Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 17. okTóbeR 200824 Fókus u m h e l g i n a Hallur spjallar Málverkasýningu Halls Karls HinriKssonar sem hefur staðið yfir í Gallerí Fold lýkur um helgina. Af því tilefni mun Hallur vera á sýningunni frá klukkan 13 til 16 á laugardaginn þar sem hann spjallar við sýningargesti um verk sín og daginn og veginn. Á sunnudag gefst fólki svo tækifæri í síðasta sinn á að berja verk Halls augum. Til minningar um sæbjörn Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir minningartónleikum um Sæbjörn Jónsson tónlistarmann í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn. Sæ- björn hefði fagnað sjötugsafmæli sínu einmitt þann dag sem tónleik- arnir eru haldnir, en hann stofnaði Stórsveit Reykjavíkur í febrúar 1992 og var aðalstjórnandi hennar í mörg ár. Stórsveitin mun spila lög úr ýmsum áttum sem tengjast ferli Sæbjarnar, en einnig verða frumflutt ný verk eftir Áskel Másson, Ólaf Gauk Þórhallsson og Stefán S. Stefánsson. Einsöngvarar eru Guðrún Gunnarsdóttir og Ragn- ar Bjarnason. Allir eru velkomnir á minningartónleikana á meðan hús- rúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Nýtt leikhús í Kópavogi Leikfélag Kópavogs tekur í notk- un nýtt leikhús þegar verkið Skugga-Sveinn verður frumsýnt á sunnudag. Sýningin hefst klukk- an 20 og er leikhúsið í Funalind 2. Þegar sýningunni lýkur mun Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, formlega vígja húsið. Hér er um nokkur tímamót að ræða því í fyrsta sinn í sögu bæj- arins er orðið til hús sem fyrst og fremst er ætlað til leiksýninga og leiklistariðkunar almennt. Í ljósi þessa hlutverks hússins vildu meðlimir Leikfélags Kópavogs að húsið hlyti nafn við hæfi og hefur það því einfaldlega hlotið nafnið „Leikhúsið“. Tvær jökulkaldar kempur rann- saka dularfult morð í New York-borg. Morðið tengist máli sem þeir leystu fyrir mörgum árum og lítur út fyrir að annaðhvort sé raðmorðingi laus eða að þeir hafi skellt saklausri mann- eskju í steininn. Báðir tengjast þeir þó morðunum meira en þeir vilja láta uppi og upphefst því hæfilega spennandi leit að sannleikanum, hversu bjagaður sem hann kann að hljóma. Righteous Kill skartar þeim Al Pacino og Robert De Niro. Saman hafa þeir leikið í myndunum God- father 2 og Heat en í þeirri fyrrnefndu deila þeir ekki atriði saman. Mynd- in er því tilraun til þess að fá þessar kempur af gamla skólanum til þess að kempa hvor aðra upp, en útkom- an er hálfleiðigjörn. Righteous Kill er ekki góð mynd. Hún er ófrumleg og handritshöfundurinn Russell Ger- witz, sem sló í gegn með Inside Man, nær ekki upp sama tempói og hvörfin í sögunni eru kjánaleg. Righteous Kill er eins týpísk og „beisik“ og hægt er. Meira að segja nöfnin á persónunum eru eins og þau hafi verið dregin upp úr ófrumlega hattinum. Turk, Roost- er, Spider; hvaða menn eru þetta eig- inlega? Það er leiðinlegt að sjá hetjur á borð við Pacino og De Niro stíga svona feilspor, eins og þeir hafa ver- ið gjarnir á að gera á undanförnum árum. Þessari kvikmynd, eins og til dæmis Oceans 13, 88 Minutes og Showtime, má helst líkja við síðustu bardaga hnefaleikakappans Muham- meds Ali. Svörtu blettina á ferli hans. Þar var hann barinn eins og harðfisk- ur. Því þrátt fyrir að hreyfa sig tignar- lega, og rífa kjaft með sama offorsi var hann löngu búinn að sanna sig. Rétt eins og þeir Al og Bob, sem láta lélegt handrit og hallærislega umgjörð gefa sér einn á túlann í þessu rugli. Dóri DNA Eins og síðustu bardagar alis „Ég hefði fallið algjörlega fyrir þess- um manni. Maður finnur það bara í gegnum verkin hans hvað hann hef- ur verið sjarmerandi. Ég hefði því gjarnan viljað kynnast manninum,“ segir Elva Ósk Ólafsdóttir á meðan hún hellir upp á kaffi fyrir blaða- mann og sjálfa sig á heimili leik- konunnar í gamla Vesturbænum í vikunni. Ástæða fundarins er frum- sýning á leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviði Þjóð- leikhússins í kvöld, föstudagskvöld. Eins og nærri má geta er Jökull þessi sjarmerandi maður sem Elva talar um. „Hart í bak var bara annað verk Jökuls. Hann er einungis tuttugu og níu ára þegar hann skrifar það og mér finnst alveg ótrúlegt hvað hann var skarpur svona ungur. Hvað hann gat búið til hreina og sterka karakt- era. Hver og einn hefur til að mynda sitt málfar,“ segir Elva og bætir við að augljóst sé að Jökull hafi vand- að mjög til verka. „Ég veit að hann skrifaði verkið að einhverju leyti með leikhópnum sem setti það upp í Iðnó á sínum tíma og auðvitað hef- ur það litað hans skrif. En hann hef- ur verið ótrúlega flottur,“ segir Elva og brosir. Hún hefur einu sinni áður leikið í verki eftir Jökul, Sjóleiðinni til Bagdad, með Leikfélagi Vest- mannaeyja þegar hún var einungis fimmtán ára. Spádómar og vændi Jökull fæddist árið 1933 og lést árið 1978, aðeins hálffimmtugur að aldri. 14. september síðastliðinn hefði Jökull orðið sjötíu og fimm ára og er Þjóðleikhúsið að minnast þessa merka leikskálds með upp- setningu á Hart í bak. Verkið markaði tímamót í ís- lenskri leiklistarsögu þegar það var frumsýnt í Iðnó árið 1962. Verkið hlaut frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda og það var mál manna að með Jökli hefðu Íslend- ingar eignast nýtt og glæsilegt leik- skáld. Gjarnan er sagt að Hart í bak marki upphaf íslenskrar nútíma- leikritunar. Í aðra röndina er verkið sögulegt en strand Goðafoss er stór þáttur í framvindu verksins. Gunnar Eyj- ólfsson leikur gamla kapteininn, Jónatan, sem sigldi þessu óskafleyi þjóðarinnar í strand og ríður nú net fyrir utan húskofann sinn. Elva leikur dóttur hans, Áróru, konu sem áður vakti hvarvetna athygli fyrir glæsileika en hefur nú hrunið held- ur betur niður mannvirðingastig- ann; fyrrverandi skipstjóradóttir sem nú hefur viðurværi sitt af spá- dómum og einhvers konar vændi „Áróra baslar við að halda uppi fjölskyldunni. Hún sér bæði um pabba sinn, sem er blindur og ör- vasa, og son sinn sem Jökull lýsir sem ódói,“ segir Elva og bætir við að það sé svo gaman að hinum sér- stöku orðum sem Jökull noti. Þar á meðal séu „ódó“ og illyrmi, en eins og nærri má geta eru þessi orð nei- kvæðrar merkingar. „Þetta eru orð sem eru svolítið að týnast í tungu- málinu. Þess vegna er mjög gaman að nota þau núna.“ Barnsfaðirinn heil áhöfn Elva kveðst finna hvernig Áróra hefur mótast af því uppeldi sem hún fékk. „Það er svakalegur kjaftur á henni. Ég á vinkonu sem er dóttir skipstjóra í Vestmannaeyjum. Ég segi ekki að ég byggi Áróru á henni, en maður þekkir ýmislegt og alls konar fólk,“ segir Elva hlæjandi. „Áróra er ótrúlega skemmtileg manneskja og sem betur fer ekki einhliða. Hún er ekki bara með kjaft og læti. En hún þarf að vera með kjaft og kraft til að halda þessu gangandi.“ Sonurinn, sem leikinn er af Þóri Sæmundssyni, kemur afar illa fram við mömmu sína. Hann er sífellt að skjóta á hana, segir til dæmis að hann viti ekkert hver pabbi sinn sé og líklega sé það heil áhöfn á belg- ískum togara. Þegar Elva las handritið fyrst kveðst hún hafa byrjað strax að rétt- læta það með sjálfri sér að Áróra skuli selja blíðu sína. Neyðin kenni naktri konu að spinna og allt það. „Maður stendur með sínum kar- akter,“ segir Elva en hún er á svip-Pönkari með prestsdrauma kvikmyndir Righteous Kill Leikstjóri: John Avnet Aðalhlutverk: Al Pacino, Robert De Niro, 50 Cent, Carla Gugino Righteous Kill „Það er leiðinlegt að sjá hetjur á borð við Pacino og De Niro stíga svona feilspor.“ Músagildran frumsýnd Músagildran, verk Agöthu Christie, verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akur- eyrar á morgun, laugardagskvöld. Verkið er spennuverk frá upphafi til enda og fjallar um hóp ferðalanga sem verður innlyksa yfir páskana í Skíðaskálanum í Hegradölum. Höf- undur verksins er Agatha Christie, leikgerð og íslenskun var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar og leikstjórn í höndum Þórs Tulinius. Sæta Stelpan Sem varð Elva Ósk Ólafsdóttir hefur unn- ið marga leiksigra á undanförn- um árum. Hún hlaut Menningar- verðlaun DV fyrir túlkun sína á hlutverki Nóru í Brúðuheimili Ibsens, Edduna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hafinu og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Veislunni svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafa ófáir landsmenn fylgst með henni á sjónvarpsskjánum í hinum róm- aða danska framhaldsþætti Ern- inum. Það hlutverk sem á hug Elvu allan þessa dagana er hins vegar spá- og vændiskonan Áróra í s�ningunni Hart í bak sem frums�nd verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. vændiSkona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.