð-
laugs, b. á Þremi í Garðsárdal Jó-
hannessonar og Guðnýjar Jónas-
dóttur.
Móðir Önnu Soffíu var Guðrún
Daníelína, hálfsystir Guðmars, föð-
ur Guðmundar, safnvarðar í Borg-
arnesi. Guðrún var dóttir Gunn-
laugs, b. á Upsum í Svarfaðardal
Daníelssonar, b. í Tjarnargarðs-
horni Jónssonar. Móðir Gunnlaugs
var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guð-
rúnar Daníelínu var Anna Sigfúsína
Zóphoníasdóttir, b. og skipstjóra á
Bakka í Svarfaðardal Jónssonar, og
Soffíu Björnsdóttur.
60 ára á sunnudag
Halldóra
ólafsdóttir
yfirlæknir við landspítalann
Ættfræði
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson kgk@dv.is
Kjartan Gunnar Kjartansson
rekur ættir þjóðþekktra
Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp
fréttnæma viðburði liðinna ára
og minnist horfinna merkra
Íslendinga. Lesendur geta sent
inn tilkynningar um stóraf-
mæli á netfangið kgk@dv.is
Guðrún Jóhannsdóttir
formaður Félags eldri borgara á Álftanesi
Guðrún fæddist við
Þórsgötuna í Reykjavík,
átti lengst af í barnæsku
heima við Samtún í
Reykjavík og dvaldi tvo
vetur við Oddagötu á
Akureyri hjá föðursyst-
ur sinni, Kristínu Karls-
dóttur og hennar fjöl-
skyldu. Guðrún flutti
með foreldrum sínum
og bróður í Hveragerði
1950 og átti þar heima
til 1962. Eftir það bjó
hún lengst af í Reykjavík
en flutti á Álftanes 1987
og hefur átt þar heima síðan.
Guðrún lauk prófum frá VÍ
1957, lauk prófum í fatafram-
leiðslutækni frá Tekstilinstitutet
í Boras í Svíþjóð 1961, stundaði
nám við öldungadeild MH, sótti
námskeið í stjórnun við Endur-
menntunardeild HÍ og hefur sótt
ýmis önnur námskeið, einkum á
sviði tölvunar og myndlistar.
Guðrún starfaði á unglings-
árum við fyrirtæki föður síns,
verksmiðjuna Magna hf. og
Heildverslun Jóh. Karlsson & Co
í Hveragerði, var framkvæmda-
stjóri nærfatagerðarinnar Hörpu
hf. sem hún starfrækti og átti,
ásamt bróður sínum Karli, var
fyrsti skrifstofustjóri Garðyrkju-
félags Íslands 1973-76, ritstjóri
tímaritsins Heilsuverndar, mál-
gagns Náttúrulækningafélags Ís-
lands 1983-86, sá um skrifstofu
Kvennaathvarfsins í Reykja-
vík 1986-89, var bókhaldari og
einkaritari forstjóra í Húsgagna-
höllinni 1989-95 og bókhald-
ari hjá E. Ólafsson ehf. 1995-97.
Hún vann utan heimilis með
hléum til 1997.
Guðrún hefur starfað í Garð-
yrkjufélagi Íslands, Samtökum
um kvennaathvarf, Náttúru-
lækningafélagi Íslands, G-sam-
tökunum, Kvennalistanum og
í Hagsmunasamtökum Bessa-
staðahrepps. Hún hefur verið
formaður Félags eldri borgara
á Álftanesi frá 2005 þar
sem hún hefur staðið
fyrir uppbyggingu fjöl-
breytts og líflegs félags-
og tómstundastarfs.
Þá er hún varamaður í
stjórn Landssambands
eldri borgara og situr í
samstarfsnefnd Lands-
sambandsins og Trygg-
ingastofnunar ríkis-
ins. Hún var heiðruð af
Garðyrkjufélagi Íslands
fyrir vel unnin störf í
þágu félagsins á hundr-
að ára afmæli þess.
Fjölskylda
Guðrún giftist 24.8. 1968
Ásgeiri Helgasyni, f. 6.3. 1935,
múrara. Hann er sonur hjón-
anna Helgu R. Hjálmarsdóttur
og Helga H. Halldórssonar múr-
ara sem lengst af bjuggu á Ísa-
firði en þau eru látin.
Dóttir Guðrúnar frá því áður
og Jóhanns G. Gíslasonar vél-
stjóra er Þorbjörg Jóhannsdótt-
ir, f. 16.10. 1956, matreiðslu-
meistari, búsett á Álftanesi, og á
hún þrjá syni, Inga Bjarna Við-
arsson, f. 9.8. 1979 en sambýlis-
kona hans er Lina Norman og er
dóttir þeirra Agnes, f. 1.7. 2006,
Stefán Geir Tryggvason, f. 9.7.
1985, og Rannar Carl Tryggva-
son, f. 25.9. 1989.
Kjörsystir Guðrúnar: Hjördís
Jóhannsdóttir, f. 11.6. 1927, d.
6.8. 1995.
Systkini Guðrúnar eru Ólöf
Dómhildur Jóhannsdóttir, f.
28.7. 1930, búsett í Kópavogi;
Karl Eggert Jóhannsson, f. 26.6.
1943, búsettur í Svíþjóð.
Foreldrar Guðrúnar voru
hjónin Unnur G. Ólafsdóttir
húsmóðir og Jóhann Þ. Karls-
son, forstjóri í Reykjavík og
Hveragerði.
Guðrún hyggst hvíla sig og
liggja í leti á afmælisdaginn og
verður því að heiman ásamt
bónda sínum.
70
ára á
laugardag
Katrín Guðmundsdóttir
tanntæknir í Reykjavík
Katrín fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp við Njarðargötuna.
Hún var í Austurbæjar-
skóla, var í Gagnfræða-
skóla Hornafjarðar
er fjölskyldan var bú-
sett þar í nokkur ár. Þá
stundaði hún síðar nám
í tanntækni í Reykjavík
og lauk prófi í því fagi.
Katrín vann í Kaup-
félaginu KASK á
Hornafirði á unglings-
árunum og starfaði við
elli- og hjúkrunarheim-
ilið á Hornafirði. Hún flutti síðar
með manni sínum til Noregs þar
sem þau bjuggu á árunum 1982-
87. Þar starfræktu þau verslun
og veitingastað í miðborg Óslóar
í nokkur ár.
Eftir að Katrín kom aftur
heim lauk hún prófum í tann-
tækni og starfar nú hjá Sólveigu
Þórarinsdóttur tannlækni.
Fjölskylda
Eiginmaður Katrínar er
Valdimar Óli Þorsteinsson, f.
5.12. 1957, fyrrv. veitingastjóri og
nú fasteignasali. Hann er sonur
Þorsteins Alfreðssonar rann-
sóknarlögreglumanns
og k.h., Guðrúnar Stur-
laugsdóttur húsmóður,
frá Stokkseyri.
Börn Katrínar og
Valdimars Óla eru
Guðmundur Hjartar-
son, f. 31.10. 1973, bíl-
stjóri í Þorlákshöfn;
Kristján Freyr Imsland,
f. 7.1. 1977, flísalagn-
ingarmaður í Reykja-
nesbæ; Anna Kristine
Valdimarsdóttir, f. 22.6.
1977, búsett í Dan-
mörku; Þorsteinn Óli
Valdimarsson, f. 31.5. 1986, í
foreldrahúsum.
Hálfsystir Katrínar, sam-
mæðra, er Sigrún Theodórs-
dóttir, f. 1.8. 1966, félagsliði,
búsett í Þorlákshöfn en maður
hennar er Jón Óli Vilmundar-
son sjómaður og eiga þau fjög-
ur börn.
Foreldrar Katrínar eru Guð-
mundur Steingrímsson, f. 12.6.
1934, d. 17.6. 1966, bifreiða-
stjóri í Reykjavík, og Auður Ax-
elsdóttir, f. 8.10. 1939, fótaað-
gerðarfræðingur í Reykjavík.
Katrín heldur upp á afmælið
með fjölskyldu sinni.
50
ára á
laugardag
föstUdaGUr 17. oKtóber 200842 Ættfræði