Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 6
föstudagur 17. október 20086 Fréttir Sandkorn n Búast má við að það verði mikið um að vera hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryndísi Scram um helgina. Þau hafa hóað saman gömlu alþýðuflokksfólki til skrafs og ráðagerða á heim- ili þeirra í Mosfells- bæ. Þau eru reyndar ekki ein um skipulagn- inguna því Pétur Jóns- son, fyrrverandi borgarfulltrúi og formaður Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur, og Margrét S. Björnsdóttir, fyrrverandi formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, standa líka að samkomunni. Gömlu kratarnir ætla að ræða landsins gagn og nauðsynjar í miðri kreppu og spurning hvort þeir finni svörin sem hafa hingað til farið fram- hjá fólki. n En eðalkratafundurinn í Mosfellsbænum er ekki eina uppákoman sem Jón Baldvin Hannibals- son tekur þátt í þessa helgina. Hann verður á súpufundi hjá Lands- sambandi kvenna í Frjálslynda flokknum í Skúlatúni 4 í hádeginu á laugardag. Þar fjalla hann og Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambandsins, um Ísland og Evrópusambandið og kosti og galla sem finna má á tengslum þeirra á milli. Jón Bald- vin ræðir málin almennt en Skúli fjallar sérstaklega um fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins. Þó fundurinn sé haldinn af konum í Frjálslynda flokknum eru bæði konur og karlar velkomin og það hvort sem viðkomandi er flokks- bundinn eða ekki. n Eiður Smári Guðjohnsen varð í landsleiknum á miðvikudag fyrir því óláni að togna aftan í læri og mun að líkindum missa af næsta leik með Barcelona. Eiður Smári virtist ekki sérlega ánægður með dómaratríóið í leiknum í gær, enda var hann margoft dæmdur rangstæður. Í eitt skiptið, þegar flaggið kom upp, fannst honum svo freklega á sér brotið að hann varð bók- staflega hoppandi illur. Við það féll hann fremur klaufalega til jarðar en um þremur mínútum síðar fór hann haltrandi af velli. Eiður þvertók, eftir leikinn, fyrir það að hafa meiðst við fallið en hvað sem því líður sannast hið fornkveðna að ekki þýðir að deila við dómarann. „Þetta er bara lýsandi dæmi um það hvað er að gerast með krónuna,“ segir Brjánn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sólsteina, en hann er byrjaður að senda granítplötur út til Noregs. „Ég var að senda út fyrstu sendinguna í [gær]morgun sem á sennilega eftir að verða fram- hald á. Þeir höfðu samband við mig að fyrra bragði og spurðu hvort það væri möguleiki að ég gæti selt þeim granít,“ segir Brjánn en bendir á að þetta sé ekki neyðarútsala á lager- vörum. „Ég er að græða á þessu, því ég sel þetta á sama verði og hér á Ís- landi. Ég verð að sinna öllum við- skiptavinum, hvar sem þeir eru, á meðan efnahagsmálin eru svona höldum við þessu áfram.“ Sólsteinar eru alhliða stein- smiðja sem býður upp á borðplötur, flísar og legsteina sem dæmi. Brjánn er bjartsýnn á framhaldið og seg- ir að fyrirtækið sé í góðum málum núna. „Við erum í góðum málum, það er náttúrlega fullt af fólki sem er að klára húsin sín og við kom- um mjög seint inn í vinnuferlið þar sem borðplöturnar eru yfirleitt með því síðasta sem fer inn í húsið,“ seg- ir Brjánn og bendir á að viðskipta- tengsl við Noreg séu ekki vitlaus .„Ég er svona að byrja bara á þessu, veit ekkert hvað verður úr þessu en það er alls ekkert vitlaust að tala við Noreg,“ segir Brjánn og bendir á að ríkisstjórnin ætti jafnvel að einbeita sér að viðræðum við Noreg fremur en Rússland. Norðmenn sjá tækifæri í íslensku fjármálakreppunni: Flytur granít til Noregs Brjánn Guðjónsson sólsteinar flytja granítplötur til Noregs. Mynd RÓBERT REynISSOn „Á miðvikudaginn var leituðu hingað hvorki fleiri né færri en 190 fjölskyldur og þá tölu má marg- falda með 2,5 til að sjá hversu margir einstaklingar eru að með- altali að baki,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Metfjöldi leitaði sér aðstoðar hjá samtökunum á miðvikudaginn var. Ásgerður á von á því að ástandið eigi bara eftir að versna og einstaklingum og fjöl- skyldum sem leiti til Fjölskyldu- hjálpar eigi aðeins eftir að fjölga. Matvælin kláruðust „Þetta var metdagur, á þess- um árstíma í það minnsta. Fyr- ir jól- in fer fjöldinn alveg upp í 250 fjölskyld- ur,“ segir Ásgerður Jóna. Hún seg- ir að Fjölskylduhjálpin sé opin alla miðvikudaga og allajafna leiti um 135 fjölskyldur til samtakanna. „Það var orðið lítið eftir hjá okkur þegar þeir síðustu komu. Mjólkin og brauðið var búið en við náðum að tryggja að enginn fór algjörlega tómhentur heim.“ Á bara eftir að versna Ásgerður segir að gríðarlegt magn af matvælum hafi farið út á miðvikudaginn og nefnir sem dæmi að 200 kíló af ömmufarsi sem keypt höfðu verið kláruðust. „Sumar fjölskyldur þurfa meira en aðrar. Þetta var mjög stór dagur hjá okkur en ég hef grun um að svona muni þetta aukast jafnt og þétt al- veg fram að jólum og áfram,“ seg- ir Ásgerður og minnist sérstaklega á það að fólk hafi verið alveg mið- ur sín. „Þetta á bara eftir að versna til muna. Það eru mjög margir nýir sem koma hingað á miðvikudög- um, fólk sem kemur í fyrsta skipti. Ástandið er alveg hræðilegt og fólkið er miður sín yfir ástand- inu. Það er varla hægt að lýsa því öðruvísi en sem hreinni ang- ist.“ Hver króna vel nýtt Fjölskylduhjálp Íslands get- ur annað um 250 fjölskyldum á dag hvað varðar mannafla enda er starfsemin vel skipu- lögð. Kostnaðurinn er mikill þrátt fyrir að allir sem að henni koma vinni óeigingjarnt sjálboða- starf. Frjáls framlög ein- staklinga og velgjörðar- manna hafa hingað til fleytt þeim langt, auk þess sem Alþingi styrkti Fjölskyldu- hjálpina um eina og hálfa milljón í fyrra. Ásgerður segir að sá styrk- ur hafi gert gæfumuninn og óskað hafi verið eftir öðru eins í ár. „Þessar krónur sem við höfum til ráðstöfunar nýtast afar vel því margfeldisáhrifin eru svo mikil. Ég efast um að ríkisvaldið fái nokkurs staðar jafnmikið fyrir peninginn og í svona starfi.“ Hefur þraukað þar til nú „Matvöruverðið er að byrja að hækka og fólk er bara miður sín. Fólkið sem hingað leitar kemur úr öllum þrepum þjóðfélagsstig- ans. Þetta er fólk sem hefur getað þraukað hingað til en sér sér það ekki fært lengur. Það getur ekki tal- ist í lagi að það bíði 190 fjölskyld- ur í biðröð hjá okkur klukkan tvö og við opnum klukkan þrjú. Fólk var farið að mæta tveimur tímum fyrr. Það er rosaleg angist hjá fólki og því líður mjög illa. Maður finnur það og það er kannski ekki skrítið miðað við hvernig ástandið er hjá svo mörgum,“ segir Ásgerður Jóna að lokum. „Þetta er fólk sem hefur getað þraukað hing- að til en sér sér það ekki fært lengur. Það get- ur ekki talist í lagi að það bíði 190 fjölskyldur í biðröð hjá okkur klukkan tvö og við opnum klukkan þrjú.“ Aldrei hafa fleiri fjölskyldur leitað til Fjölskylduhjálpar Íslands á þessum tíma árs en á miðvikudaginn var. 190 fjölskyldur sóttu þá matvælaaðstoð. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður hjá Fjölskylduhjálp Íslands, segir að það geti ekki talist í lagi að tugir fjölskyldna bíði í röð eftir hjálp klukkutíma áður en úthlutun hefst. SIGuRðuR MIkaEl jÓnSSOn blaðamaður skrifar: mikael@dv.is ÞETTA Á EFTIR AÐ VERSNA TIL MUNA Á eftir að versna Ásgerður Jóna segir að ástandið eigi aðeins eftir að versna til muna. fjölskylduhjálpin standi hins vegar vaktina vel og hver króna sé fullnýtt til góðra verka. Metfjöldi 190 fjölskyldur leituðu til fjölskylduhjálpar Íslands á miðvikudag- inn var. að baki liggja hátt í fimm hundruð einstaklingar. Mynd SIGTRyGGuR aRI 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.