Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 45
föstudagur 17. október 2008 45Á ferðinni Á ferðinni Laxness á sikiLey Norðurlandabúar leituðu mikið til sikileyjar og gera enn. en á austurströnd sikileyjar má finna kastala sem heita sænskum nöfnum. svíar og danir eru ekki þeir einu sem leita í eyjuna fallegu. samkvæmt Wik- ipedia dvaldi Nóbelsskáldið Halldór Laxness í bæn- um taormina um stund á meðan hann lagði drög að einni af sínum fyrstu skáldsögum, Vefaranum mikla frá kasmír. bærinn hefur án efa verið honum mikill innblástur en fegurðin þar er ólýsanleg.umsjóN: Ásgeir jóNssoN asgeir@dv.is Paradís á jörðu Sikiley er sannkölluð ferðamannaparadís og hefur eyjan löngum verið vinsæl meðal Norðurlandaþjóðanna. Austurströnd Sikileyjar er hinn fullkomni áfangastaður fyrir áhugasama ferðamenn sem vilja sól og sumaryl í bland við menningu og listir. DV tók saman nokkra bráðskemmtilega staði sem ferðamenn mega ekki láta framhjá sér fara í fríi sínu á Sikiley. Taormina Taormina er gullfallegur bær. Ferðamenn verða að leggja leið sína þangað því hann er algjört augnayndi. Stjórnvöld í Taormina hafa lagt mikla peninga í bæinn og það sést. Þetta er ferðamanna- paradís í einu orði sagt. Bærinn er byggður ofan á fjallshlíð og er bráðskemmtilegt að keyra upp hæðina, eiginlega ævintýri út af fyrir sig. Það er mjög dýrt í Taorm- ina en vel þess virði. Ferðamenn ættu að kaupa sér pistasíupestó og gæða sér á cannoli, sikileyskum sætindum fylltum með mascarp- one-osti og pistasíukremi. Hægt er að fá cannoli í hinum ýmsu út- færslum og er mælt með því að ferðamenn prófi sem flestar. Ekki gleyma að bragða á möndluvíninu sem og sikileysku Marsala. Í Ta- ormina má einnig finna gullfallegt grískt hringleikahús með mikla sögu. Áhugasamir verða að gera sér ferð þangað. Útsýnið er himn- eskt í Taormina. Ferðamenn ættu að gefa sér góðan tíma í þessum gullfallega bæ því það er mikið að sjá og skoða. Giardini naxos Er í einu orðið sagt Ibiza Sikil- eyjar. Þangað leita túristar og þá sérstaklega frá Norðurlöndunum. Oft er gott að hafa aðsetur í Giard- ini Naxos, leigja sér bíl og kynna sér svæðið umhverfis þannig. Það er ódýrara að gista þar og má finna skemmtilegar strendur til að slappa af á. Í bænum má finna besta ísinn á Sikiley (svo segja þeir) og þótt víðar væri leitað. Gelateria Ice Go Go er fjölskyldu- rekið fyrirtæki þar sem mamma og pabbi taka við greiðslum á meðan synirnir búa til ísinn. Öll hráefn- in eru fersk og er alls ekki erfitt að breytast í ísfíkil eftir að hafa bragð- að á Ice Go Go-ísnum. Gola D´alcantara Fyrir fólk sem hefur gaman af smáspennu er nauðsynlegt að kíkja í Gola D´Alcantara sem er straummikil á sem liggur í gegn- um heljarinnar gljúfur. Vatnið er jökulkalt og er erfitt að vaða út í það. Til þess er þó leikurinn gerð- ur, að vaða á móti straumnum upp að upptökum árinnar. Sumir fara á eigin vegum, aðrir með leiðsögu- manni og í tilteknum búningum. Fjörið hefst síðan á leiðinni til baka en þá lætur maður sig fljóta niður ána. Áin ískalda er eitt af því skemmtilegasta sem ferðamenn munu upplifa í ferð sinni um Sik- iley. Motta Camastra Motta Camastra er pínulítill bær byggður inn í fjallshlíðina og er á stundum erfitt að sjá hvar hús- in enda og fjallið tekur við. Keyrsl- an upp fjallshlíðina er ekkert grín. Íslenskir ökumenn ættu ekki að hafa áhyggjur enda ófáir vegirn- ir hér heima líkir þeim sikileysku. Í Motta Camastra er allt lítið, all- ar dyr, garðar og gluggar. Bæjar- stjórn bæjarins hefur lagt mikla peninga í endurnýjun húsa og hef- ur það verið gert á afar fágaðan hátt. Það er einn veitingastaður í bænum, við hlið útsýnispallsins og er um að gera að borða kvöld- verð þar og njóta fegurðarinnar. Sagt hefur verið að atriði úr Guð- föðurnum hafi verið tekin upp á þessum stað. Castelmola Án efa einn fallegasti bærinn á austurströnd Sikileyjar. Hann situr ofan á hæð, ofar en Taormina sem nefndur var áðan. Bærinn er gullfal- legur, útsýni af eldfjallinu Etnu á sól- ríku kvöldi er fullkomið. Að leggja leið sína til Catelmola er nauðsyn- legt. Ekki vera hrædd við að spjalla við íbúana, þeim finnst það ógur- lega skemmtilegt. Ef þið eruð á ann- að borð stödd í bænum er skylda að kíkja á Torrisi-barinn. Þar inni er maður umkringdur typpum í formi bolla, stólfóta og margt, margt fleira. Einnig er mælt með því að kíkja á Ciccino´s-pitsustaðinn. Heimilis- legur staður með dásamlegum pits- um og eftirréttirnir eru unaðslegir. Castiglione Er lítill og fallegur bær nánast við hliðina á Motta Camastra. Ferða- menn ættu endilega að gera sér ferð til Castiglione. Það er fátt skemmti- legra en að fylgjast með gömlu mönnunum á aðaltorginu spjalla um daginn og veginn. Ekki vera hrædd við að spjalla við þá, þeim finnst það ekki mjög leiðinlegt. Þeg- ar þið eruð stödd í bænum er um að gera að spyrjast fyrir um Nino tré- myndhöggvarann. Þeir vísa ykkur leiðina. Nino elskar að sýna ferða- mönnum verk sín og segja sögur af sjálfum sér. aci Castello Fallegt svæði nálægt Catan- ia. Í Aci Castello er gamall kastali byggður inn í stóran klett. Kast- alinn er á heimsminjaskrá Un- esco. Allt strandsvæðið í kring er unaðslega fallegt. Mælt er með því að verja heilum degi á þessu svæði. Það er svo mikið að sjá. Ekki gleyma að taka baðfötin með því það er hægt að hoppa út í krist- albláan sjóinn hvar sem er. Í Aci Castello má einnig finna leifar af Ítalíu undir fasistastjórn Benitos Mussolini. En á aðaltorginu má finna á einu húsinu skilaboð frá Mussolini sjálfum. Mögnuð sjón. Takið einnig eftir lyktinni sem um- lykur bæinn. Á þessu svæði vaxa fíkjutré óspart sem umvefja bæinn með sætri lykt. Markaðurinn í siracusa Matar- og fiskmarkaðurinn í Siracusa er óborganlegur. Siki- leysku markaðarnir eru frábær skemmtun og þar gerir maður bestu kaupin. Að verja tíma með ítölskum sjómönnum sem kalla til manns að kaupa fiskinn þeirra er upplifun sem gleymist seint. Markaðurinn í borginni Catania er stærri í sniðum en sá í Siracusa og þeir sem hafa áhuga á matvæl- um ættu ekki að láta hann fram- hjá sér fara. Einnig er nauðsynlegt að skoða gríska hringleikhúsið og katakomburnar. Skemmtilegt er einnig að labba um bæinn og skoða dómkirkjuna. Arkitektúrinn í Siracusa er með öðru sniði en í öðrum bæjum á Sikiley. Katalónar réðu ríkjum þarna um tíma og má sjá greinileg áhrif af gotneskum/ katalónskum stíl á hinum ýmsu byggingum. hanna@dv.is Kreppulínan Í gautaborg í svíþjóð sé ég auglýsta neyðarlínu sem þeir sem hafa áhyggjur af kreppunni geta hringt í og spurt hvaða áhrif hún komi til með að hafa á þá. danmörk var fyrsta Norðurlandið til að lýsa því yfir að hagvöxtur væri orðinn neikvæður, og líklegt að kreppan fari að breiðast yfir til svíþjóðar. ef til vill er hún þegar komin til malmö. Það gengur alltaf allt á afturfótun- um í malmö. Það er fjórum sinnum meira af ránum þar en í stórborgun- um stokkhólmi og kaupmannahöfn og meira en helmingurinn af 12 útibúum swedbank þar hefur verið rændur á árinu. stokkhólmur er höfuðstaður svíþjóðar og mikil menningarborg þar sem glæstar hallir, að einhverju leyti byggðar fyrir ránsfé frá danmörku, Þýskalandi og tékklandi, vitna um stórveldistímabil landsins. Það er ekki laust við að gautaborg- arar séu örlítið afbrýðisamir út í höfuðstað sinn. gatan avenyn var gerð til að ráða bót á því vandamáli, glæsileg gata sem á að minna á Champs-Élysées í París. Þó að svíar heiðri frakka með þessum hætti hafa frakkar ekki verið jafnhrifnir af öllum uppátækjum svía. Nýlega var sænsku fatabúðakeðjunni H&m bannað af yfirvöldum að opna búð á aðalgötu Parísar, þar sem það þótti spilla ásýnd hennar. avenyn teygir sig frá listasafni gautaborgar, sem er næststærsta listasafn svíþjóðar, til Vasastaden, sem er miðbær borgarinnar. Við götuna má finna óperuhúsið, borgarbókasafnið og hina ýmsu veitingastaði. miðpunktur hennar er torgið götaplatsen með styttu af sjávarguðinum Poisedon sem á að tákna tengsl borgarbúa við sjóinn. Þar er einnig skilti á ljósastaur þar sem stendur: „Vinsamlegast ekki tala stokkhólmsku á avenyn.“ Það er jú til lítils að byggja glæsilega breiðgötu í gautaborg ef stokk- hólmarar láta þar eins og þeir séu heima hjá sér. en fyrir utan avenyn er gautaborg borg verkamanna og sjóara. gautaborg er stærsta höfn Norðurlanda, og hér eru einnig höfuðstöðvar Volvo, sem er stór atvinnurekandi. fólk bendir þó gjarnan á að það gangi ekki svo vel hjá Volvo þessa dagana. Þeir eru hins vegar enn stoltir af ljósmynda- vélafyrirtækinu Hasselblad, og það má finna styttu af stofnanda þess við listasafnið. Það fór þó heldur ekki vel hjá Hasselblad hjá endanum, heldur var það tekið yfir af dönum. glæstar höfuðstöðvar þess standa enn við ána og bera nafnið kanalen í höfuðið á henni. Þær hafa nú verið teknar yfir af sænska ríkissjónvarpinu og hefur því nafnið fengið tvöfalda merkingu. Í Noregi er hins vegar lítið um kreppu. Ævintýri rússa í georgíu gera það að verkum að evrópusam- bandið kaupir nú norska olíu sem aldrei fyrr. og Noregur virðst eina landið í heiminum sem safnaði gjaldeyrissjóðum í góðærinu. Þó eru blikur á lofti. Húsnæðisverð fer lækkandi í borgunum ósló, bergen, Þrándheimi og tromsö. eini staðurinn sem það fer enn hækkandi er í olíubænum stafangri. ef til vill er það eini bærinn sem er alveg kreppuheldur. Valur Gunnarsson er staddur í noregi skiLaboð frá LeiðToGa gömul ræða benitos mussolini trónir yfir torginu í aci Castello. siraCusa er algjör paradís. unaðsLíf Hægt er að hvíla sig vel í giardini Naxos. besTi ísin ice go go í giardini Naxos er sá besti. VirðuLeGT eldfjallið etna er mjög virkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.