Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 16
föstudagur 17. október 200816 Helgarblað „Mér finnst að þegar um hægist þurfi að„Mér finnst að þegar um hægist þurfi að meta hæfni þeirra manna sem hafa setið í yfirstjórn Seðla- bankans. Fara þarf ofan í kjölinn á því hvernig framvegis verði skipað í bankaráð Seðlabankans,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórn- skipunarrétti, aðspurð hvort endur- skoða þurfi reglur um skipun í stöð- ur í bankanum. Hún segir þá miklu gagnrýni, sem erlendir og innlend- ir hagfræðingar hafi haldið uppi á Seðlabankann, kalli á endurskoðun. Skipan í stöður sé frábrugðin því sem gerist erlendis og því sé nauð- synlegt að taka út hvort gera þurfi breyt- ingar hér á landi. Sex sitja í ráðinu Bankaráð Seðlabanka Íslands samanstendur allajafna af sjö kjörn- um fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Þeir eru kosnir með hlutfallskosningu á Alþingi að þingkosningum loknum. Eigi má kjósa stjórnendur eða starfs- menn lánastofnana eða annarra fjár- málastofnana sem eiga viðskipti við bankann til setu í bankaráði. Banka- ráðið kýs formann og varaformann úr sínum hópi en samkvæmt heima- síðu Seðlabankans hefur banka- stjórnin náið samráð við bankaráð um stefnumörk- un og ákvarðanir í mikilvægum málum. Nú eru fulltrúarnir hins vegar aðeins sex. Vilja afsögn 9. október sagði Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, annar tveggja full- trúa Samfylkingarinnar, sig úr ráð- inu. Hún sagði að undanfarnar vikur og mánuði hafi verið gerð alvarleg mistök í hagstjórn Íslands og stjórn fjármálakerfisins. Seðlabanki Íslands bæri mikla ábyrgð á þeim mistök- um og nú væri íslenska hagkerfið að hruni komið. „Það er mitt álit að til að svo geti orðið verði að skipta um bankastjórn í Seðlabanka Íslands. Ég hvet því bankastjóra Seðlabanka Íslands, Davíð Odds- son, Eirík Guðna- son og Ingimund Friðriksson, til að axla sína ábyrgð á mistökunum og segja af sér nú þegar,“ sagði hún og bað þjóðina afsök- unar á því að hafa ekki axl- að ábyrgð sína fyrr. Síðustu daga og vik- ur hafa svo bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og for- maður Samfylkingarinnar, og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður lýst yfir vantrausti á stjórn Seðlabank- ans. Sex fulltrúar eftir Nú eru því aðeins sex fulltrúar í bankaráði Seðlabankans. Þrír sitja þar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Það eru Halldór Blöndal, formaður ráðsins, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson og Erna Gísladóttir. Fyrir hönd vinstri-grænna situr Ragnar Arnalds en Jónas Hallgrímsson fyr- ir hönd Framsóknarflokksins. Full- trúar Samfylkingarinnar voru í fyrra skipaðir Jón Sigurðsson, sem er vara- formaður ráðsins, og Jón Þór Sturlu- son. Jón Þór lét af störfum þegar hann varð aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Í hans stað kom Sigríður Ingibjörg. Hún sagði af sér eins og að ofan er rakið. Halldór Blöndal, fyrrverandi land- búnaðarráðherra, samgönguráðherra og forseti alþingis, er núverandi formaður bankaráðs. Hann sat á þingi fyrir sjálfstæðisflokkinn frá 1979 til 2007, en hafði frá 1971 verið varaþingmaður. Hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum á akureyri og nám í lögum og sagnfræði við HÍ, eins og segir á heimasíðu alþingis, en lauk ekki námi. Halldór er sjötugur að aldri. Jón SigurðSSon er varaformaður bankaráðs seðlabankans og formaður stjórnar fjármálaeftirlitsins. Hann situr í ráðinu fyrir samfylkingu. Jón var forstjóri Þjóðhagsstofnunar og síðar ráðherra á árunum 1987 til 1993. Jón var um tíma seðlabankastjóri. Hann var aðalbanka- stjóri Norræna seðlabankans frá 1995 til 2004. Hann hefur fil. cand.-próf í þjóðhagfræði og tölfræði og M.sc. econ.- prófi í þjóðhagfræði. Hann er 67 ára. Erna gíSladóttir, formaður viðskipta- og neytendanefndar sjálfstæðisflokksins, er hagfræðingur frá university of Navarra. Hún er fyrrverandi forstjóri b&L, dóttir gísla guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra b&L, fyrrverandi formaður bílgreinasambandsins og stjórnarformaður Leifsstöðvar. Móðir ernu er bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins. erna er fertug að aldri. ragnar arnaldS situr í bankaráði fyrir hönd vinstri-grænna. Hann var þingmaður frá 1963 til 1999. Hann var ýmist samgöngu-, menntamála- eða fjármálaráðherra á árunum 1978 til 1983. Hann var um árabil formaður þingflokks alþýðuflokksins. ragnar hefur stúdents- próf frá Mr, nám í bókmenntum og heimspeki við háskóla í svíþjóð og lögfræðipróf frá HÍ frá 1968. ragnar er sjötugur að aldri. HannES HólmStEinn giSSurarSon er prófessor í stjórnmálafræði í félagsvísindadeild Háskóla Íslands og hefur einnig ba próf í heimspeki og sögu frá HÍ. Hann hefur lengi verið einn dyggasti stuðningsmað- ur davíðs oddssonar seðlabankastjóra og hefur verið í bankaráði seðlabankans frá 2001. Hannes er einn þriggja fulltrúa sjálfstæðisflokksins í ráðinu en hann er 55 ára. Meðalaldur þeirra fimm karlmanna sem sitja í bankaráði Seðlabanka Íslands verður 67 ár á þarnæsta ári. Meðalaldur í ráðinu er nú 61 ár, en þar situr ein kona. Aðeins sex fulltrúar eru nú starfandi í ráðinu en Sigríð- ur ingibjörg ingadóttir sagði sig á dögunum úr ráðinu. Varamaður Sigríðar hefur ekki ákveðið hvort hún muni taka sætið. ragnar arnalds, fulltrúi vinstri-grænna, treystir bankastjórn Seðlabankans en Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji skipta um allt settið. Aðeins tveir þeirra sem í bankaráði sitja hafa háskólamenntun á hagfræði- eða viðskiptasviði. Baldur guðmundSSon blaðamaður skrifar baldur@dv.is Tveir hagfræðingar og einn sTúdenT „Þessum mönnum er lögum samkvæmt fal- ið að taka ákvarðanir í Seðlabankanum. Þó að menn séu ósáttir við þær ákvarðanir sem þeir taka er ekkert til- efni til að reka þá.“ meðalaldur bankaráðsmanna er 61 ár aðeins tveir í bankaráði seðlabankans hafa menntun á hagfræði- eða viðskiptasviði. Bankaráð seðlaBanka íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.