Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 40
föstudagur 17. október 200840 Sport Sport KínaKappaKstur um helgina Næstsíðasti kappaksturinn á formúlu 1-tímabilinu verður um helgina þegar ökuþórarnir leggja kína undir sig. Lewis Hamilton er með sex stiga forystu í keppni ökumanna og getur með sigri og hagstæðum úrslitum fagnað heimsmeistaratitlinum á sunnudaginn. felipe Massa og robert kubica hafa þó ekki sagt sitt síðasta og ekki má gleyma að það var um þetta leyti í fyrra sem Hamilton bugaðist undan pressunni og kastaði frá sér heimsmeistaratitlinum. aðeins sjö stigum munar í keppni bílasmiða þannig að spenna er á öllum vígstöðum. Eftir þrjá leiki án sigurs í undan- riðli heimsmeistaramótsins settu ís- lensku landsliðsmennirnir og þjálf- arinn, Ólafur Jóhannesson, vissa pressu á sig fyrir leikinn gegn Make- dóníu síðastliðið miðvikudagskvöld. Sækja átti til sigurs gegn liðinu sem báðir þjálfararnir höfðu ítrekað sagt það næstbesta í riðlinum á eftir Hol- landi. Allir leikmenn og þjálfarar gerðu sér grein fyrir stöðunni í riðlin- um og sögðust ætla að vinna leikinn. Það er töluverð pressa að setja á sig miðað við þær væntingar sem þjóð- in gerir til liðsins nánast sama hvað gengur á. Sigur var þó niðurstaðan eft- ir hetjulega baráttu og smá heppni. En heppni þurfa menn að skapa sér sjálfir og það er eins og þjálfarinn sagði eftir leikinn: „Það hlaut eitt- hvað að fara detta með okkur.“ Það er satt hjá þjálfaranum sem hefur farið í gegnum mikla rússíbanareið með landsliðið á árinu. Prófað marga menn, náð góðum úrslitum og þurft að sætta sig við nokkur slæm. En eitt er víst. Landsliðið undir stjórn Ólafs er mun betra og hefur mun meiri trú á öllu því sem það gerir en áður var. Það er, eins og blaðamaður skrifaði í grein um Makedóníuleikinn á mið- vikudaginn, „... aftur orðið spenn- andi og skemmtilegt að fylgjast með íslenska landsliðinu.“ Vantaði sigra og vantaði mörk Það blés ekki byrlega fyrir Ólafi í fyrstu leikjum hans sem þjálfari. Fyrir það fyrsta var honum rétt það óvinnandi verkefni að taka við nið- urbrotnu liði Eyjólfs Sverrissonar og var sendur á Parken í leik sem skipti engu máli. Þar tapaði Ísland, 3-0, áður en það hélt svo á æfingamót á Möltu í byrjun febrúarmánaðar. Þar voru aðeins notaðir leikmenn sem leika hér heima og í Skandinavíu ásamt Aroni Einari Gunnarssyni sem lék þá með AZ Alkmaar Mótið byrjaði á tveimur tapleikj- um gegn Hvíta-Rússlandi sem erf- itt er að kvarta yfir en þegar 1-0 tap gegn Möltu var staðreynd skrifaði þessi blaðamaður til dæmis forsíðu- grein með yfirskriftinni „Það vant- ar sigur og það vantar mörk“. Litlar fréttir bárust af mótinu og var erfitt að fylgjast með framgangi liðsins sem endaði þó mótið með góð- um 2-0 sigri á Armenum. innkoma arons Sunnudaginn 16. mars var svo brotið blað í sögu landsleikja á Íslandi. Leik- ið var innanhúss í Kórn- um gegn frændum okkar Færeyingum. Leikur- inn var ekki á alþjóð- legum leikdegi og áfram hélt Ólafur að leyfa mönnum sem leika hér heima að spreyta sig. Alls valdi hann 51 leik- mann í alla vináttu- leikina, 42 í það sem kallast má „alvöru“ leiki og aðeins fjóra leikmenn valdi hann í öll skiptin. Leikurinn í Kórnum verð- ur ekki minnisstæður fyrir margt annað en gífurlega dræma mætingu enda miðaverðið líklega það fáránlegasta sem KSÍ hefur dottið í hug. Þar fékk fólk og fjölmiðlar í fyrsta skipti að berja Aron Einar Gunn- arsson augum. Allir voru sammála um að hann hefði borið af á vellinum og þarna væri nýtt og ferskt blóð komið í hópinn. Hann sannaði það svo enn fremur með frábærri frammi- stöðu í fyrsta lands- leik Ólafs á alþjóð- legum leikdegi. Þar gerði Ís- land sér lítið fyrir og lagði Slóvaka 2-1 á útivelli. niðurtúrinn Mikil spenna var fyr- ir landsleiknum gegn Wal- es í lok maí. Þar tapaði Ísland eftir að Wal- es-menn skoruðu úr eina færi sínu í leiknum. Jafntefli gegn Aserbaídsjan fylgdi svo í kjölfarið áður en að und- ankeppninni kom. Ólafur var mjög ósáttur við úrslitin í báðum þess- um leikjum og sérstaklega var hann svekktur eftir leikinn gegn Aserum. Vonin var því ekki mikil í samfélag- inu áður en kom að fyrsta leik riðils- ins í Osló. stöngin inn, stöngin út Tvö klaufamörk voru íslenska liðinu dýr í Osló þar sem náðist 2-2 jafntefli í fyrsta leik 9. riðils undan- keppni HM. Úrslit sem ekki margir höfðu búist við eftir leikinn gegn As- erbaídsjan þar sem virtist sem hóp- urinn væri að falla í sama svartnætti og sást oft í stjórnartíð Eyjólfs Sverr- issonar. Óþarfa tap gegn Skotum fylgdi í kjölfarið þar sem Ólafur sagði hvergi banginn eftir leik: „Betra liðið tapaði leiknum.“ Tap í Hollandi varð svo niðurstað- an fyrir viku áður en þessi fínu úrslit gegn Makedónum náðust. Ísland er því með fjögur stig eftir fjóra leiki og landslagið er allt annað en hefði getað verið með tapi. Það er auðvelt að heyra stöng- ina í Ósló syngja í hausnum á sér eftir skot Veigars Páls. Sjö stig hefðu svo sannarlega litið vel út á pappírnum fræga. enn er ýmsu ábótavant Þó þessi dökkletraða milli- fyrirsögn hér virðist neikvæð er hún ekkert nema jákvæð. Hægt er að segja að Ísland hefði getað unnið Noreg, náð betri úrslitum gegn Skotlandi, jafnvel Hollandi og sigur vannst á Makedóníumönnum. Samt er ennþá margt sem má bæta og er það ekkert nema vel. Dugnað- urinn og viljinn eru aftur komnir á sinn stað. Strákarnir virðast jákvæðir og einbeittir þegar þeir sjást saman og hafa gaman af því að hittast. Inni á vellinum er stundum eins og ekki gefi allir á hvern sem er. Sumir leikmenn eiga það til að dansa allt of mikið með boltann þegar auðveldur sendingarmöguleiki er til staðar. Það er jákvætt að menn vilji vel en kapp er best með forsjá og Ísland er alltaf best þegar það spilar sem lið. Leik- mennirnir verða líka að hafa meiri trú á sjálfum sér fyrir framan mark- ið. Liðið hefur verið að fá fín og oft mjög góð færi gegn sterkari þjóðum sem ekki hafa nýst. Það er grátlegt að sjá góð færi fara til spillis því við gjör- samlega megum ekki við því. erfiður seinni hluti Þegar riðillinn snýst við lítur hann ekki billega út fyrir okkar menn. Gíf- urlega erfiðir útileikir bíða í Skot- landi og Makedóníu. Þá koma Hol- lendingar og Norðmenn í heimsókn. Það þyrfti engan að undra ef aðeins eitt eða kannski þrjú stig komi í hús úr þessum fjórum leikjum. Aðal- atriðið er að liðið haldi sig á sömu braut og stilli saman strengi enn bet- ur. Ólafur Jóhannesson og Pétur Pét- ursson eru á réttri leið með liðið en stóra prófraunin er þessi seinni hluti riðilsins. Hvað sem verður bíður allavega íslenska þjóðin spennt eft- ir næstu leikjum. Það er annað hug- arfar en eftir tap gegn Liechtenstein. Svo mikið er víst. Sigur íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Makedóníu í undankeppni HM á miðvikudagskvöldið markaði vissan viðsnúning hjá íslenska liðinu. Strákarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum en dugnaðurinn og vilj- inn var til staðar. Mikil stígandi hefur verið í leik landsliðsins eftir að Ólafur Jóhannesson tók við því. DV fer yfir landsleikjaár Ólafs sem á eftir einn vináttulandsleik, í nóvember, gegn Möltu. ALLT ANNAÐ LANDSLIÐ tÓmas ÞÓr ÞÓrÐarsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is góðir Íslenska landsliðið náði góðum sigri gegn Makedóníumönnum og er á réttri leið. Ólafur Jóhannesson er að koma trúnni aftur í landsliðsmennina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.