Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 48
föstudagur 17. OKtÓBEr 200848 Helgarblað DV
Sakamál
Bonnie og Clyde skötuhjúin Bonnie og Clyde
voru einir alræmdustu bankaræningjar Bandaríkjanna. Þau
kynntust í kreppunni miklu í kringum 1930 og á milli þeirra
mynduðust bönd sem aldrei rofnuðu á meðan þau lifðu.
um tíma myndaðist göðsögn í kringum tilveru þeirra og al-
menningur upplifði þau sem Hróa hött samtímans. En þegar
líkunum í kjölfar þeirra fjölgaði rann upp fyrir almenningi að fátt
var meira fjarri sanni. Bonnie Parker var gift þegar hún kynntist Clyde, en það
skipti hana engu. Clyde Barrow var miskunnarlaus morðingi sem hikaði ekki
við að beita byssunni. sagan af Bonnie og Clyde verður í næsta helgarblaði umsjÓn: KOlBEinn ÞOrstEinssOn kolbeinn@dv.is
læknir og sadisti
Þó neill Cream hafi verið menntaður læknir hafði hann lítinn áhuga á að bjarga mannslífum. Hann aflaði
fjár með því að framkvæma ólöglegar fóstureyðingar. Hann var veikur fyrir vændiskonum og margar þeirra
sem hann samrekkti sáu ekki framar nýjan dag. Hann notaði striknín til ódæðisverkanna og naut tilhugs-
unarinnar um þær kvalir sem fórnarlömb hans upplifðu fyrir dauðann.
Neill Cream fæddist í Glasg-
ow í Skotlandi 1850, en foreldrar
hans fluttu til Kanada þegar hann
var ungur að árum og höfðu ráð
á að koma honum til náms. Hug-
ur Creams leitaði til Englands,
ekki síst vegna þess að hann hafði
kvænst konu sem hann hafði gert
barnshafandi og næstum því
orðið henni að bana þegar hann
eyddi fóstrinu. Hveitibrauðsdag-
arnir entust í einn dag og það
eina sem Cream skildi eftir handa
konu sinni var kveðjubréf. Árið
1876 útskrifaðist Neill Cream sem
læknir frá virtum skóla í Lundún-
um, en hann gaf lítið fyrir lækna-
eiðinn og hafði meiri áhuga á að
binda enda á líf, en bjarga lífum.
Hann sneri reyndar heim til Kan-
ada að loknu námi, og svo und-
arlega vildi til að eiginkona hans
lést skömmu síðar af völdum dul-
arfulls sjúkdóms.
náðun og sigling til englands
Morðferill Creams hófst vest-
an Atlantsála, en hann hafði flutt
til Chicago og komið á laggirnar
læknastofu, ekki langt frá rauða
hverfinu þar sem vændiskonurnar
héldu til. Á stofu sinni bauð hann
upp á fóstureyðingar, en þær voru
ólögleg en arðbær starfsemi. Hann
sætti lögreglurannsókn vegna
dauða konu sem hann ku hafa
eytt fóstri hjá, en ekkert var gert
vegna skorts á sönnunargögnum. Í
júlí 1881 dó maður að nafni Dani-
el Stott af striknín-eitrun. Cream
var handtekinn ásamt eiginkonu
Stotts. Eiginkonan, sem hafði feng-
ið eitrið hjá Cream, ákvað að semja
við ákæruvaldið og skildi Cream
eftir í súpunni. Hann var dæmdur
til dauða, en var sleppt eftir tíu ára
afplánun. Fé sem Cream hafði erft
eftir föður sinn gerði honum kleift
að flytjast til Englands, og það er
kaldhæðnislegt að Cream framdi
sín verstu ódæði eftir að hafa ver-
ið sleppt úr lífstíðarfangelsi fyrir
morð.
Á sömu slóðum og Kobbi kuti
Cream leitaði fórnarlamba á
sömu slóðum og Kobbi kuti eða Jack
the Ripper eins og hann var nefnd-
ur í Bretlandi. Lítt upplýst Lamb-
eth-stræti í Lundúnum var kjörið
til að finna fórnarlömb sem svalað
gætu kvalalosta Creams, hann var
því kunnugur frá námsárum sínum.
Einn kunningja Creams lýsti hon-
um sem „úrkynjuðum manni með
sóðalegar þrár og starfsaðferðir“.
Cream Neill hafði fylgst með ferli
Kobba kuta og naut þess að ganga
um á þeim slóðum þar sem Kobbi
kuti hafði framið ódæði sín. Cream
var einnig veikur fyrir vændiskon-
um og gumaði oft og tíðum af því
að hafa verið með tveimur í einu,
eða heimsótt þrjár á einu og sama
kvöldinu. En hann var veikur fyr-
ir ýmsu öðru og hann gaf vændis-
konunum gjarna pillu eftir að hafa
legið með þeim. Sagði hann að pill-
an myndi laga andlitsbletti. Pillan
var að sjálfsögðu striknín og Cream
yljaði sér við tilhugsunina um þær
óhugnanlegu kvalir sem stúlkurn-
ar upplifðu áður en þær gáfu upp
öndina.
Maður að nafni Fred
Síðla árs 1891 fylgdust tvær
vændiskonur, Elizabeth Masters
og Elizabeth May, með Cream, út
um gluggann á vistarverum þeirra,
þar sem hann gekk í átt til þeirra.
En áður en hann komst alla leið
fékk hann tilboð frá annarri næt-
urdrottningu, Mathildu Clover, og
fór með henni til hýbíla hennar í
Lambeth-stræti. Tveimur dögum
síðar, 20. október, lést Mathilda
með miklum kvölum, en tókst þó
að stynja upp að maður að nafni
Fred hefði gefið henni eitraðar pill-
ur. Læknir hennar, sem einnig ann-
aðist hana vegna áfengissýki, setti
í skýrslu sína að hún hefði dáið af
eðlilegum orsökum.
Sjö dögum áður, 13. október,
hafði nítján ára vændiskona, Ellen
Donworth, fundist með miklar
kvalir og gat hún, áður en hún gaf
upp öndina, lýst manni sem hafði
gefið henni göróttan drykk, tileygð-
ur, með gullgleraugu og silkihatt
og viðamikið yfirskegg. Krufning
leiddi í ljós að striknín hafði orðið
Ellen að aldurtila.
Undarlegar orðsendingar
Neill Cream fylgdi þessum
morðum sínum eftir með forvitni-
legum orðsendingum. Undir fölsk-
um nöfnum sendi hann Russel lá-
varði og William Broadbent lækni
bréf þar sem hann sakaði þá báða
um morðið á Mathildu. Cream
krafðist 2.500 punda af Broadbent,
annars kæmi hann upp um hann.
Broadbent var með hreina sam-
visku og fór með bréfið til lögregl-
unnar, en fjárkúgarinn gerði ekki
frekar vart við sig.
Cream skrifaði einnig til réttar-
læknisins sem hafði Ellen Dons-
worth á sinni könnu og sagðist hafa
upplýsingar sem hann vildi selja
fyrir 300.000 pund. Undir bréfið
skrifaði hann G. O‘Brian leynilög-
reglumaður og lögregla setti bréfið
í bjánamöppu sína.
Hvað fyrir Cream vakti með
þessum brefaskrifum varð aldrei
ljóst, en líklega vildi hann eingöngu
stríða þeim sem eltust við hann.
Cream verður á í messunni
Cream Neill sigldi til Kan-
ada 1892, en sneri fljótlega aftur
til Lundúna og fyrr en varði ráf-
aði hann um Lambeth-stræti í leit
að fórnarlömbum. Í apríl sængaði
hann hjá tveimur vændiskonum,
Emmu Shrivell og Alice March, í
einu. Um klukkan tvö um nóttina
yfirgaf hann stúlkurnar, en hafði
áður gefið þeim þrjár pillur hvorri.
Dauðdagi stúlknanna um nóttina
var hroðalega kvalafullur.
Á meðan á rannsókninni stóð
fór um borgarbúa, sem voru þess
fullvissir að Jack the Ripper hefði
ekki sagt sitt síðasta orð. En í ljós
kom að banamein stúlknanna var
striknín-eitrun. Venju samkvæmt
gat Cream ómögulega á sér set-
ið. Hann skrifaði bréf til læknis að
nafni Harper og sakaði son hans,
sem var læknanemi, um verkn-
aðinn. Krafðist Cream 1.500 sterl-
ingspunda fyrir að halda vitneskj-
unni fyrir sig.
Harper fór með bréfið til lög-
reglunnar. Lögteglan hafði und-
ir höndum bréf frá Cream sjálf-
um, sem átti að hafa verið sent til
Emmu og Alice, þar sem þær voru
varaðar við Harper lækni og sagt að
hann hefði myrt Mathildu Clover
og Lou Harvey. Rithöndin var sú
sama og Cream var ákærður fyrir
tilraun til fjárkúgunar.
Varpar sök á sjálfan sig
Í millitíðinni hafði lík Mathildu
Clover verið grafið upp, og þá komu
í ljós mistök læknisins. Mathilda
hafði dáið vegna striknín-eitrun-
ar. Cream hafði orðið ber að alvar-
legum mistökum; aðeins morðingi
Mathildu hefði getað vitað að hún
hafði verið myrt. Cream hafði sak-
að annan um ódæðið í bréfi sem
lögreglan hafði undir höndum, og
þannig varpað sök á sjálfan sig. El-
izabeth Masters og nafna hennar
May voru báðar reiðubúnar að bera
vitni um að hafa séð Neill Cream í
félagsskap Mathildu skömmu fyrir
dauða hennar.
Lögreglan taldi sig vera með
pottþétt mál í höndunum, en einni
spurningu var þó ósvarað: Hver
var þessi Lou Harvey? Cream var
handtekinn 3. júní 1892 og ákærð-
ur fyrir morð.
Seinna kom í ljós að Lou Harv-
ey var sennilega sú eina sem slapp
lifandi frá Cream. Hún hafði þóst
taka pillurnar sem hann hafði gef-
ið henni og það varð henni til lífs.
Mál hennar fór í Cream-möppu
lögreglunnar.
Undarleg fullyrðing
og henging
Neill Cream gat ekki borið upp
miklar varnir vegna þeirra saka
sem á hann voru bornar. Þær voru
studdar af framburði tvegga El-
izabeth og Lou Harvey. Apótek-
ari staðfesti að Cream hefði keypt
af honum grænmeti sem striknín
var unnið úr og til að fullkomna
allt saman fann lögreglan flöskur
sem innihéldu striknín í híbýlum
Creams. Það tók kviðdóminn að-
eins tólf mínútur að komast að nið-
urstöðu.
Þar sem Cream Neill stóð við
gálgann gerði hann undarlega játn-
ingu. Hann fullyrti að hann væri
Kobbi kuti. Hvað vakti fyrir honum
er ekki vitað, en hins vegar er ljóst
að Cream gat með engu móti ver-
ið Kobbi kuti því þegar ógnartíð
Kobba stóð hvað hæst 1888 hafði
Cream óhrekjanlega fjarvistarsönn-
un; hann var í grjótinu í Chicago.
Pillan var að sjálf-
sögðu striknín og
Cream yljaði sér við
tilhugsunina um þær
óhugnanlegu kvalir
sem stúlkurnar upp-
lifðu áður en þær gáfu
upp öndina.
STEYPUSÖGUN
KJARNABORUN
MÚRBROT
l
l
l
lundúnir Cream leitaði
fórnarlamba sinna á svipuðum
slóðum og Kobbi kuti.
neill Cream Var læknir en
hafði takmarkaðan áhuga á
að bjarga mannslífum.