Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 32
föstudagur 17. október 200832 Helgarblað Egill hefur mikið verið á milli tannanna á fólki síðustu daga eftir dramatískt viðtal hans við Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs, í Silfri Egils um síðustu helgi. Sumir segja Egil hafa gengið allt of langt í viðtalinu, misst stjórn á skapi sínu og hreinlega verið dónalegur. Egill viðurkennir að hafa verið æstur, en það eigi einn- ig við um almenning í landinu eft- ir að þjóðinni var siglt í efnahags- legt strand á dögunum. Ég byrja á að spyrja hann út í viðtalið umtalaða. „Ég er búinn að fá mörg hunduð tölvupósta og athugasemdir inn á bloggið hjá mér og það er að mjög stórum hluta jákvætt. Ég viðurkenni það alveg að mér hitnaði í hamsi en ég hef líka fundið að fólki er mjög heitt í hamsi út af þessu sem gerst hefur,“ segir Egill þar sem hann situr með bolla af cappuccino fyrir framan sig á Segafredo við Lækjartorg. „Mér finnst að stundum eigum við að tala með tilfinningunum. Maður þarf ekki alltaf að vera eins og blaða- maður á Markaðinum. Þetta er spurn- ing um tilfinningar. Þetta er spurn- ing um siðferðislega ábyrgð. Þetta er spurning hvort menn sem hafa tekið þátt í að rústa þessu samfélagi ætli að bera ábyrgð eða flýja eins og kenni- töluflakkarar. Ég hef líkt þessu við óreglumann sem leggur fjárhag fjöl- skyldunnar í rúst, lætur sig svo hverfa og skilur konuna, börnin og jafnvel barnabörnin eftir með skuldirnar. Mér finnst þetta svolítið þesslegt og að þessir menn skuldi okkar skýring- ar og svör hvort þeir ætli að vera með okkur áfram.“ Aumingjar ef við stöndum ekki vaktina Egill segist greina mikla niður- bælda reiði í þjóðfélaginu. Þetta lýsi sér meðal annars í póstunum sem hann fær. „Þeir koma meðal annars frá fólki sem aldrei hefur stungið nið- ur penna um eitt eða neitt. Fólk skil- ur kannski ekki alveg hvað gerðist en skynjar einhvern vanmátt og reiði. Sá dagur hlýtur að koma að fólk fari út á götu að mótmæla. Annars erum við bara eitthvað skrýtin. Ég man þeg- ar ég var sjö eða átta ára og sá rosa- leg mótmæli niðri á Austurvelli í kreppunni sem var þá. Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra þurfti að flýja inn í Landssímahúsið. Þá gekk mikil reiðibylgja yfir en ég held að at- burðirnir þá séu ekkert miðað við þá sem hafa gengið yfir núna.“ Þú hefur fengið á þig mjög nei- kvæða gagnrýni vegna viðtalsins, þótt í minnihluta sé samkvæmt þinni lýs- ingu. Finnst þér sú gagnrýni ósann- gjörn? „Nei nei, en það verður bara að hafa það. Ég hef alltaf gert hlutina með mínu lagi, verið frekar óhefð- bundinn fjölmiðlamaður. Leyft mér að hafa skoðanir og tilfinningar. Ég hef því engar áhyggjur af þessu. Hvatningin og stuðningsyfirlýsing- arnar eru líka miklu fleiri en hitt. Ég er samt frekar viðkvæm sál. Ég er ekki með harða brynju.“ Þú sagðir einmitt í viðtali við DV fyrir um einu og hálfu ári: Ég get „con- fronterað“ í þættinum mínum en ég er aldrei dónalegur. Ég vil helst að fólk sé vinir mínir og stundum skynja ég í mér of sterka hvöt til að gera fólki til hæfis.“ Hefur þetta breyst? „Ætli það ekki. Þetta er bara eins og tölvuleikur sem er kominn upp á annað plan. Hraðara og harðara plan. Ef við stöndum okkur ekki, stöndum ekki vaktina, erum við bara aumingj- ar.“ Horft í augu samlandanna Það er ekki heiglum hent að ná tali af útrásarvíkingunum þessa dagana. Hefur þér tekist að fá samþykki ann- arra en Jóns Ásgeirs um að koma í þáttinn til þín? „Nei, ekki ennþá. En ég myndi helst vilja tala við Björgólf Thor og Hannes Smárason. Engin svör fást hins vegar úr þeirri átt. Það eru menn sem eru með eignir í útlöndum sem þeir eru að forvara. Mér finnst þetta ekkert nema forfínað kennitöluflakk. Segjum að ég væri stórskuldugur og myndi flytja til Grikklands. Skuldirn- ar myndu bara elta mig þangað. Þess- ir menn, með því að hafa bara nógu andskoti margar kennitölur og hafa þetta nógu andskoti ógegnsætt, geta endalaust verið á hreyfingu á milli landa með peningana sína. Og þetta á náttúrlega ekki bara við Íslendinga heldur hvernig kapítalið hefur virkað í heiminum.“ Egill herðir á þeirri skoðun sinni að samfélagsleg ábyrgð „þessara manna“ sé að flytja til Íslands og láta gott af sér leiða hér á heimaslóð- um. „Ég er ekki að tala um að þeir eyði peningunum endilega í gjald- þrota fyrirtæki. En þeir geta til dæm- is stofnað einhverja sjóði eða hjálpað til við atvinnuuppbyggingu. Ég held að einstaklingur sem gerir svoleiðis hljóti að vera miklu sáttari við sjálfan sig heldur en sá sem flýr af hólmi. Þó að viðkomandi þyrfti kannski að búa í minna húsi en áður og eiga aðeins færri bíla gæti hann allavega gengið hnarreistur um göturnar og horft í augun á samlöndum sínum. Allt tal um að við séum á sama báti er bara kjaftæði á meðan svona gerist ekki. En miðað við til dæmis tilkynn- ingar frá Landsbankanum eru þessir menn í hreinni afneitun; kenna bara kreppunni og íslenskum stjórnvöld- um um. Það náttúrlega stenst ekki því þeir voru gerendur.“ Ekkert „alvöru“ fólk í Fjármálaeftirlitinu Afar mikilvægt er að mati Egils að fjölmiðlamenn og almenningur fylgist vel með því hvað stjórnmála- menn og embættismenn séu að gera núna og í náinni framtíð í ljósi þess að nánast allt samfélagið sé komið aftur í eigu ríkisins. „Bönkunum og gjaldþrota fyrirtækjum, sem sum eru reyndar ekki orðin það formlega en eru það í raun, verður útdeilt aftur um leið og ákveðið er hvað á að lifa og hvað deyja. Ég held að það sé rosa- lega mikilvægt að við fylgjumst með því að þar upphefjist ekki eitthvað spillingarferli. Samfylkingin sá að sér með að skipa aðstoðarmann ráð- herra í stjórn Glitnis en bestu vinir fjármálaráðherra eru ennþá í banka- ráði Landsbankans, menn sem hafa enga reynslu af svona starfi. Þetta eru bara pólitískir varðhundar.“ Hvað með Fjármálaeftirlitið. Er það ekki blóðugt upp að öxlum? „Jú. Ég held að það hafi algjörlega sofið á verðinum. Toppurinn á ísjak- anum var að þeir voru að gefa út alls konar álagspróf um bankana þar sem kom fram að þeir væru svooo fín- ir, rétt áður en þeir fóru á hausinn. Hvers konar spurninga var verið að spyrja? Þær voru greinilega arfavit- lausar. Svo samþykkir Fjármálaeftir- litið þetta Icesave-dæmi. Mér skilst að í góðærisævintýrinu hafi verið svo erfitt að fá „alvöru“ starfsfólk í Fjár- málaeftirlitið. Það var svelt og alvöru fólkið sem kunni eitthvað í þessu var bara að græða peninga sjálft. Fjár- málaeftirlitið var því algjörlega van- burðugt til að stoppa þetta. Svo er náttúrlega augljóst að mað- urinn sem lagði niður Þjóðhagsstofn- un ber mikla ábyrgð. Þegar hún var og hét komu þjóðhagsskýrslur með reglulegu millibili þar sem sagði að efnahagurinn stefndi í þessa eða hina áttina og á það var hlustað. Í staðinn sátum við uppi með endalaust bull og þvætting úr einhverjum greining- ardeildum.“ Finnst þér forstjóra Fjármálaeftir- litsins sætt áfram? „Hann þarf allavega að taka sig svolítið saman í andlitinu. Það er viðtal við hann í Fréttablaðinu í dag [miðvikudag] þar sem mér sýnist hann vera í fullkominni afneitun.“ Var ringlaður á tíma fjölmiðlalaganna Ábyrgð fjölmiðla hlýtur líka að vera nokkur, jafnvel umtalsverð. „Jú jú, við höfum verið allt of lé- legir. Við vorum náttúrlega með glýju í augunum eins og allir aðrir. En ég fer ekkert ofan af því að eignarhald- ið hefur tengst þessu líka. Það var agaleg þróun þegar allir fjölmiðlarn- ir fóru að safnast á hendur ríkustu manna landsins og hver klíka vildi hafa sinn fjölmiðil. Þetta er jafnvel verra en hérna í gamla daga þegar þú vissir allavega hvað fjölmiðlarnir stóðu fyrir.“ Agli finnst Fréttablaðið hafa verið einna leiðitamast gagnvart eigend- um sínum. „Það var stærsta útrásar- grúppían af þeim öllum.“ Fjölmiðlalögin mættu mikilli and- stöðu hjá þjóðinni þegar þau voru lögð fram á Alþingi fyrir rúmum fjórum árum sem lyktaði með því að þeim var nánast í heild sinni hent á haugana. Telurðu að betra hefði verið ef þau hefðu náð fram að ganga? „Ég var mjög ringlaður á tíma fjölmiðlalaganna. En mér hefur ver- ið sagt að þau hafi verið skrifuð í geðvonskukasti á servíettu og kastað inn á ríkisstjórnarfund,“ segir Egill. Það sé vitanlega ekki heillavænlegt þegar verið sé að búa til löggjöf um eitthvað í þjóðfélaginu. „En það átti auðvitað að búa til heildarlöggjöf fyrir fjármálafyrirtæk- in, gegn fákeppni og einokun á öllum sviðum, en ekki taka fjölmiðlana út. Það var augljóst að það snerist bara um að lítill hópur manna óttaðist að missa völd sín og áhrif í samfélaginu. Eftir það var einhvern veginn eng- in leið til að gera neitt af viti til að stemma stigu við þessari þróun. Af- neitunin var svo sterk. Þetta var nán- ast eins og massadáleiðsla.“ Egill segir umsvif auðmannanna aldrei hafa verið skoðuð, nema bein- línis til að fagna þeim. „Öll þessi skrítnu eignatengsl sem eiga auð- vitað stóran þátt í hruninu, hvernig hlutabréfamarkaðurinn var spilað- ur upp þegar menn voru að kaupa hver af öðrum og fleira – fjölmiðl- arnir fjölluðu aldrei neitt um þetta. Við fengum aldrei neinar upplýsing- ar um þetta, engan sannleika. Það má líka spyrja hvort ríkið hafi verið eitthvað betra hvað þetta varðar. Það vantar til dæmis massífan fréttaskýr- ingaþátt á RÚV þar sem svona hlut- ir eru skoðaðir. Ég vona að svoleiðis þáttur verði settur á laggirnar. Í því felst mikið aðhald. Tveggja mínútna frétt er ekki nóg. Og að vera með fólk alltaf í einhverjum viðtölum eins og hjá mér og í Kastljósinu er ákveðin snýting. Þá færðu bara fram skoðan- ir en ekki „hard facts“. Ríkisfjölmiðill- inn þarf kannski að gera meiri kröfur til sín á því sviði.“ Lítilsigldir stjórnmálamenn Greinir þú einhvern einn tíma- punkt frekar en annan þar sem þar til bærir valdsmenn og valdastofn- anir hefðu átt að segja hingað og ekki lengra? „Ég er ekki nógu fróður til að vita hvenær hefði verið of seint að stoppa þetta. En stjórnmálamennirnir bera auðvitað stóra ábyrgð, til dæmis þeg- ar horft er til þeirra skýrslna sem vör- uðu við þróuninni en var stungið undir stól. Þetta var voðalega þægi- legur tími til að vera stjórnmála- maður. Það voru litlar kröfur gerð- ar til þeirra, skatttekjurnar flæddu inn og það þurfti í rauninni ekki að spara neitt eða taka erfiðar ákvarð- anir. Kannski má segja að þetta hafi verið lítilsigldir tímar sem gátu af sér lítilsiglda stjórnmálamenn. Nú eru erfiðir tímar fram undan og þá kem- ur í ljós hverjir hafa bein í nefinu og hverjir eru hinir raunverulegu leið- togar. Ég myndi ekki sakna ...“ Eg- ill stoppar sig af í tæka tíð og skellir upp úr. „Ég held allavega að það verði pólitískt uppgjör.“ Ertu að spá stjórnarskiptum á næstunni? „Einhvern tímann verður nátt- úrlega að kjósa,“ segir Egill og kím- ir. „En ég velti fyrir mér hvort það hefði verið ráð að setja einhvers konar utanþingsstjórn, hugsanlega bæði skipaða stjórnmálamönnum og embættismönnum, í staðinn fyr- ir stjórnina sem er núna við völd. Þá væri kannski von um heiðarlegri vinnubrögð. Ég er þó ekki viss um að það væri rétta leiðin. En nennir ein- hver að fara aftur í kosningar með Samfylkingu, vinstri-græna og Fram- sóknarflokkinn í sínu gamla fari? Og svo er spurningin hvernig þetta leik- ur Sjálfstæðisflokkinn sem er búinn að stjórna öllu á Íslandi mjög lengi. Ég meina, Geir Haarde er í faðmlög- um við Kjartan Gunnarsson á fundi í Valhöll um síðustu helgi! Kjartan er einn af þeim sem bera höfuðábyrgð á því hvernig fór. Hvað hefði fólk sagt ef Ingibjörg Sólrún hefði verið í faðm- lögum við ... ég segi ekki Jón Ásgeir en besta vin hans – kannski Steina [Þorstein Jónsson] í Kók?“ Kannski mesta hneyksli Íslandssögunnar Eins og sakir standa hefur ríkið gríðarleg völd með því að hafa alla stóru bankana á sinni hendi. Myndir þú vilja sjá bankana einkavædda að nýju í náinni framtíð, jafnvel eins fljótt og auðið er? „Ég þori ekki að segja neitt um það. Það er svo margt að breytast núna. En það er rosalega flókið dæmi hvernig ráðstafa á bæði bönkunum og fyrirtækjunum sem fara í þrot. Og það mætti ekki vera nein spurning um spillingu, vinahygli eða nokkuð því um líkt. Allt verður að vera uppi á borðum. Ég geri reyndar ráð fyr- ir að bönkunum verði komið í ann- arra manna hendur með tíð og tíma. Menn hafa horft til Svíþjóðar í þess- um efnum. Árið 1991 sneri sænska stjórnin sig út úr kreppu með því að þjóðnýta bankana og svo hefur þeim öllum verið komið aftur til einkaað- ila.“ Eins og kom fram í upphafi finnur Egill fyrir mikilli reiði almennings yfir því hvernig fór. En hann segist einnig upplifa brennandi áhuga fólks á að fá úr því greitt hvað gerðist. Starfsmenn bankanna séu þar engin undantekn- ing. „Ég fæ pósta frá fólki innan úr bönkunum sem er með ýmsar upp- lýsingar. Fólki sem vill segja sannleik- ann. Því miður er ég ekki með tuttugu manna starfslið en með ábending- unum sem ég fæ væri hægt að vinna heilu fréttaskýringaþættina. Og ég reyni að koma hlutunum áfram, þótt ég verndi að sjálfsögðu heimildar- mennina. Til dæmis verður að rannsaka þetta grófa misferli með þessa pen- ingamálasjóði sem er kannski mesta hneyksli Íslandssögunnar. Þar var skipulega hringt í fólk sem átti spari- fé, fólk sem hafði ekkert vit á fjármál- um umfram það sem almenningur hefur – þar á meðal gamalt fólk og ör- yrkja – og því ráðlagt að leggja pen- ingana sína inn í sjóði sem áttu að vera hundrað prósent öruggir! Svo kemur Fjármálaeftirlitið og segir að þetta hafi verið allt í lagi. Ég meina, fyrir hverja er Fjármálaeftirlitið að vinna? Þeir ættu kannski bara að sitja og drekka þetta rauðvín sem Kaup- þing gaf þeim í jólagjöf.“ Vinir bjóða peninga og mat Tapaðirðu sjálfur einhverju í hrun- inu? „Engu. Ég hef aldrei á ævi minni keypt hlutabréf. Og aldrei sett pen- ingana mína í einhvern sjóð eða tekið gjaldeyrislán. Við hjónin erum bara með venjulegt, íslenskt, verðtryggt húsnæðislán hjá Glitni. En afborgan- irnar af því hafa auðvitað hækkað. Svo eigum við reyndar Mercedes Benz, en hann er árgerð 1993. Það sem við höf- um leyft okkur mest er að ferðast. Mér finnst það miklu meira virði en að safna einhverjum eignum.“ Egill kveðst eiga mikið af vinum sem hann hefur eignast á ferðalögum sínum erlendis. Þeir hafa haft sam- band við hann að undanförnu eftir að hinar efnahagslegu hamfarir skullu á Íslendingum. „Þeir eru allir að bjóðast til að senda mér peninga og mat,“ segir Eg- ill og hlær. „Mynd þeirra af ástandinu er að við séum á barmi þess að svelta. Þótt við segjum ekki hérna heima að þetta sé þjóðargjaldþrot er það sagt í fjölmiðlum um allan heim. Í augum heimsins erum við gjaldþota.“ Hvernig heldurðu að þjóðin eigi eft- ir að spjara sig næstu mánuði og ár? „Það er engin klisja að Íslendingar geta verið duglegir og framtakssamir og rifið sig upp úr nánast hverju sem er. Aðalmálið er náttúrlega að fólk hafi atvinnu og einhverja peninga til að kaupa fyrir svo hagkerfið komist aftur af stað. Og ég held að það muni fara fram endurskoðun gildanna í þessu samfélagi. Við höfum oft montað okkur af því að vera á milli Ameríku og Evrópu, að við værum í rauninni ekki skandinavísk. En ég held að leið okkar eigi eftir að liggja eindregið í þá átt að verða líkari samfélaginu sem er á Norðurlöndunum. Það nennir eng- inn að heyra orðið frjálshyggja eða einkavæðing á næstu árum.“ Til Grikklands á árabát Að aðeins léttara hjali að lokum. Þú giftir þig í sumar í Grikklandi og leit svolítið út eins og þið hjónin haf- ið gert þetta í smá „offorsi“ ef hægt er að nota það orð – jafnvel sama offorsi og einkennt hefur útrás íslensku við- skiptajöfranna. Var það reyndin? „Nei, við vorum í og með búin að ákveða þetta í fyrrasumar. Það þurfti líka að afla tilskilinna pappíra og þýða þá alla til að geta gert þetta í Grikk- landi. Það tók alveg þrjá mánuði. Þetta var líka gert af grískum emb- ættismönnum sem kunna mjög litla ensku þannig að þetta þurfti allt að vera mjög nákvæmt. Athöfnin sjálf var samt afar einföld og látlaus.“ Finnst þér samband ykkar hjón- anna hafa breyst eitthvað við það að fara úr „sambúð“ í „hjónaband“? „Nei nei. Það treystir bara böndin. En það er rosalega gott í svona átök- um eins og núna að eiga góða fjöl- skyldu. Það er það dýrmætasta sem maður á. Það er þar sem maður sækir sér styrk og þar getur maður hvílt sig og verið í öruggri höfn. Mér er alveg sama þótt ég missi allt í heiminum ef ég á fjölskylduna eftir. Ég er sérstakur gæfumaður að því leytinu.“ Þú hefur dvalist í gríska Eyjahaf- inu síðustu ellefu sumur. Hafið þið fjölskyldan nokkuð efni á því að fara þangað næsta sumar? „Það er spurning,“ segir Egill og hlær. „Ég á engar feitar innistæður í bönkum, enda allt tal um að ég sé á ofurlaunum mjög orðum aukið. En ég held að við förum, þótt við þyrftum að róa þangað á árabát.“ kristjanh@dv.is ALdrEi KEypT HLuTAbréF „Ég hef aldrei á ævi minni keypt hlutabréf. og aldrei sett peningana mína í einhvern sjóð eða tekið gjaldeyrislán. Við hjónin erum bara með venjulegt, íslenskt, verðtryggt húsnæðislán hjá glitni. en afborganirnar af því hafa auðvitað hækkað.“ MyNd KriSTiNN MAGNÚSSON „Mér finnst að stund- uM eiguM við að tala Með tilfinningun- uM. Maður þarf ekki alltaf að vera eins og blaðaMaður á MarkaðinuM. þetta er spurning uM tilfinn- ingar. þetta er spurn- ing uM siðferðislega ábyrgð.“ EF Við STöNduM OKKur EKKi ... „Þetta er bara eins og tölvuleikur sem er kominn upp á annað plan. Hraðara og harðara plan. ef við stöndum okkur ekki, stöndum ekki vaktina, erum við bara aumingjar.“ MyNd KriSTiNN MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.