Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 21
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 21Helgarblað BakkaBróðir Byggir með þyrlu sumarhús en eitthvað hlýtur það þó að kosta að nota þyrlu við bygging- una. Sumarhúsið verður glæsilegt í alla staði miðað við teikningu af húsinu sem DV hefur undir höndum. Ágúst fær stórt og gott hjónaherbergi auk þess sem hann getur boðið gestum sínum að gista í litlu gestahúsi sem verður við hlið sumarhússins. Á ver- öndinni verður heitur pottur og að- staða fyrir grill, töluvert látlausara en hjá Lýð sem verður með neðanjarð- arbyrgi undir veröndinni sinni. Bróðir í neðanjarðarbyrgi Lýður er ekki langt frá bróður sín- um en DV birti myndir af glæsivill- unni hans í Fljótshlíðinni í gær. Mikil öryggisgæsla er í kringum það bygg- ingarsvæði enda getur Lýður rekið fólk af sinni einkalóð á meðan Ágúst byggir á landi sem allir Íslendingar eiga. Lýður vill aðeins það besta við gerð hússins og því er notast við byggingarefni á borð við blágrýti og „zebravið“ en slíkur viður er ekki fá- anlegur á Íslandi og því verður að sérpanta hann til landsins. Undir glæsivillu Lýðs er síðan fjögur hundruð fermetra neðan- jarðarbyrgi og má því segja að hann geti komið fyrir fjórum sumarhús- um bróður síns í kjallaranum sín- um. Samkvæmt heimildum DV verð- ur neðanjarðarbyrgið meðal annars notað undir bílageymslu og aðstöðu fyrir starfsfólk. Ágúst fær ekkert slíkt við sitt sum- arhús, ekki einu sinni bílskúr vegna reglna um byggingar í þjóðgarðin- um. Auðmenn vilja Þingvelli Ágúst Guðmundsson er samt sem áður ekki eini auðmaðurinn sem vill sumarhús á Þingvöllum. Einar Örn Jónsson, einn af eigendum Saxhóls og stór hluthafi í Glitni í gegnum fyr- irtækið Saxbygg, er með stórglæsi- lega höll í byggingu við Þingvalla- vatn. Glæsivillan er í raun falin inni í stórum grashól og minnir húsið óneitanlega á eitthvað úr kvikmynd- um á borð við James Bond. Einar Örn sparar ekkert við fram- kvæmdina en eins og má sjá á mynd- um sem DV birtir verður Einar Örn með bílskúr og geymslu á frekar óvenjulegum stað eða undir sjálfu húsinu. Þar getur Einar Örn geymt tvo bíla eða jafnvel einn bát og einn bíl en rýmið er skilgreint sem báta- og bílageymsla á teikningunum. Undir húsinu er líka gert ráð fyrir stóru og miklu frístundarými. Á jarðhæð hússins verður flott- ur arinn en strompurinn er hann- aður eins og stór varða ofan á þaki þess. Þá getur Einar Örn boðið fullt af fólki í heimsókn því fyrir utan bílageymsluna undir húsinu verð- ur bílskýli fyrir framan húsið sem rúmar þrjá bíla. Rangur bróðir Vegna mistaka við lokafrágang fimmtudagsblaðs DV birtist mynd af röngum manni með frétt um framkvæmdir Lýðs Guðmundssonar í Fljótshlíð þar sem ver- ið er að reisa veglegt hús með mikilli neð- anjarðarbyggingu. Myndin sem birt- ist var af Ægi, bróður Lýðs. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Vilja breyta reglum Þingvallanefnd vinnur nú að nýj- um reglum um sumarhúsin í þjóð- garðinum en samkvæmt heimildum DV snúast reglurnar um meðal ann- ars bann við nýbyggingum og girð- ingum um einkalóðir. Bannið fer ekki vel í byggingaglaða auðmenn landsins og því hefur ekki samstaða náðst um nýju reglurnar. „Tillögur að nýjum reglum hafa verið ræddar í nefndinni en ekki af- greiddar,“ segir Björn Bjarnason, for- maður Þingvallanefndar, spurður um stöðu mála. Í lögum segir meðal annars að Þingvellir við Öxará skuli vera frið- lýstur helgistaður allra Íslendinga og að landið megi aldrei selja eða veðsetja. Þess vegna hafa umrædd- ir auðmenn gert lóðarsamninga við íslenska ríkið en þeir eru gerðir til tíu ára í senn og renna næst út árið 2010. Það verður þó að teljast ansi ólíklegt að einhverjir aðrir en þeir sem standa nú í framkvæmdum fái lóðirnar eftir tvö ár. Í byggingu Höll Einars Arnar er í byggingu en þó er komin einhver mynd á hana. DV mynD SigtRygguR ARi Ágúst guðmundsson Hlakkar eflaust til að geta slakað á í þjóðgarðinum. Höllin í Fljótshlíð Lýður reisirum þúsund fermetra glæsivillu. Þar af er mikil neðanjarðarbygging sem tengist húsinu, gólfflötur hennar er 400 fermetrar. DV mynD SiGTRyGGUR ARi Byggt á Þingvöllum Ágúst byggir öllu minni bústað en bróðir hans. DV mynD SiGTRyGGUR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.