Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Side 28
föstudagur 17. október 200828 Helgarblað DV Konan Ný versluN glæsileg ný verslun hefur nú tekið til starfa á neðri hæð smáralindarinnar. Verslunin heitir selected - femme/ homme og býður upp á glæsilegan og stílhreinan fatnað fyrir bæði kynin. Merkið hefur hingað til fengist í Vero Moda en mun nú njóta sín í í þessari flottu verslun. uMsjón: koLbrÚn pÁLÍna heLgadóttIr kolbrun@dv.is Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég elda hafragraut fyrir mig og þennan eins árs. Ótrúlega ljúf- fengur og, að mér skilst, mein- hollur. Annars er ég alltaf hrifin af Kellog´s Special K.“ Hvar líður þér best? „Alveg sama hvar ég er stödd, ef ég er vel nærð líður mér vel. En heimilið er auðvitað mikill griðastaður og þar eru batteríin hlaðin að mestu.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „Fyrir utan daglegar ungbarna- lyftingar er ég í dansi einu sinni í viku með skemmtilegum stelp- um. Ég fór þess á leit við Sport- húsið, hvort þeir gætu sett upp námskeið sem væri einu sinni í viku og eftir háttatíma flestra barna. Þeir brugðust vægast sagt mjög vel við þeirri beiðni og námskeiðið hófst tveimur vikum síðar. Þarna fáum við gamlar djassbellettdrottningar útrás og erum í miklu nostalgíu- kasti um leið.“ Hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „Smá meik, maskari og gloss er skothelt og fljótlegt. Ef ég hef meiri tíma dreg ég fram MAC- safnið mitt og geri eitthvað meira.“ Hvar kaupir þú helst föt? „Ég er hrifin af íslenskri hönnun og finnst skemmtilegast að vera í því. Það nýjasta í fataskápnum er EMAMI-kjóllinn sem mér finnst algjör snilldarhönnun og svo eru þau Gunni og Kolla að gera æðislega hluti í Anderson & Lauth. Ákveðin merki höfða svo meira til mín en önnur og nokkur þeirra fást í Evu.“ Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „Les skemmtilega bók eða kaupi mér tímarit og leggst upp í sófa með teppi. Dekur felst líka í hlátri og umgengni við gott fólk.“ Hvert er þitt helsta fegurðarráð? „Að finna sér eitthvað til að hlakka til. Það kemur skemmti- legt og sniðugt blik í augun á fólki sem hefur gaman af lífinu.“ Hver er þín fyrirmynd? „Mína fyrirmynd sæki ég frá fjölda fólks og spái mikið í þessa hluti. Ég reyni að tileinka mér það sem mér finnst eftirsóknar- vert í fari annarra og ég held að það sé breytilegt eftir því hvað maður er að takast á við sjálfur.“ KatríN BryNja Her- maNNsdóttir, dagsKrár- KyNNir á rúv Dekur felst líka í hlátri K on a v iku nn ar „Ég hef selt hönnun mína á Akureyri í fjögur ár en stefndi alltaf að því að opna verslun í Reykja- vík eftir að ég lyki námi,“ segir Kristín Kristjáns- dóttir, nýútskrifaður kjólaklæðskeri og verslunar- eigandi. Kristín var ekki lengi að láta draum sinn rætast og hefur nú opnað glæsilega verslun á Klappar- stíg 35. Spurð um móttökurnar segir Kristín þær framar öllum vonum. „Ég átti nú alveg von á að þetta færi rólega af stað miðað við ástandið í þjóðfélaginu en það er búið að vera mjög mikið að gera síðan ég opnaði 10. október. Meira en ég þorði að vona.“ Kristín segir að Reykjavíkursnótirnar virðist ætla að vera snemma í því þetta árið að kaupa jóla- og út- skriftarkjólana því að pöntunum sé farið að rigna inn. Kristín mun þó ekki hætta að selja hönnun sína á Akureyri þar sem ferill hennar byrjaði eft- ir að hafa leigt sér húsnæði í viku fyrir jólin 2004 og selt flíkur sínar. „Ég mun halda áfram að selja flíkurnar mína í Valrós eins og ég hef gert fram að þessu.“ Kristín segist vera með margt á teikniborðinu og búast megi við glænýrri hönnun í verslunina fljótlega. Einnig er í vinnslu ný og betri heima- síða, ryk.is. „Ég býst við að hún verði tilbúin eft- ir rúman mánuð, þá getur fólk fylgst betur með því sem ég er að gera. Ég vildi ekki opna almenni- lega síðu fyrr en ég væri almennilega undirbúin að mæta kröfum fólks,“ segir kjólaklæðskerinn að lokum. kolbrun@dv.is Ryk í Reykjavík Kjólaklæðskerinn nýútskrif- aði Kristín Kristjánsdóttir hefur nú opnað verslunina Ryk á Klapparstíg 35. La Mer-kreMið varð til eftir slys the radiant infusion radiant Infusion endurlífgar húðina. Ásýnd hennar verður samstundis bjartari og líflegri. radiant Infusion vinnur kraftaverk á húðinni og á sinn þátt í að fullkomna heilbrigði hennar. dregur úr hrukkum augnkremið frá La Mer dregur úr sýnilegri hrukku- myndun, hrukkum og dökkum baugum um leið og það kælir, verndar og gefur augnsvæðinu raka. endurvekur útgeislun serumið einstaka frá sérfræðingum La Mer veitir húðinni augljósan frískleika og veldur því að hún endurheimtir útgeislun og ljóma. mýkir, stinnir og sléttir Með notkun kraftaverkakremsins verður húðin á skömmum tíma mýkri, stinnari og ótrúlega slétt og falleg. öldrunarlínur og grófgerð húð verður minna áberandi. 60 ml af kreminu kosta 32.361 kr. góð kaup 250 ml krukka kemur aðeins nokkrum sinnum á ári og er setið um hverja. hver 250 ml kremkrukka kostar 95.173 krónur, sem er mjög hagstætt sé miðað við verð á hverjum millilítra í 60 ml krukkum, en reiknað þannig myndu 250 ml kosta 130.000 kr. Frá árinu 1965 hefur La Mer verið eitt vinsælasta krem ríka og fræga fólksins. Kremið á sér einstaka sögu en það var eðlisfræðingurinn Max Huber sem bjó kremið til eftir að hann lenti í hræði- legu slysi og brenndist illa í andliti. Fyrir mörgum árum varð Max Huber, eðlisfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnun- inni, NASA, fyrir hræðilegu slysi. Hversdagsleg efnafræðitilraun fór úr böndunum og olli öflugri sprengingu með þeim afleiðing- um að Max brenndist hræðilega í andliti. Hvorki vísindin né læknis- fræðin gátu veitt honum vonir um bata þannig að Max Huber ákvað að hjálpa sér sjálfur. Tólf árum og sex þúsund tilraunum síðar hafði hann komið saman kreminu sem átti eftir að gefa húð hans stór- kostlega slétta áferð. La Mer. Kremið er unnið úr sjávarþör- ungum, kalki, magnesíum, kalí- um, járni, lesítíni, C-, D-, E- og B12-vítamínum, kjarnaolíum, eukalyptus, hveitikími, refasmára og sólblómum, sem eru eng- in kraftaverkaefni heldur er það hvernig þau eru unnin sem gerir kremið að því kraftaverkakremi sem það er. Huber komst að því að eitt- hvað alveg sérstakt gerist þegar stökum efnum er blandað sam- an í einstaklega næringarríka blöndu þeirra allra – ferli sem tók þrjá til fjóra mánuði. Við samein- ingu efnanna varð til heild sem var miklu kraftmeiri en summan af kröftum hvers og eins. Kremið hefur verið selt frá því árið 1965 og hefur tryggur hópur fræga fólksins keypt þetta krafta- verkakrem sem dregur úr fín- um hrukkum, sefar, bætir áferð húðarinnar og veitir henni raka allt frá fyrsta degi. La Mer-krem- ið er þeirra æskubrunnur og það þurfti eldflaugasérfræðing til að finna það upp. Kraftaverkakremið má nálg- ast í verslunum Lyfja & heilsu Kringlunni og á snyrtistofunni Grand Spa. tilboðssett Þetta glæsilega tilboðssett inniheldur: 30 ml krukku af La Mer kremi og 30 ml af Moisturising Lotion. 7 ml af the eye Consentrate fylgir frítt með. kremið er gott að nota á kvöldin og Moisturising Lotion á morgnana því það er þynnra og léttara í sér. Verðið á tilboðssettinu er 31.898 kr. og því hagstæðari kaup en ein 60 ml krukka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.